Erlent

Kúrdar sækja að borginni Sinjar

Atli Ísleifsson skrifar
Sinjar er hernaðarlega mikilvæg borg, nærri landamærunum að Sýrlandi.
Sinjar er hernaðarlega mikilvæg borg, nærri landamærunum að Sýrlandi. Vísir/AFP
Hersveitir Kúrda hafa hafið sókn gegn vígasveitum ISIS í norðurhluta Íraks í þeim tilgangi að ná borginni Sinjar aftur á sitt vald. Kúrdar njóta stuðnings Bandaríkjahers í aðgerðunum.

Sinjar er hernaðarlega mikilvæg borg, nærri landamærunum að Sýrlandi, og féll í hendur ISIS-liða á síðasta ári. Nái Kúrdar Sinjar aftur á sitt vald myndi það stöðva birgðaleiðir til helstu víga liðsmanna ISIS – Raqqa og Mosul.

Sjá einnig: Raunir Jasída: Kynlífsþrælkun, þjóðarmorð og misþyrming

Fall Sinjar á síðasta ári leiddi til þess að tugþúsundir úr minnihlutahópi Jasída neyddust til að flýja upp í hlíðar Sinjar-fjalls. Fleiri hundruð Jasídar voru drepnir og þúsundir kvenna og stúlkna rænt.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×