Innanríkisráðherra segir taka tíma að styrkja löggæsluna Svavar Hávarðsson skrifar 25. nóvember 2015 07:00 220 lögregluþjóna þarf til starfa, segir ríkislögreglustjóri – 640 eru við störf. fréttablaðið/pjetur Alþingi Ólöf Nordal innanríkisráðherra tekur heils hugar undir það sjónarmið að auka verði framlög til löggæslunnar í landinu – en uppbyggingin sé langtímaverkefni. Ekki liggur fyrir hvernig aukafjárveitingu til lögreglu að upphæð 400 milljónir króna verður varið. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti máls á starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í gær. Hann sagði það óþolandi stöðu fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað mikið á sama tíma og íbúum landsins og ökutækjum á vegum úti, auk ferðamanna, hafi fjölgað jafn mikið og raun ber vitni.Ólöf NordalÓlöf sagði 400 milljóna króna aukaframlag viðleitni til að bæta starfsumhverfi lögreglunnar, en sagði það jafnframt að hraðar yrði ekki farið og þessi grundvallarstoð yrði ekki byggð upp nema á löngum tíma. „Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og vegna nýrra verkefna. Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsögðu líka aukið álag á lögregluna og við því verðum við að bregðast. Það er mjög mikilvægt að öryggi sé tryggt fyrir borgara þessa lands og þá gesti sem hingað koma,“ sagði Ólöf og ennfremur að við greiningu á lögregluembættum landsins hafi komið fram veikleikar í starfseminni sem sé brýnt að mæta. Árið 2013 var ákveðin aukafjárveiting til löggæslunnar að upphæð 500 milljónir króna – og sú upphæð mun verða varanleg á fjárlögum næstu ára. Því kemur 400 milljóna fjárveitingin nú því til viðbótar – og hefur 1,4 milljörðum aukalega því verið varið til lögreglunnar á síðustu árum, sem er töluvert minna en nefnd á vegum þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, lagði til árið 2013 eða að grunnfjárveitingar til lögreglunnar yrðu hækkaðar um a.m.k. 875 milljónir á ári umfram verðlagshækkanir fjárlaga á næstu fjórum árum eða um 3,5 milljarða króna á tímabilinu til þess að mæta nauðsynlegri fjölgun lögreglumanna, auka búnað lögreglunnar og menntun og þjálfun lögreglumanna. Þingmannanefnd undir formennsku Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vann tillögur að því hvernig féð var nýtt árið 2014, og var niðurstaðan 44 manna fjölgun í lögregluliðinu. Sama nefnd mælir með því að fjárveiting þessa árs verði nýtt með svipuðum hætti – og sami fjöldi verði ráðinn. Hins vegar er það ekki ljóst hvernig 400 milljóna aukaframlaginu því til viðbótar verður varið og skýrist eftir öryggis- og þjónustugreiningu í innanríkisráðuneytinu sem stendur yfir. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira
Alþingi Ólöf Nordal innanríkisráðherra tekur heils hugar undir það sjónarmið að auka verði framlög til löggæslunnar í landinu – en uppbyggingin sé langtímaverkefni. Ekki liggur fyrir hvernig aukafjárveitingu til lögreglu að upphæð 400 milljónir króna verður varið. Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Framsóknarflokksins, vakti máls á starfsumhverfi lögreglunnar á Alþingi í gær. Hann sagði það óþolandi stöðu fyrir alla að lögreglumönnum á vakt skuli hafa fækkað mikið á sama tíma og íbúum landsins og ökutækjum á vegum úti, auk ferðamanna, hafi fjölgað jafn mikið og raun ber vitni.Ólöf NordalÓlöf sagði 400 milljóna króna aukaframlag viðleitni til að bæta starfsumhverfi lögreglunnar, en sagði það jafnframt að hraðar yrði ekki farið og þessi grundvallarstoð yrði ekki byggð upp nema á löngum tíma. „Við vitum að verkefni lögreglunnar hafa stóraukist, bæði í almennri löggæslu og vegna nýrra verkefna. Mikill straumur ferðamanna hefur að sjálfsögðu líka aukið álag á lögregluna og við því verðum við að bregðast. Það er mjög mikilvægt að öryggi sé tryggt fyrir borgara þessa lands og þá gesti sem hingað koma,“ sagði Ólöf og ennfremur að við greiningu á lögregluembættum landsins hafi komið fram veikleikar í starfseminni sem sé brýnt að mæta. Árið 2013 var ákveðin aukafjárveiting til löggæslunnar að upphæð 500 milljónir króna – og sú upphæð mun verða varanleg á fjárlögum næstu ára. Því kemur 400 milljóna fjárveitingin nú því til viðbótar – og hefur 1,4 milljörðum aukalega því verið varið til lögreglunnar á síðustu árum, sem er töluvert minna en nefnd á vegum þáverandi innanríkisráðherra, Ögmundar Jónassonar, lagði til árið 2013 eða að grunnfjárveitingar til lögreglunnar yrðu hækkaðar um a.m.k. 875 milljónir á ári umfram verðlagshækkanir fjárlaga á næstu fjórum árum eða um 3,5 milljarða króna á tímabilinu til þess að mæta nauðsynlegri fjölgun lögreglumanna, auka búnað lögreglunnar og menntun og þjálfun lögreglumanna. Þingmannanefnd undir formennsku Vilhjálms Árnasonar, þingmanns Sjálfstæðisflokksins, vann tillögur að því hvernig féð var nýtt árið 2014, og var niðurstaðan 44 manna fjölgun í lögregluliðinu. Sama nefnd mælir með því að fjárveiting þessa árs verði nýtt með svipuðum hætti – og sami fjöldi verði ráðinn. Hins vegar er það ekki ljóst hvernig 400 milljóna aukaframlaginu því til viðbótar verður varið og skýrist eftir öryggis- og þjónustugreiningu í innanríkisráðuneytinu sem stendur yfir.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Fleiri fréttir Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Sjá meira