Stjórnvöld hafa örfáa daga til að forða stórslysi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 20:03 Stjórnvöld hafa örfáa daga til að standa við fyrirheit sín í tengslum við SALEK samkomulagið á vinnumarkaðnum. Að öðrum kosti er líklegt að kjarasamningar á almennum markaði losni allir í febrúar sem væri stórslys að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ein af megin forsendum þess að aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir SALEK samkomulagið svo kallaða í haust var að stjórnvöld gripu til mótvægisaðgerða vegna þess aukna kostnaðar sem samræmd launastefna ríkisins og almenna markaðarins til ársins 2018 leggði á fyrirtækin í landinu. Ein helsta aðgerðin væri að stjórnvöld lækkuðu tryggingagjald. Nú óttast fordystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að stjórnvöld ætli ekki að standa við sinn hlut. „Það hafa engin áform verið kynnt enn varðandi lækkun tryggingagjalds. Við höfum átt samtöl við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessa mikla kostnaðar sem felst í kjarasamningunum og við höfum fengið góð fyrirheit um að þau muni koma með okkur í það verkefni. En við verðum að lýsa vonbrigðum yfir með að það hafi ekki verið sýnt þau spil,“ segir Þorsteinn Víglundsson.Sjá einnig: SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Samtök atvinnulífsins vilja myndarlega lækkun tryggingagjaldsins sem nú er 7,5 prósent og vilja færa það niður í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka um 1,25 prósent á næsta ári sem myndi kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. „Það auðvitað þýðir að slík áform þarf að kynna í tengslum við fjárlagaumræðuna en annað er í raun ekki trúverðugt. Lækkun gjaldsins þyrfti að hefjast strax á næsta ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að SA hafi lagt mikla áherslu á að stjórnvöld muni þarna ganga hratt og örugglega til verks. Og tíminn er naumur því önnur umræða fjárlaga hefst í næstu viku og áætlað að Alþingi fari í jólaleyfi hinn 11. desember. „Það yrði stórslys vissulega og mikið áhyggjuefni ef þetta yrði til þess að hleypa samningaviðræðum enn og aftur í uppnám,“ segir Þorsteinn. Það séu alveg skýr skilaboð frá atvinnurekendum að þeir séu komnir upp að vegg vegna mikilla launahækkana sem verði meiri vegna SALEK samkomulagsins og við því verði að bregðast af hálfu stjórnvalda. „Og í raun er það skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að í þessa endurskoðun kjarasamninga verði ekki ráðist fyrr en samningar hafa náðst við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“ Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira
Stjórnvöld hafa örfáa daga til að standa við fyrirheit sín í tengslum við SALEK samkomulagið á vinnumarkaðnum. Að öðrum kosti er líklegt að kjarasamningar á almennum markaði losni allir í febrúar sem væri stórslys að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ein af megin forsendum þess að aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir SALEK samkomulagið svo kallaða í haust var að stjórnvöld gripu til mótvægisaðgerða vegna þess aukna kostnaðar sem samræmd launastefna ríkisins og almenna markaðarins til ársins 2018 leggði á fyrirtækin í landinu. Ein helsta aðgerðin væri að stjórnvöld lækkuðu tryggingagjald. Nú óttast fordystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að stjórnvöld ætli ekki að standa við sinn hlut. „Það hafa engin áform verið kynnt enn varðandi lækkun tryggingagjalds. Við höfum átt samtöl við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessa mikla kostnaðar sem felst í kjarasamningunum og við höfum fengið góð fyrirheit um að þau muni koma með okkur í það verkefni. En við verðum að lýsa vonbrigðum yfir með að það hafi ekki verið sýnt þau spil,“ segir Þorsteinn Víglundsson.Sjá einnig: SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Samtök atvinnulífsins vilja myndarlega lækkun tryggingagjaldsins sem nú er 7,5 prósent og vilja færa það niður í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka um 1,25 prósent á næsta ári sem myndi kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. „Það auðvitað þýðir að slík áform þarf að kynna í tengslum við fjárlagaumræðuna en annað er í raun ekki trúverðugt. Lækkun gjaldsins þyrfti að hefjast strax á næsta ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að SA hafi lagt mikla áherslu á að stjórnvöld muni þarna ganga hratt og örugglega til verks. Og tíminn er naumur því önnur umræða fjárlaga hefst í næstu viku og áætlað að Alþingi fari í jólaleyfi hinn 11. desember. „Það yrði stórslys vissulega og mikið áhyggjuefni ef þetta yrði til þess að hleypa samningaviðræðum enn og aftur í uppnám,“ segir Þorsteinn. Það séu alveg skýr skilaboð frá atvinnurekendum að þeir séu komnir upp að vegg vegna mikilla launahækkana sem verði meiri vegna SALEK samkomulagsins og við því verði að bregðast af hálfu stjórnvalda. „Og í raun er það skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að í þessa endurskoðun kjarasamninga verði ekki ráðist fyrr en samningar hafa náðst við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“
Mest lesið Bátar brenna í Bolungarvík Innlent Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Innlent „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Innlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Fleiri fréttir „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Sjá meira