Þrjátíu prósent skráninga eru með villum Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 13. nóvember 2015 07:00 Forsvarsmenn SÁÁ hafa árum saman bent á auðvelt aðgengi fólks að lyfseðilsskyldum tauga og geðlyfjum. Valgerður Rúnarsdóttir læknir hjá SÁÁ segir mikilvægt að sporna við framboðinu. vísir/pjetur Gæðamat á lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gaf til kynna miklar skekkjur. Helga Birna Gunnarsdóttir, verðandi lyfjafræðingur, vann gæðamatið í umsjón Ingunnar Björnsdóttur, dósents við Óslóarháskóla. Í gæðamatinu kom í ljós að það voru villur í lyfjagagnagrunni, í svokölluðum DDD-gildum. „5.919 norræn vörunúmer voru skoðuð og gæðamatið gaf til kynna að það væru villur í um það bil 30 prósent tilvika. Villurnar voru misalvarlegar. Sumar voru af faglegum toga, aðrar mun saklausari og tengdust innslætti eða námundun. En þó var ljóst að það vantaði töluvert upp á faglega umsjón með lyfjagagnagrunninum og nauðsynlegt að sinna slíku betur til að hægt sé að nota grunninn til rannsókna með öruggum hætti,“ segir Helga Birna um niðurstöður gæðamatsins. Ingunn minnir á að rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn séu í sífelldri þróun. Til þess að það sé hægt að treysta á hann sem heimild þurfi að vera hægt að reiða sig á gögnin. Það sé ekki raunin í dag. „Misræmið í flokki tauga- og geðlyfja er áhyggjuefni því að í þeim flokki eru flestöll lyfin sem hægt er að misnota, þannig að þann flokk ætti Embætti landlæknis að leggja sérstaka áherslu á að hafa sem réttastan.“ Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, segir stofnunina hafa bent á auðvelt aðgengi lyfseðilsskyldra tauga- og geðlyfja árum saman. „Svartur markaður með þessi lyf er staðreynd, það er ánægjulegt ef það verður hægt að draga úr framboðinu,“ segir hún. Fréttablaðið greindi frá því í gær að læknar létu vita af lyfjaávísunum í þeirra nafni sem þeir vissu ekki um. Helst var um að ræða lyf í flokki tauga- og geðlyfja. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis sagðist binda vonir við að það væri hægt að minnka misnotkun lyfja með meira gagnsæi en nú geta læknar séð lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma en þannig komst upp um ávísanirnar.Lyf á borð við Ritalin og Concerta eru misnotuð, Valgerður segir efnunum sprautað í æð, þau tekin í nefið eða um munn.vísir/stefán Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Gæðamat á lyfjagagnagrunni Embættis landlæknis gaf til kynna miklar skekkjur. Helga Birna Gunnarsdóttir, verðandi lyfjafræðingur, vann gæðamatið í umsjón Ingunnar Björnsdóttur, dósents við Óslóarháskóla. Í gæðamatinu kom í ljós að það voru villur í lyfjagagnagrunni, í svokölluðum DDD-gildum. „5.919 norræn vörunúmer voru skoðuð og gæðamatið gaf til kynna að það væru villur í um það bil 30 prósent tilvika. Villurnar voru misalvarlegar. Sumar voru af faglegum toga, aðrar mun saklausari og tengdust innslætti eða námundun. En þó var ljóst að það vantaði töluvert upp á faglega umsjón með lyfjagagnagrunninum og nauðsynlegt að sinna slíku betur til að hægt sé að nota grunninn til rannsókna með öruggum hætti,“ segir Helga Birna um niðurstöður gæðamatsins. Ingunn minnir á að rafræn gagnasöfn eins og íslenski lyfjagagnagrunnurinn séu í sífelldri þróun. Til þess að það sé hægt að treysta á hann sem heimild þurfi að vera hægt að reiða sig á gögnin. Það sé ekki raunin í dag. „Misræmið í flokki tauga- og geðlyfja er áhyggjuefni því að í þeim flokki eru flestöll lyfin sem hægt er að misnota, þannig að þann flokk ætti Embætti landlæknis að leggja sérstaka áherslu á að hafa sem réttastan.“ Valgerður Rúnarsdóttir, sérfræðilæknir í fíknlækningum á Vogi, segir stofnunina hafa bent á auðvelt aðgengi lyfseðilsskyldra tauga- og geðlyfja árum saman. „Svartur markaður með þessi lyf er staðreynd, það er ánægjulegt ef það verður hægt að draga úr framboðinu,“ segir hún. Fréttablaðið greindi frá því í gær að læknar létu vita af lyfjaávísunum í þeirra nafni sem þeir vissu ekki um. Helst var um að ræða lyf í flokki tauga- og geðlyfja. Ólafur B. Einarsson hjá Embætti landlæknis sagðist binda vonir við að það væri hægt að minnka misnotkun lyfja með meira gagnsæi en nú geta læknar séð lyfjasögu sjúklinga sinna í rauntíma en þannig komst upp um ávísanirnar.Lyf á borð við Ritalin og Concerta eru misnotuð, Valgerður segir efnunum sprautað í æð, þau tekin í nefið eða um munn.vísir/stefán
Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði