Þrjátíu prósent skráninga eru með villum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Forsvarsmenn SÁÁ hafa árum saman bent á auðvelt aðgengi fólks að lyfseðilsskyldum tauga og geðlyfjum. Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ segir mikilvægt að sporna við framboðinu. vísir/pjetur Gæðamat á lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gaf til kynna miklar skekkjur. Helga Birna Gunnarsdóttir, verðandi lyfjafræðingur, vann gæðamatið í umsjón Ingunnar Björnsdóttur, dósents við Óslóarháskóla. Í gæðamatinu kom í ljós að það voru villur í lyfjagagnagrunni, í svokölluðum DDD-gildum. „5.919 norræn vörunúmer voru skoðuð og gæðamatið gaf til kynna að það væru villur í um það bil 30 prósent tilvika. Villurnar voru misalvarlegar. Sumar voru af faglegum toga, aðrar mun saklausari og tengdust innslætti eða námundun. En þó var ljóst að það vantaði töluvert upp á faglega umsjón með lyfjagagnagrunninum og nauðsynlegt að sinna slíku betur til að hægt sé að nota grunninn til rannsókna með öruggum hætti,“ segir Helga Birna um niðurstöður gæðamatsins. Ingunn minnir á að rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn séu í sífelldri þróun. Til þess að það sé hægt að treysta á hann sem heimild þurfi að vera hægt að reiða sig á gögnin. Það sé ekki raunin í dag. „Misræmið í flokki tauga- og geðlyfja er áhyggjuefni því að í þeim flokki eru flestöll lyfin sem hægt er að misnota, þannig að þann flokk ætti Embætti landlæknis að leggja sérstaka áherslu á að hafa sem réttastan.“ Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, segir stofnunina hafa bent á auðvelt aðgengi lyfseðilsskyldra tauga- og geðlyfja árum saman. „Svartur markaður með þessi lyf er staðreynd, það er ánægjulegt ef það verður hægt að draga úr framboðinu,“ segir hún. Fréttablaðið greindi frá því í gær að læknar létu vita af lyfjaávísunum í þeirra nafni sem þeir vissu ekki um. Helst var um að ræða lyf í flokki tauga- og geðlyfja. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis sagðist binda vonir við að það væri hægt að minnka misnotkun lyfja með meira gagnsæi en nú geta læknar séð lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma en þannig komst upp um ávísanirnar.Lyf á borð við Ritalin og Concerta eru misnotuð, Valgerður segir efnunum sprautað í æð, þau tekin í nefið eða um munn.vísir/stefán Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira
Gæðamat á lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gaf til kynna miklar skekkjur. Helga Birna Gunnarsdóttir, verðandi lyfjafræðingur, vann gæðamatið í umsjón Ingunnar Björnsdóttur, dósents við Óslóarháskóla. Í gæðamatinu kom í ljós að það voru villur í lyfjagagnagrunni, í svokölluðum DDD-gildum. „5.919 norræn vörunúmer voru skoðuð og gæðamatið gaf til kynna að það væru villur í um það bil 30 prósent tilvika. Villurnar voru misalvarlegar. Sumar voru af faglegum toga, aðrar mun saklausari og tengdust innslætti eða námundun. En þó var ljóst að það vantaði töluvert upp á faglega umsjón með lyfjagagnagrunninum og nauðsynlegt að sinna slíku betur til að hægt sé að nota grunninn til rannsókna með öruggum hætti,“ segir Helga Birna um niðurstöður gæðamatsins. Ingunn minnir á að rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn séu í sífelldri þróun. Til þess að það sé hægt að treysta á hann sem heimild þurfi að vera hægt að reiða sig á gögnin. Það sé ekki raunin í dag. „Misræmið í flokki tauga- og geðlyfja er áhyggjuefni því að í þeim flokki eru flestöll lyfin sem hægt er að misnota, þannig að þann flokk ætti Embætti landlæknis að leggja sérstaka áherslu á að hafa sem réttastan.“ Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, segir stofnunina hafa bent á auðvelt aðgengi lyfseðilsskyldra tauga- og geðlyfja árum saman. „Svartur markaður með þessi lyf er staðreynd, það er ánægjulegt ef það verður hægt að draga úr framboðinu,“ segir hún. Fréttablaðið greindi frá því í gær að læknar létu vita af lyfjaávísunum í þeirra nafni sem þeir vissu ekki um. Helst var um að ræða lyf í flokki tauga- og geðlyfja. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis sagðist binda vonir við að það væri hægt að minnka misnotkun lyfja með meira gagnsæi en nú geta læknar séð lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma en þannig komst upp um ávísanirnar.Lyf á borð við Ritalin og Concerta eru misnotuð, Valgerður segir efnunum sprautað í æð, þau tekin í nefið eða um munn.vísir/stefán
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Fleiri fréttir Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Sjá meira