Rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendum samanburði Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar 10. nóvember 2015 00:00 Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elfa Ýr Gylfadóttir Fjölmiðlar Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Er það sjálfsagt að á litlu málsvæði og í fámennu samfélagi séu starfræktir öflugir fjölmiðlar sem hafa grundvallargildi faglegrar blaðamennsku að leiðarljósi? Í nágrannaríkjum okkar er ærnum tíma og miklum fjármunum varið til að tryggja starfsemi slíkra fjölmiðla. Almennt er litið svo á að slíkt gerist ekki af sjálfu sér, heldur þurfi að hlúa að starfs- og rekstrarumhverfi fjölmiðla, enda er samfélagið allt og lýðræðið í húfi ef ekki tekst vel til. Það er því fróðlegt að skoða rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla í erlendu samhengi. Af opinberri umræðu verður ráðið að rekstrarumhverfi íslenskra fjölmiðla sé erfitt. Þannig kostar einstök kvikmynd, íslenskur sjónvarpsþáttur, útvarpsþáttur eða ítarleg fréttaúttekt ekki hlutfallslega minna hér á landi en í tugmilljóna samfélögum. Framleiðslukostnaður er sá sami hvort sem markaðurinn tekur til 330 þúsund manna eða 60 milljóna. Þá er ótalinn kostnaður sem liggur í textun og talsetningu á erlendu efni hér á landi.Milljarða styrkir En hvernig er stefna stjórnvalda og rekstrarumhverfi fjölmiðla hér á landi í samanburði við nágrannaríki okkar? Á Norðurlöndunum og í Evrópu er milljörðum íslenskra króna ráðstafað í ríkisstyrki til fjölmiðla árlega. Á þessu ári fengu 144 norsk dagblöð 4,7 milljarða kr. í ríkisstyrki. Í Svíþjóð fengu dagblöð 7,8 milljarða kr. í ríkisstyrki í fyrra. Í Finnlandi fá dagblöð og netmiðlar opinbera styrki og sérstök áhersla er lögð á fjölmiðla á minnihlutatungumálum. Í Danmörku eru veittir dreifingarstyrkir, rekstrarstyrkir og styrkir til fjölmiðla til þróunar á netinu. Styrkir á árinu 2014 í Danmörku námu rúmlega 7 milljörðum króna. Í Bretlandi eru engir beinir ríkisstyrkir til fjölmiðlunar, eins og víða á meginlandi Evrópu, en dagblöð eru undanþegin virðisaukaskatti. Reynslan sýnir að virðisaukaskattsprósenta hefur mikið að segja um sölu og dreifingu fjölmiðla. Dagblöð í Noregi, Danmörku og Belgíu eru einnig undanþegin virðisaukaskatti. Í Svíþjóð, Hollandi og Portúgal er virðisaukaskattur á dagblöð 6%, 2,1% í Frakklandi, 2,5% í Sviss, 4% á Spáni, 7% í Þýskalandi og 5% í smáríkjunum Möltu og Kýpur. Eftir að hlutfall virðisaukaskatts hækkaði úr 7% í 11% um síðustu áramót er skattprósentan á íslensk dagblöð með því hæsta sem um getur í Evrópu. Í Bandaríkjunum hafa póstburðargjöld fyrir prentmiðla verið niðurgreidd frá árinu 1792. Niðurgreiðslan nemur um 250 milljörðum íslenskra króna. Þá nema skattaafslættir til prentmiðla um 110 milljörðum íslenskra króna.Faglegar og hlutlægar kröfur Styrkir eru kerfisbundið notaðir í Evrópu til að tryggja menningarlega fjölbreytni og fjölræði, koma í veg fyrir samþjöppun á fjölmiðlamarkaði og til að tryggja fagleg vinnubrögð á ritstjórnum. En forsenda styrkveitinga er jafnan að fjölmiðlar uppfylli fyrirfram ákveðnar faglegar og hlutlægar kröfur. Það er því til mikils að vinna fyrir eigendur fjölmiðla að fagleg blaða- og fréttamennska sé höfð í fyrirrúmi. Þegar haft er í huga að Ísland er örþjóð er hreint ótrúlegt hvað hér starfa þó margir fjölmiðlar sem miðla fjölbreyttu efni. Þegar skoðaðir eru beinir og óbeinir styrkir til fjölmiðla í nágrannaríkjum okkar verður samanburðurinn við Ísland enn ótrúlegri. Hvernig tryggjum við að hér verði áfram fjölbreyttir fjölmiðlar sem miðla efni á íslensku í framtíðinni?
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun