Yfirlýsing Antoni og Jónasi: Geta ekki skilið af hverju þeim er refsað á svona grimmilegan hátt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. desember 2015 17:56 Anton Gylfi Pálsson. Vísir/Vilhelm Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fara yfir sína hlið á umdeilda atvikinu sem varð til þess að þeir voru sendir heim af heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Atvikið gerðist í stöðunni 6-6 í leik Suður Kóreu og Frakklands þegar skot frá leikmanni Suður Kóreu fór af slánni, niður á línu, aftur í slána og þá inn fyrir lína. Mistök með marklínutæknina varð hinsvegar til þess að eftirlitsdómari leiksins taldi að boltinn hafi ekki farið inn fyrir línuna. Anton og Jónas segja frá því hvað gerðist þegar þeir dæmdu markið af og þar kemur fram að það hafi algjörlega verið ákvörðun eftirlitsmanns leiksins. „Strax eftir leikinn þá fáum við þær fréttir að ákvörðun umsjónarmanns um að breyta markdómi yfir í útkast hafi verið kolrangur dómur. Okkur þótti þetta sorglegar fréttir þar sem leikurinn endaði 22-22 eftir stórskemmtilegan og spennandi leik. En hvað gátum við gert þar sem ákvörðun um að ógilda markdóm var ekki okkar ákvörðun," segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Anton gerði ekkert rangt Þar fara þeir félagar einnig yfir það hversu ósanngjörn þessi niðurstaða málsins er. „Við getum ekki á nokkurn hátt skilið af hverju það er verið að refsa okkur á svona grimmilegan hátt. Við höfum lagt ómælda vinnu í að koma okkur á meðal fremstu handknattleiksdómara í heiminum og að fá svona meðferð er okkur að öllu óskiljanleg. Einnig erum við leiðir með vinnubrögð IHF varðandi það að fréttatilkynning um að við værum á heimleið sé sett í loftið áður en okkur er tilkynnt um það," segir í yfirlýsingunni. Það má lesa alla yfirlýsinguna hér fyrir neðan.Yfirlýsing frá EHF/IHF handknattleiksdómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Varðandi þá ákvörðun IHF að senda okkur heim frá HM kvenna í handknattleik þá langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri: Dómarar, eftirlitsdómarar, umsjónarmenn og aðrir starfsmenn frá IHF ( Alþjóðlega handknattleikssambandið ) mættu til Danmerkur miðvikudaginn 2.desember. Strax um kvöldið voru haldnir fundir sem þar sem var farið yfir t.d. áherslur á mótinu, tekin skrifleg próf ásamt myndbandsprófi. Ein af aðaláherslum mótsins er barátta línumanns og varnarmanns. Einnig var vel farið yfir þær verklagsreglur þegar notast skal við myndbandsupptökur þegar vafi liggur á því hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Þær verklagsreglur sem voru kynntar eru eftirfarandi: • Stöðva leiktímann • Dómarar mega ekki koma að tímavarðarborðinu heldur eiga þeir að bíða úti á leikvellinum • Umsjónarmaður skoðar myndbandsupptöku og hann tekur ákvörun um hvort mark skuli dæma eða ekki • Staðfestingu sendir umsjónarmaður síðan í gegnum talstöðvasettið til dómara sem framfylgja þeirri staðfestingu (fyrirmælum). Í leik Suður Kóreu – Frakklands voru liðnar rúmlega 16 mínútur af leiknum og staðan var 6 – 6 þegar leikmaður Suður Kóreu tekur skot á markið. Eins og sést greinilega á myndbandsupptökum af atvikinu þá lyftir Anton Gylfi hendinni upp til merkis um að mark sé að ræða. Jónas lyftir einnig upp hendinni en það sést ekki á myndbandsupptökum. Vinnureglur sem IHF setur fyrir mótið kveða á um að skoða skuli öll vafaatriði um það, hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Eins og sést á viðbrögðum Antons þegar hann lyftir upp hendinni til að gefa til kynna að um mark hafi verið að ræða en stoppar síðan tímann. Viðbrögð okkar voru eftirfarandi: • Við stöðvum leiktímann • Við fórum ekki að tímavarðaborðinu heldur héldum okkar stöðum á vellinum • Umsjónarmaður var í sambandi við okkur í gegnum talstöðvarsettið og biður okkur að bíða þangað til að hann sé búinn að skoða upptökuna um hvort boltinn hafi verið inni eða ekki • Eftir að umsjónarmaður skoðar upptökuna þá tekur hann þá ákvörðun, að ekki hafi verið um mark að ræða. Við þessi skilaboð þá breytum við niðurstöðunni frá því að vera mark yfir í útkast. Strax eftir leikinn þá fáum við þær fréttir að ákvörðun umsjónarmanns um að breyta markdómi yfir í útkast hafi verið kolrangur dómur. Okkur þótti þetta sorglegar fréttir þar sem leikurinn endaði 22-22 eftir stórskemmtilegan og spennandi leik. En hvað gátum við gert þar sem ákvörðun um að ógilda markdóm var ekki okkar ákvörðun. Morguninn eftir hefst atburðarrás sem engin leið er fyrir okkur að skilja. Við vöknum við að fjölmiðlar eru farnir að hringja í okkur og vilja fá viðbrögð frá okkur. Við komumst að því að fréttatilkynning, þess efnis að það væri búið að taka ákvörðun um að senda okkur heim, hefði verið sett á netið fyrr um nóttina. Þar af leiðandi var þetta komið í alla fjölmiðla, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, áður en sest var niður með okkur og okkur tilkynnt að við værum á leiðinni heim. Sama gilti um aðra starfsmenn IHF á áðurnefndum leik (umsjónarmanns, tímavarðar og ritara) Á fundinum sem var haldinn með okkur var það varaforseti IHF sem tilkynnti okkur að það væri búið að taka ákvörðun um að senda okkur heim. Við mótmæltum þessu að harðlega á fundinum og lýstum því yfir að við teljum þessa ákvörðun ranga enda hefðum við ekki gert neitt rangt. Eftir að hafa lýst atburðarrásinni sem átti sér stað deginum áður þá spurðum við þeirrar einföldu spurningar; Hvað gerðum við rangt ? Eina svarið sem okkur var gefið er að það sé búið að taka þessa ákvörðun og um að við verðum sendir heim. Við segjum þá að við séum gríðarlega ósáttir og orðlausir yfir þessari ákvörðun þar sem við fórum í einu og öllu eftir þeim vinnureglum sem IHF setur sjálft fyrir mótið og ekki sé hægt að benda á hvað við gerum rangt. Við getum ekki á nokkurn hátt skilið af hverju það er verið að refsa okkur á svona grimmilegan hátt. Við höfum lagt ómælda vinnu í að koma okkur á meðal fremstu handknattleiksdómara í heiminum og að fá svona meðferð er okkur að öllu óskiljanleg. Einnig erum við leiðir með vinnubrögð IHF varðandi það að fréttatilkynning um að við værum á heimleið sé sett í loftið áður en okkur er tilkynnt um það. Við viljum taka það sérstaklega fram að Evrópska handknattleikssambandið ( EHF ) hafði samband við okkur að fyrrabragði og lýsti yfir 100% stuðningi sínum við okkur og ætlar að fara lengra með þetta mál. Í lokin þá langar okkur að taka fram að handknattleiksdómarar, eftirlitsmenn og handboltaáhugafólk víðsvegar af úr heiminum hafa sett sig í samband við okkur og lýst yfir stuðningi við okkur og hneykslan á þessari ákvörðun IHF að senda okkur heim. Fyrir það erum við þakklátir. Við vonum að þessi ákvörðun sem tekin var af IHF muni ekki skaða handknattleiksíþróttina á neinn hátt. Lifi handboltinn. Virðingarfyllst Anton Gylfi og Jónas Handbolti Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar HSÍ: Framkoman gagnvart Antoni og Jónasi til skammar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fréttu af því í fjölmiðlum að það væri búið að senda þá heim af HM í handbolta kvenna í Danmörku. 8. desember 2015 12:12 Mats Olsson um "markið" á HM í handbolta: Þetta er skandall Sú ákvörðun IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins, að senda íslenska dómaraparið Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson heim af HM kvenna í Danmörku hefur mælst misjafnlega fyrir. 8. desember 2015 15:07 Anton og Jónas sendir heim Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á HM í handbolta kvenna í Danmörku en þeir hafa verið sendir heim. 8. desember 2015 07:32 Anton og Jónas ætla ekkert að tjá sig um „markið“ | Myndband Íslenska dómaraparið var sent heim af HM kvenna í handbolta ásamt öllu starfsliði leiks Frakklands og Suður-Kóreu. 8. desember 2015 10:30 Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, kennir fljótfærni eftirlitsmannsins um hvernig fór þegar íslensku dómararnir dæmdu af löglegt mark í leik Frakklands og Suður-Kóreu á HM kvenna í handbolta. 9. desember 2015 06:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Handknattleiksdómararnir Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þeir fara yfir sína hlið á umdeilda atvikinu sem varð til þess að þeir voru sendir heim af heimsmeistaramóti kvenna í handbolta. Atvikið gerðist í stöðunni 6-6 í leik Suður Kóreu og Frakklands þegar skot frá leikmanni Suður Kóreu fór af slánni, niður á línu, aftur í slána og þá inn fyrir lína. Mistök með marklínutæknina varð hinsvegar til þess að eftirlitsdómari leiksins taldi að boltinn hafi ekki farið inn fyrir línuna. Anton og Jónas segja frá því hvað gerðist þegar þeir dæmdu markið af og þar kemur fram að það hafi algjörlega verið ákvörðun eftirlitsmanns leiksins. „Strax eftir leikinn þá fáum við þær fréttir að ákvörðun umsjónarmanns um að breyta markdómi yfir í útkast hafi verið kolrangur dómur. Okkur þótti þetta sorglegar fréttir þar sem leikurinn endaði 22-22 eftir stórskemmtilegan og spennandi leik. En hvað gátum við gert þar sem ákvörðun um að ógilda markdóm var ekki okkar ákvörðun," segir í yfirlýsingunni.Sjá einnig:Anton gerði ekkert rangt Þar fara þeir félagar einnig yfir það hversu ósanngjörn þessi niðurstaða málsins er. „Við getum ekki á nokkurn hátt skilið af hverju það er verið að refsa okkur á svona grimmilegan hátt. Við höfum lagt ómælda vinnu í að koma okkur á meðal fremstu handknattleiksdómara í heiminum og að fá svona meðferð er okkur að öllu óskiljanleg. Einnig erum við leiðir með vinnubrögð IHF varðandi það að fréttatilkynning um að við værum á heimleið sé sett í loftið áður en okkur er tilkynnt um það," segir í yfirlýsingunni. Það má lesa alla yfirlýsinguna hér fyrir neðan.Yfirlýsing frá EHF/IHF handknattleiksdómurunum Antoni Gylfa Pálssyni og Jónasi Elíassyni. Varðandi þá ákvörðun IHF að senda okkur heim frá HM kvenna í handknattleik þá langar okkur að koma eftirfarandi á framfæri: Dómarar, eftirlitsdómarar, umsjónarmenn og aðrir starfsmenn frá IHF ( Alþjóðlega handknattleikssambandið ) mættu til Danmerkur miðvikudaginn 2.desember. Strax um kvöldið voru haldnir fundir sem þar sem var farið yfir t.d. áherslur á mótinu, tekin skrifleg próf ásamt myndbandsprófi. Ein af aðaláherslum mótsins er barátta línumanns og varnarmanns. Einnig var vel farið yfir þær verklagsreglur þegar notast skal við myndbandsupptökur þegar vafi liggur á því hvort boltinn hafi verið inni eða ekki. Þær verklagsreglur sem voru kynntar eru eftirfarandi: • Stöðva leiktímann • Dómarar mega ekki koma að tímavarðarborðinu heldur eiga þeir að bíða úti á leikvellinum • Umsjónarmaður skoðar myndbandsupptöku og hann tekur ákvörun um hvort mark skuli dæma eða ekki • Staðfestingu sendir umsjónarmaður síðan í gegnum talstöðvasettið til dómara sem framfylgja þeirri staðfestingu (fyrirmælum). Í leik Suður Kóreu – Frakklands voru liðnar rúmlega 16 mínútur af leiknum og staðan var 6 – 6 þegar leikmaður Suður Kóreu tekur skot á markið. Eins og sést greinilega á myndbandsupptökum af atvikinu þá lyftir Anton Gylfi hendinni upp til merkis um að mark sé að ræða. Jónas lyftir einnig upp hendinni en það sést ekki á myndbandsupptökum. Vinnureglur sem IHF setur fyrir mótið kveða á um að skoða skuli öll vafaatriði um það, hvort boltinn hafi farið inn eða ekki. Eins og sést á viðbrögðum Antons þegar hann lyftir upp hendinni til að gefa til kynna að um mark hafi verið að ræða en stoppar síðan tímann. Viðbrögð okkar voru eftirfarandi: • Við stöðvum leiktímann • Við fórum ekki að tímavarðaborðinu heldur héldum okkar stöðum á vellinum • Umsjónarmaður var í sambandi við okkur í gegnum talstöðvarsettið og biður okkur að bíða þangað til að hann sé búinn að skoða upptökuna um hvort boltinn hafi verið inni eða ekki • Eftir að umsjónarmaður skoðar upptökuna þá tekur hann þá ákvörðun, að ekki hafi verið um mark að ræða. Við þessi skilaboð þá breytum við niðurstöðunni frá því að vera mark yfir í útkast. Strax eftir leikinn þá fáum við þær fréttir að ákvörðun umsjónarmanns um að breyta markdómi yfir í útkast hafi verið kolrangur dómur. Okkur þótti þetta sorglegar fréttir þar sem leikurinn endaði 22-22 eftir stórskemmtilegan og spennandi leik. En hvað gátum við gert þar sem ákvörðun um að ógilda markdóm var ekki okkar ákvörðun. Morguninn eftir hefst atburðarrás sem engin leið er fyrir okkur að skilja. Við vöknum við að fjölmiðlar eru farnir að hringja í okkur og vilja fá viðbrögð frá okkur. Við komumst að því að fréttatilkynning, þess efnis að það væri búið að taka ákvörðun um að senda okkur heim, hefði verið sett á netið fyrr um nóttina. Þar af leiðandi var þetta komið í alla fjölmiðla, ekki bara á Íslandi heldur út um allan heim, áður en sest var niður með okkur og okkur tilkynnt að við værum á leiðinni heim. Sama gilti um aðra starfsmenn IHF á áðurnefndum leik (umsjónarmanns, tímavarðar og ritara) Á fundinum sem var haldinn með okkur var það varaforseti IHF sem tilkynnti okkur að það væri búið að taka ákvörðun um að senda okkur heim. Við mótmæltum þessu að harðlega á fundinum og lýstum því yfir að við teljum þessa ákvörðun ranga enda hefðum við ekki gert neitt rangt. Eftir að hafa lýst atburðarrásinni sem átti sér stað deginum áður þá spurðum við þeirrar einföldu spurningar; Hvað gerðum við rangt ? Eina svarið sem okkur var gefið er að það sé búið að taka þessa ákvörðun og um að við verðum sendir heim. Við segjum þá að við séum gríðarlega ósáttir og orðlausir yfir þessari ákvörðun þar sem við fórum í einu og öllu eftir þeim vinnureglum sem IHF setur sjálft fyrir mótið og ekki sé hægt að benda á hvað við gerum rangt. Við getum ekki á nokkurn hátt skilið af hverju það er verið að refsa okkur á svona grimmilegan hátt. Við höfum lagt ómælda vinnu í að koma okkur á meðal fremstu handknattleiksdómara í heiminum og að fá svona meðferð er okkur að öllu óskiljanleg. Einnig erum við leiðir með vinnubrögð IHF varðandi það að fréttatilkynning um að við værum á heimleið sé sett í loftið áður en okkur er tilkynnt um það. Við viljum taka það sérstaklega fram að Evrópska handknattleikssambandið ( EHF ) hafði samband við okkur að fyrrabragði og lýsti yfir 100% stuðningi sínum við okkur og ætlar að fara lengra með þetta mál. Í lokin þá langar okkur að taka fram að handknattleiksdómarar, eftirlitsmenn og handboltaáhugafólk víðsvegar af úr heiminum hafa sett sig í samband við okkur og lýst yfir stuðningi við okkur og hneykslan á þessari ákvörðun IHF að senda okkur heim. Fyrir það erum við þakklátir. Við vonum að þessi ákvörðun sem tekin var af IHF muni ekki skaða handknattleiksíþróttina á neinn hátt. Lifi handboltinn. Virðingarfyllst Anton Gylfi og Jónas
Handbolti Tengdar fréttir Formaður dómaranefndar HSÍ: Framkoman gagnvart Antoni og Jónasi til skammar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fréttu af því í fjölmiðlum að það væri búið að senda þá heim af HM í handbolta kvenna í Danmörku. 8. desember 2015 12:12 Mats Olsson um "markið" á HM í handbolta: Þetta er skandall Sú ákvörðun IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins, að senda íslenska dómaraparið Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson heim af HM kvenna í Danmörku hefur mælst misjafnlega fyrir. 8. desember 2015 15:07 Anton og Jónas sendir heim Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á HM í handbolta kvenna í Danmörku en þeir hafa verið sendir heim. 8. desember 2015 07:32 Anton og Jónas ætla ekkert að tjá sig um „markið“ | Myndband Íslenska dómaraparið var sent heim af HM kvenna í handbolta ásamt öllu starfsliði leiks Frakklands og Suður-Kóreu. 8. desember 2015 10:30 Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, kennir fljótfærni eftirlitsmannsins um hvernig fór þegar íslensku dómararnir dæmdu af löglegt mark í leik Frakklands og Suður-Kóreu á HM kvenna í handbolta. 9. desember 2015 06:00 Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Formaður dómaranefndar HSÍ: Framkoman gagnvart Antoni og Jónasi til skammar Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson fréttu af því í fjölmiðlum að það væri búið að senda þá heim af HM í handbolta kvenna í Danmörku. 8. desember 2015 12:12
Mats Olsson um "markið" á HM í handbolta: Þetta er skandall Sú ákvörðun IHF, Alþjóðahandknattleikssambandsins, að senda íslenska dómaraparið Anton Gylfa Pálsson og Jónas Elíasson heim af HM kvenna í Danmörku hefur mælst misjafnlega fyrir. 8. desember 2015 15:07
Anton og Jónas sendir heim Íslenska dómaraparið Anton Gylfi Pálsson og Jónas Elíasson hafa lokið leik á HM í handbolta kvenna í Danmörku en þeir hafa verið sendir heim. 8. desember 2015 07:32
Anton og Jónas ætla ekkert að tjá sig um „markið“ | Myndband Íslenska dómaraparið var sent heim af HM kvenna í handbolta ásamt öllu starfsliði leiks Frakklands og Suður-Kóreu. 8. desember 2015 10:30
Formaður HSÍ: Anton gerði ekkert rangt Guðmundur B. Ólafsson, formaður Handknattleikssambands Íslands, kennir fljótfærni eftirlitsmannsins um hvernig fór þegar íslensku dómararnir dæmdu af löglegt mark í leik Frakklands og Suður-Kóreu á HM kvenna í handbolta. 9. desember 2015 06:00