Samfylkingin mælist undir 10% Jón Hákon Halldórsson og Fanney Birna Jónsdóttir skrifar 12. nóvember 2015 06:00 Könnun Fréttablaðsins sem gerð var 10. - 11. nóvember. „Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar. Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
„Það er nú ennþá dálítið í kosningar en við myndum náttúrulega vilja mælast betur,“ segir Óttar Proppe, formaður Bjartrar framtíðar, um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins. Samkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunarinnar er Björt framtíð með 2,9 prósent fylgi og næði ekki inn manni. Niðurstöðurnar eru svipaðar og þegar Fréttablaðið birti síðast könnun í júní. Samfylkingin hefur 8,2 prósent fylgi en Vinstri grænir 9,9 prósent og Framsóknarflokkurinn 9,9 prósent hvor. Munur Framsóknarflokksins, VG og Samfylkingarinnar er innan skekkjumarka. Píratar eru enn stærstir með rúm 36 prósent fylgi og Sjálfstæðisflokkurinn hefur 29,3 prósent fylgi. Þetta er í annað sinn sem Björt framtíð mælist ekki með þingmann í könnun Fréttablaðsins. Um miðjan júní mældist flokkurinn með 3,3 prósent fylgi en eru nú með 2,9 prósent fylgi. Guðmundur Steingrímsson, þáverandi formaður flokksins, sætti nokkurri gagnrýni í haust og ákvað að gefa ekki kost á sér til áframhaldandi formennsku þegar ársfundur Bjartrar framtíðar var haldinn í byrjun september. Óttar Proppé var síðan sjálfkjörinn formaður á ársfundinum. „Við þurfum að gera betur í að koma okkar áherslum á framfæri. Það er alveg augljóst. Augljóst að það heldur áfram að vera mikil gerjun í fylginu og það er í sjálfu sér bara stórmerkilegt,“ segir Óttar Proppe í samtali við Fréttablaðið. Landsfundir Sjálfstæðisflokksins og VG, sem fram fóru í lok október, virðast ekki heldur hafa mikil áhrif á fylgi þeirra flokka því að í könnun Fréttablaðsins í júní mældist Sjálfstæðisflokkurinn með 29,5 prósent og VG með 7,3 prósent. Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segist áfram draga þá ályktun að fólki vilji kerfisbreytingar í átt til aukins lýðræðis. Einnig að það séu undirliggjandi vandamál í stjórnsýslunni og kerfinu sem fólk vill fá breytt. „Og það vill breyta meiru heldur en einfaldlega hvaða stjórnmálamenn eru við völd eða hvaða skoðanir þeir hafa.“ Hvorki Árni Páll Árnason formaður Samfylkingarinnar, né Katrín Júlíusdóttir varaformaður, svöruðu símanum þegar Fréttablaðið sló á þráðinn til þeirra í gær. Könnunin var gerð þannig að hringt var í 1215 manns þar til náðist í 800 manns samkvæmt lagskiptu úrtaki dagana 10. og 11. nóvember. Svarhlutfallið var 65,8 prósent. Alls tóku 61,1 prósent þeirra sem náðist í afstöðu til spurningarinnar.
Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Innlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira