Þrjátíu prósent skráninga eru með villum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Forsvarsmenn SÁÁ hafa árum saman bent á auðvelt aðgengi fólks að lyfseðilsskyldum tauga og geðlyfjum. Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ segir mikilvægt að sporna við framboðinu. vísir/pjetur Gæðamat á lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gaf til kynna miklar skekkjur. Helga Birna Gunnarsdóttir, verðandi lyfjafræðingur, vann gæðamatið í umsjón Ingunnar Björnsdóttur, dósents við Óslóarháskóla. Í gæðamatinu kom í ljós að það voru villur í lyfjagagnagrunni, í svokölluðum DDD-gildum. „5.919 norræn vörunúmer voru skoðuð og gæðamatið gaf til kynna að það væru villur í um það bil 30 prósent tilvika. Villurnar voru misalvarlegar. Sumar voru af faglegum toga, aðrar mun saklausari og tengdust innslætti eða námundun. En þó var ljóst að það vantaði töluvert upp á faglega umsjón með lyfjagagnagrunninum og nauðsynlegt að sinna slíku betur til að hægt sé að nota grunninn til rannsókna með öruggum hætti,“ segir Helga Birna um niðurstöður gæðamatsins. Ingunn minnir á að rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn séu í sífelldri þróun. Til þess að það sé hægt að treysta á hann sem heimild þurfi að vera hægt að reiða sig á gögnin. Það sé ekki raunin í dag. „Misræmið í flokki tauga- og geðlyfja er áhyggjuefni því að í þeim flokki eru flestöll lyfin sem hægt er að misnota, þannig að þann flokk ætti Embætti landlæknis að leggja sérstaka áherslu á að hafa sem réttastan.“ Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, segir stofnunina hafa bent á auðvelt aðgengi lyfseðilsskyldra tauga- og geðlyfja árum saman. „Svartur markaður með þessi lyf er staðreynd, það er ánægjulegt ef það verður hægt að draga úr framboðinu,“ segir hún. Fréttablaðið greindi frá því í gær að læknar létu vita af lyfjaávísunum í þeirra nafni sem þeir vissu ekki um. Helst var um að ræða lyf í flokki tauga- og geðlyfja. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis sagðist binda vonir við að það væri hægt að minnka misnotkun lyfja með meira gagnsæi en nú geta læknar séð lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma en þannig komst upp um ávísanirnar.Lyf á borð við Ritalin og Concerta eru misnotuð, Valgerður segir efnunum sprautað í æð, þau tekin í nefið eða um munn.vísir/stefán Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira
Gæðamat á lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gaf til kynna miklar skekkjur. Helga Birna Gunnarsdóttir, verðandi lyfjafræðingur, vann gæðamatið í umsjón Ingunnar Björnsdóttur, dósents við Óslóarháskóla. Í gæðamatinu kom í ljós að það voru villur í lyfjagagnagrunni, í svokölluðum DDD-gildum. „5.919 norræn vörunúmer voru skoðuð og gæðamatið gaf til kynna að það væru villur í um það bil 30 prósent tilvika. Villurnar voru misalvarlegar. Sumar voru af faglegum toga, aðrar mun saklausari og tengdust innslætti eða námundun. En þó var ljóst að það vantaði töluvert upp á faglega umsjón með lyfjagagnagrunninum og nauðsynlegt að sinna slíku betur til að hægt sé að nota grunninn til rannsókna með öruggum hætti,“ segir Helga Birna um niðurstöður gæðamatsins. Ingunn minnir á að rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn séu í sífelldri þróun. Til þess að það sé hægt að treysta á hann sem heimild þurfi að vera hægt að reiða sig á gögnin. Það sé ekki raunin í dag. „Misræmið í flokki tauga- og geðlyfja er áhyggjuefni því að í þeim flokki eru flestöll lyfin sem hægt er að misnota, þannig að þann flokk ætti Embætti landlæknis að leggja sérstaka áherslu á að hafa sem réttastan.“ Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, segir stofnunina hafa bent á auðvelt aðgengi lyfseðilsskyldra tauga- og geðlyfja árum saman. „Svartur markaður með þessi lyf er staðreynd, það er ánægjulegt ef það verður hægt að draga úr framboðinu,“ segir hún. Fréttablaðið greindi frá því í gær að læknar létu vita af lyfjaávísunum í þeirra nafni sem þeir vissu ekki um. Helst var um að ræða lyf í flokki tauga- og geðlyfja. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis sagðist binda vonir við að það væri hægt að minnka misnotkun lyfja með meira gagnsæi en nú geta læknar séð lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma en þannig komst upp um ávísanirnar.Lyf á borð við Ritalin og Concerta eru misnotuð, Valgerður segir efnunum sprautað í æð, þau tekin í nefið eða um munn.vísir/stefán
Mest lesið Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Erlent Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Innlent Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Fleiri fréttir Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Sjá meira