Innlent

Kærður fyrir að dreifa mynd af kynlífsathöfnum ungmenna á netinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kærði er sakaður um að hafa birt myndina á Twitter-síðu sinni umræddan sunnudagsmorgun en myndin var svo fjarlægð nokkru síðar.
Kærði er sakaður um að hafa birt myndina á Twitter-síðu sinni umræddan sunnudagsmorgun en myndin var svo fjarlægð nokkru síðar.
Rúmlega tvítugur karlmaður hefur verið kærður til lögreglu fyrir dreifingu myndar af fólki undir lögaldri í kynlífsathöfnum. Þetta staðfestir réttargæslumaður stúlku sem er önnur tveggja sem sjást á mynd sem birtist á Twitter-síðu mannsins að morgni sunnudags fyrir viku.

Á myndinni sáust einnig tveir drengir en sá þriðji tók mynd af því sem fram fór og deildi á samfélagsmiðlinum Snapchat sem nýtur mikilla vinsælda meðal ungmenna. Kærði er sakaður um að hafa birt myndina á Twitter-síðu sinni umræddan sunnudagsmorgun en myndin var svo fjarlægð nokkru síðar.

Fótboltasíðan 433.is greindi fyrst frá því í gær að málið væri komið á borð lögreglu.

Árni Þór Sigmundsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu, vildi ekki tjá sig um málið að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×