Dýrt að veita geðfötluðum ekki meðferð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 10. nóvember 2015 07:00 Hafrún Kristjánsdóttir, sálfræðingur. Um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma glímir við geðraskanir og enginn sjúkdómsflokkur er með meiri sjúkdómsbyrði í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þetta fer eingöngu brot af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Í doktorsritgerð Hafrúnar Kristjánsdóttur kemur fram að þeir peningar sem settir eru í gagnreynda meðferð við þunglyndi og kvíða, komi beint til baka í ríkissjóð og rúmlega það. Rannsóknin fjallar um leiðir til að auka aðgengi að sálfræðimeðferð. „Besta mögulega meðferðin er ekki dýr. Í flestum tilfellum er hugræn atferlismeðferð árangursríkasta meðferðin,“ segir Hafrún. „Talið er að eingöngu fjórðungur þeirra sem þjást af þunglyndi og kvíða fái einhverja meðferð en einungis fimm prósent fái þá meðferð sem er talin árangursríkust. Til samanburðar fá 80 til 90 prósent þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða meðferð og þar er biðtíminn mun styttri. Þetta finnst mér ótrúleg mismunun.“ Í rannsókninni skoðaði Hafrún hópmeðferð á heilsugæslunni við þunglyndi og kvíða. Boðið var upp á meðferðina á fimm heilsugæslustöðvum. Árangurinn reyndist góður og meðferðin hentaði vel á heilsugæslustöðvum enda aðgengi gott. „En eftir sjö ára árangursrannsókn, sem sýndi mjög jákvæðar niðurstöður, var ákveðið að bjóða upp á meðferðina á aðeins einni heilsugæslustöð. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að ef meðferðin verður til þess að einn af hverjum þúsund helst lengur á vinnumarkaði eða endar ekki á örorku, þá sé meðferðin búin að borga sig upp.“ Nýlega voru kynntar tillögur velferðarráðuneytisins í geðheilbrigðismálum. Þar er sérstakur liður um að aðgengi verði að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. „Það á að deila átta sálfræðingum niður á allar heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er vissulega viðleitni en það þarf svo mikið meira.“Hafrún bendir á að með því að setja meiri peninga í málaflokkinn sé hægt að koma í veg fyrir mikla vanlíðan en einnig sé hægt að spara mikið fjármagn. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi áætlaður 6 milljarðar, núvirði er 13 milljarðar. „Við getum hreinlega sparað pening með því að hjálpa fólki. Þar má nefna færri veikindadaga, minnkuð útgjöld vegna örorkubóta, auknar skattgreiðslur, meiri framleiðni og verg landsframleiðsla hækkar.“ Hafrún segir flesta vera sammála þessum niðurstöðum, vita hversu mikilvægur málaflokkurinn er og þekkja hagkvæmnina. Þrátt fyrir það sé aðgengi takmarkað og ekki sé boðið upp á bestu mögulegu meðferðirnar. „Barátta þessa hóps er ekki mjög hávær. Ef fólk með líkamlega sjúkdóma fær ekki bestu mögulegu meðferðina fer allt á hliðina í samfélaginu. Á meðan eru fleiri þúsund manns þarna úti sem fá ekki bestu mögulegu meðferðina við geðröskunum og það yppa allir öxlum.“ Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Um helmingur þeirra sem glíma við sjúkdóma glímir við geðraskanir og enginn sjúkdómsflokkur er með meiri sjúkdómsbyrði í heilbrigðiskerfinu. Þrátt fyrir þetta fer eingöngu brot af heildarútgjöldum heilbrigðiskerfisins í geðheilbrigði. Í doktorsritgerð Hafrúnar Kristjánsdóttur kemur fram að þeir peningar sem settir eru í gagnreynda meðferð við þunglyndi og kvíða, komi beint til baka í ríkissjóð og rúmlega það. Rannsóknin fjallar um leiðir til að auka aðgengi að sálfræðimeðferð. „Besta mögulega meðferðin er ekki dýr. Í flestum tilfellum er hugræn atferlismeðferð árangursríkasta meðferðin,“ segir Hafrún. „Talið er að eingöngu fjórðungur þeirra sem þjást af þunglyndi og kvíða fái einhverja meðferð en einungis fimm prósent fái þá meðferð sem er talin árangursríkust. Til samanburðar fá 80 til 90 prósent þeirra sem eiga við líkamlega sjúkdóma að stríða meðferð og þar er biðtíminn mun styttri. Þetta finnst mér ótrúleg mismunun.“ Í rannsókninni skoðaði Hafrún hópmeðferð á heilsugæslunni við þunglyndi og kvíða. Boðið var upp á meðferðina á fimm heilsugæslustöðvum. Árangurinn reyndist góður og meðferðin hentaði vel á heilsugæslustöðvum enda aðgengi gott. „En eftir sjö ára árangursrannsókn, sem sýndi mjög jákvæðar niðurstöður, var ákveðið að bjóða upp á meðferðina á aðeins einni heilsugæslustöð. Á sama tíma sýna niðurstöðurnar að ef meðferðin verður til þess að einn af hverjum þúsund helst lengur á vinnumarkaði eða endar ekki á örorku, þá sé meðferðin búin að borga sig upp.“ Nýlega voru kynntar tillögur velferðarráðuneytisins í geðheilbrigðismálum. Þar er sérstakur liður um að aðgengi verði að sálfræðingum á heilsugæslustöðvum. „Það á að deila átta sálfræðingum niður á allar heilsugæslustöðvar landsins. Þetta er vissulega viðleitni en það þarf svo mikið meira.“Hafrún bendir á að með því að setja meiri peninga í málaflokkinn sé hægt að koma í veg fyrir mikla vanlíðan en einnig sé hægt að spara mikið fjármagn. Árið 2000 var beinn og óbeinn kostnaður vegna þunglyndis á Íslandi áætlaður 6 milljarðar, núvirði er 13 milljarðar. „Við getum hreinlega sparað pening með því að hjálpa fólki. Þar má nefna færri veikindadaga, minnkuð útgjöld vegna örorkubóta, auknar skattgreiðslur, meiri framleiðni og verg landsframleiðsla hækkar.“ Hafrún segir flesta vera sammála þessum niðurstöðum, vita hversu mikilvægur málaflokkurinn er og þekkja hagkvæmnina. Þrátt fyrir það sé aðgengi takmarkað og ekki sé boðið upp á bestu mögulegu meðferðirnar. „Barátta þessa hóps er ekki mjög hávær. Ef fólk með líkamlega sjúkdóma fær ekki bestu mögulegu meðferðina fer allt á hliðina í samfélaginu. Á meðan eru fleiri þúsund manns þarna úti sem fá ekki bestu mögulegu meðferðina við geðröskunum og það yppa allir öxlum.“
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira