Innlent

Fundu lík barna í smábæ í Þýskalandi

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
"Þetta hefur gerst í okkar litla örugga heimi og þetta snertir íbúana sem eru miður sín,“ segir bæjarstjórinn í Wallenfels.
"Þetta hefur gerst í okkar litla örugga heimi og þetta snertir íbúana sem eru miður sín,“ segir bæjarstjórinn í Wallenfels. Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld í Þýskalandi segjast hafa fundið lík nokkurra barna í bæ nærri landamærunum við Tékkland. Börnin eru sögð vera sjö talsins en þau fundust í gær eftir að tilkynning barst frá konu í bænum Wallenfels. BBC greinir frá.

Lögregla segist enn eiga eftir að ræða við 45 ára konu sem var síðasti í íbúinn í húsnæðinu þar sem börnin fundust. Skoðun á líkunum er framundan en reiknað er með því að hún gæti tekið tíma þar sem líkin eru illa farin.

Hvorki liggur fyrir hve lengi líkin hafa verið í húsinu né hvernig dauða barnanna bar að. Þýskir miðlar segja að par með nokkurn börn hafi búið í húsinu en þau hafi skilið frekar nýlega. Bæjarstjórinn Jens Korn segir íbúa í áfalli.

„Þetta hefur gerst í okkar litla örugga heimi og þetta snertir íbúana sem eru miður sín.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×