Innlent

Yfir 60 fyrirtæki minnka losun

Svavar Hávarðsson skrifar
Flest stærstu fyrirtæki landsins eru með í verkefninu.
Flest stærstu fyrirtæki landsins eru með í verkefninu.
Rúmlega sextíu fyrirtæki munu skuldbinda sig til að setja sér markmið í loftslagsmálum og fylgja þeim eftir með aðgerðum sem miða að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og minnka myndun úrgangs. Þau skrifa undir yfirlýsingu þessa efnis í Höfða á mánudag og enn bætist í þann hóp, segir í yfirlýsingu frá Reykjavíkurborg.

Í hópi þeirra fyrirtækja sem ætla með yfirlýsingu og aðgerðum að minnka umhverfisspor sitt eru flest stærstu fyrirtæki landsins og stórar stofnanir eins og háskólarnir. Áhrif þessa sameiginlega átaks geta því orðið umtalsverð, er mat aðstandenda.

Reykjavíkurborg og Festa, miðstöð um samfélagsábyrgð fyrirtækja, halda utan um verkefnið og var aðildarfyrirtækjum Festu, stofnunum og fyrirtækjum Reykjavíkurborgar og 300 stærstu fyrirtækjum á Íslandi boðin þátttaka í verkefninu og hafa þau frest til og með 10. nóvember til að skrá sig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×