Stjórnvöld hafa örfáa daga til að forða stórslysi Heimir Már Pétursson skrifar 28. nóvember 2015 20:03 Stjórnvöld hafa örfáa daga til að standa við fyrirheit sín í tengslum við SALEK samkomulagið á vinnumarkaðnum. Að öðrum kosti er líklegt að kjarasamningar á almennum markaði losni allir í febrúar sem væri stórslys að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ein af megin forsendum þess að aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir SALEK samkomulagið svo kallaða í haust var að stjórnvöld gripu til mótvægisaðgerða vegna þess aukna kostnaðar sem samræmd launastefna ríkisins og almenna markaðarins til ársins 2018 leggði á fyrirtækin í landinu. Ein helsta aðgerðin væri að stjórnvöld lækkuðu tryggingagjald. Nú óttast fordystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að stjórnvöld ætli ekki að standa við sinn hlut. „Það hafa engin áform verið kynnt enn varðandi lækkun tryggingagjalds. Við höfum átt samtöl við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessa mikla kostnaðar sem felst í kjarasamningunum og við höfum fengið góð fyrirheit um að þau muni koma með okkur í það verkefni. En við verðum að lýsa vonbrigðum yfir með að það hafi ekki verið sýnt þau spil,“ segir Þorsteinn Víglundsson.Sjá einnig: SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Samtök atvinnulífsins vilja myndarlega lækkun tryggingagjaldsins sem nú er 7,5 prósent og vilja færa það niður í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka um 1,25 prósent á næsta ári sem myndi kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. „Það auðvitað þýðir að slík áform þarf að kynna í tengslum við fjárlagaumræðuna en annað er í raun ekki trúverðugt. Lækkun gjaldsins þyrfti að hefjast strax á næsta ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að SA hafi lagt mikla áherslu á að stjórnvöld muni þarna ganga hratt og örugglega til verks. Og tíminn er naumur því önnur umræða fjárlaga hefst í næstu viku og áætlað að Alþingi fari í jólaleyfi hinn 11. desember. „Það yrði stórslys vissulega og mikið áhyggjuefni ef þetta yrði til þess að hleypa samningaviðræðum enn og aftur í uppnám,“ segir Þorsteinn. Það séu alveg skýr skilaboð frá atvinnurekendum að þeir séu komnir upp að vegg vegna mikilla launahækkana sem verði meiri vegna SALEK samkomulagsins og við því verði að bregðast af hálfu stjórnvalda. „Og í raun er það skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að í þessa endurskoðun kjarasamninga verði ekki ráðist fyrr en samningar hafa náðst við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“ Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira
Stjórnvöld hafa örfáa daga til að standa við fyrirheit sín í tengslum við SALEK samkomulagið á vinnumarkaðnum. Að öðrum kosti er líklegt að kjarasamningar á almennum markaði losni allir í febrúar sem væri stórslys að mati framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Ein af megin forsendum þess að aðilar vinnumarkaðarins skrifuðu undir SALEK samkomulagið svo kallaða í haust var að stjórnvöld gripu til mótvægisaðgerða vegna þess aukna kostnaðar sem samræmd launastefna ríkisins og almenna markaðarins til ársins 2018 leggði á fyrirtækin í landinu. Ein helsta aðgerðin væri að stjórnvöld lækkuðu tryggingagjald. Nú óttast fordystumenn ASÍ og Samtaka atvinnulífsins að stjórnvöld ætli ekki að standa við sinn hlut. „Það hafa engin áform verið kynnt enn varðandi lækkun tryggingagjalds. Við höfum átt samtöl við stjórnvöld um mótvægisaðgerðir vegna þessa mikla kostnaðar sem felst í kjarasamningunum og við höfum fengið góð fyrirheit um að þau muni koma með okkur í það verkefni. En við verðum að lýsa vonbrigðum yfir með að það hafi ekki verið sýnt þau spil,“ segir Þorsteinn Víglundsson.Sjá einnig: SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Samtök atvinnulífsins vilja myndarlega lækkun tryggingagjaldsins sem nú er 7,5 prósent og vilja færa það niður í 5 prósent í tveimur áföngum. Það þyrfti því að lækka um 1,25 prósent á næsta ári sem myndi kosta ríkissjóð 13 til 14 milljarða króna. „Það auðvitað þýðir að slík áform þarf að kynna í tengslum við fjárlagaumræðuna en annað er í raun ekki trúverðugt. Lækkun gjaldsins þyrfti að hefjast strax á næsta ári,“ segir Þorsteinn og bætir við að SA hafi lagt mikla áherslu á að stjórnvöld muni þarna ganga hratt og örugglega til verks. Og tíminn er naumur því önnur umræða fjárlaga hefst í næstu viku og áætlað að Alþingi fari í jólaleyfi hinn 11. desember. „Það yrði stórslys vissulega og mikið áhyggjuefni ef þetta yrði til þess að hleypa samningaviðræðum enn og aftur í uppnám,“ segir Þorsteinn. Það séu alveg skýr skilaboð frá atvinnurekendum að þeir séu komnir upp að vegg vegna mikilla launahækkana sem verði meiri vegna SALEK samkomulagsins og við því verði að bregðast af hálfu stjórnvalda. „Og í raun er það skýr afstaða Samtaka atvinnulífsins að í þessa endurskoðun kjarasamninga verði ekki ráðist fyrr en samningar hafa náðst við stjórnvöld um nauðsynlegar mótvægisaðgerðir.“
Mest lesið Epstein-skjölin birt Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Fleiri fréttir Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Sjá meira