Guðspjall í formi hagfræðilíkans Gestur Guðmundsson skrifar 11. nóvember 2015 07:00 Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðistofnun Háskóla Íslands birti nýlega skýrsluna Efnahagsleg áhrif af styttingu framhaldsnáms. Skýrslan var gerð að beiðni menntamálaráðherra og er helsta framlag hans til mótunar stefnu um framhaldsskóla frá því að Hvítbók ráðuneytis kom út snemmsumars 2014. Því er rík þörf á að ræða skýrsluna. Skýrslan byggir á þeirri forsendu að þekking sem felst í sérfræðilegri háskólamenntun sé ein meginforsenda efnahagslegra framfara, en við lestur kemur í ljós sú þversögn að skýrslan byggir á mjög takmarkaðri þekkingu á menntun og samfélagslegu samhengi hennar. Sum helstu rök hennar eru byggð á samanburði við önnur norræn ríki þar sem einstök atriði eru tekin út úr samhengi sínu. Óspart er bent á að annars staðar á Norðurlöndum ljúki fleiri framhaldsskóla og talsvert fyrr en íslensk ungmenni. Þetta er m.a. rakið til mikillar vinnu íslenskra ungmenna með námi, sem er lýst með niðrandi orðum eins og „hálfkæringi“ og að vera „ginnkeyptur“ fyrir tekjumöguleikum, og afleiðingum mikillar vinnu er lýst þannig að ungmenni „hrasa á menntaveginum“.Þekkingar- og skilningsleysi Slíkt orðalag lýsir þekkingar- og skilningsleysi. Skýrsluhöfundar virðast ekki vita að annars staðar á Norðurlöndum er ungmennum veittur fjárhagslegur stuðningur, með háum barnabótum fram að 18 ára aldri og beinum framlögum til framhaldsskólanema sem orðnir eru 18 ára, en á Íslandi verða þau að vinna mikla vinnu með námi nema foreldrar þeirra geti og vilji sjá fyrir þeim að öllu leyti. Það ætti að vera skylda Hagfræðistofnunar að benda íslenskum stjórnvöldum á að vilji þau færa námsframvindu íslenskra ungmenna nær því sem gerist annars staðar á Norðurlöndum, verða þau að veita talsverðum fjárhæðum í námsstyrki. Annað atriði sem skýrsluhöfundar virðast ekki hafa áttað sig á er að framhaldsskólar á Íslandi sinna stærri hóp en gerist í öðrum norrænum ríkjum þar sem framhaldsskólar eru ekki opnir öllum á sama hátt og á Íslandi. Í fyrirmyndarlandinu Finnlandi fær talsverður hópur ekki aðgang að neinum framhaldsskóla að loknum grunnskóla, en er sendur út á þyrnum stráða braut atvinnuleysis, íhlaupavinnu og þátttöku í sérstökum úrræðum. Í Danmörku millilendir helmingur hvers árgangs milli grunn- og framhaldsskóla í „eftirskólum“, lýðháskólum og víðar, og kostnaður við þessi dýru úrræði kemur ekki inn á framhaldsskólalið ríkisreikninga. Á Íslandi hefur miklum fjármunum verið varið til almennra deilda framhaldsskóla sem leitast við að byggja brýr til frekari menntunar eða út í atvinnulíf fyrir þá sem ekki luku grunnskóla með tilskildum árangri. Þriðja atriðið sem ekki fær eðlilega umfjöllun er sú staðreynd að íslenskur vinnumarkaður býður íslenskum ungmennum upp á fleiri og betri atvinnutækifæri en í flestum eða öllum öðrum OECD-löndum. Spyrja má hvort rétt sé að þvinga íslensk ungmenni til að velja á milli þeirra og skólagöngu?Meingölluð vinna Að baki meingallaðrar vinnu Hagfræðistofnunar býr hugmynd sem þarf að ræða, hugmyndin um að hagkvæmast sé að mennta alla sem fyrst og njóta síðan menntunar þeirra í störfum sem lengst. Þessi hugmynd er svo heilög starfsmönnum Hagfræðistofnunar að þeir sjá ekki ástæðu til að ígrunda hana með gagnrýnni umfjöllun. Margir Íslendingar telja það hins vegar mannréttindi að geta farið talsvert á milli atvinnuþátttöku og náms, og rannsóknir sýna að margs konar atvinnureynsla kveikir oft námshvöt og nýtist vel sem undirbúningur undir nám. Ef við beinum augum frá hagfræðilíkani að raunverulegu fólki má spyrja: er fólk sem lýkur námi á þrítugsaldri ekki oft orðið hundleitt á sínu sérfræðistarfi á miðjum aldri og notar fyrsta tækifæri til að fara á eftirlaun, en fólk sem hefur stundað ýmis störf og fer seint í sérnám fær nýja kveikju og vinnur við sína nýju sérgrein eins lengi og samfélagið leyfir? Til menntamálaráðherra: byggjum menntastefnu ekki á einföldum líkönum heldur á reynslu og rannsóknum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun