Bónda gengur illa að verjast rjúpnaskyttum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Sumir veiðimenn á Öxarfjarðarheiði eru sagðir aka utan vegar og skjóta rjúpur út um bílglugga. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta var orðið eins og á Sýrlandi,“ segir Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lengi hefur varist ásókn rjúpnaveiðimanna sem virða ekki eignarrétt, reglur um rjúpnaveiðidaga eða akstur utanvega. Gunnar segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi hann frétt af tveimur mönnum sem festu bíl sinn inni á Búrfellsheiði. Hann hafi grennslast fyrir og heyrt að þeir væru stórtækir rjúpnaveiðimenn frá Húsavík. „Mér var sagt að þeir væru þekktir fyrir það að fara um allt á bíl og virða hvorki eignarlönd né rjúpnadaga,“ segir Gunnar sem viðurkennir að snúið gæti verið að sanna að mennirnir hafi verið á veiðum. Hins vegar hafi þeir skilið bíl sinn eftir þar sem hann bilaði utanvegar. „Ef bíllinn var utan slóða þá hefði verið hægt að sanna að þeir hafi verið í utanvegaakstri. Og það er miklu meiri sekt við því heldur en að vera tekinn ólöglegur á veiðum,“ segir Gunnar. Hann hringdi í lögregluna og bauðst til að vísa á bílinn. „En daginn eftir hringdi lögreglumaður í mig og sagðist ekki hafa fengið fjárveitingu í þessa ferð.“Sumir veiðimenn aka utan vegar og skjóta út um bílglugga. Fréttablaðið/VilhelmBóndinn rifjar upp dæmi af rjúpnaskyttum sem hann kærði fyrir nokkrum árum. „Ég fékk bréf frá ríkissaksóknara um að málið væri fellt niður vegna þess að sektin væri svo lítil miðað við fyrirhöfnina. Erum við ekki kominn í svolítið skrítið þjóðfélag?“ spyr hann. Langflestir rjúpnaveiðimenn fara að sögn Gunnars eftir reglum. Það séu þó ávallt nokkrir sem svari fullum hálsi ef gerðar eru athugasemdir við ólöglegar veiðar. „Það hefur verið stríð um rjúpnalandið hér uppi á heiðinni í áratugi. Landið er þannig að það er hægt að keyra um allt og menn fara á rjúpu án þess að fara út úr bílnum heldur senda bara hundinn eftir veiðinni,“ segir Gunnar. Um daginn hafi hann hringt í veiðimann sem ekki hirti um að fá leyfi. „Hann sagði mér bara að halda kjafti.“ Hreiðar Hreiðarsson, lögregluvarðstjóri á Húsavík, kveðst ekki þekkja tilvikið sem Gunnar nefnir en segir lögregluna algerlega meðvitaða um slík mál og fara í eftirlitsferðir eins og hægt sé. „En það er kannski einn maður á vakt og það skilar engu,“ bendir hann á. Hreiðar segir veiðivörslu fyrir rjúpnabændur ekki í verkahring lögreglu frekar en við laxveiðiár. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiðigæslu sjálfir, afla sönnunargagna og hreinlega mynda menn við veiðar. Þá geta þeir lagt fram kæru,“ segir Hreiðar. Varðstjórinn tekur undir með Gunnari bónda um framgöngu rjúpnaveiðimanna. „Veiðimenn á þessu svæði austur á Öxarfjarðarheiði haga sér náttúrlega bara eins og barbarar. Sú hegðun þar er alveg stórmerkileg og sér á parti,“ segir Hreiðar og nefnir, eins og Gunnar, veiðar út um bílglugga. „Menn fara á bílum eins og þeir mögulega geta og keyra upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita að rjúpum. Sumir skjóta út um gluggana og fara ekki fimmtíu metra frá bíl. Og þeir sem ætla að fara gangandi til rjúpna snúa bara við því að þeir fá bíl fram úr sér eftir hálftíma labb,“ segir varðstjórinn á Húsavík. Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
„Þetta var orðið eins og á Sýrlandi,“ segir Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lengi hefur varist ásókn rjúpnaveiðimanna sem virða ekki eignarrétt, reglur um rjúpnaveiðidaga eða akstur utanvega. Gunnar segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi hann frétt af tveimur mönnum sem festu bíl sinn inni á Búrfellsheiði. Hann hafi grennslast fyrir og heyrt að þeir væru stórtækir rjúpnaveiðimenn frá Húsavík. „Mér var sagt að þeir væru þekktir fyrir það að fara um allt á bíl og virða hvorki eignarlönd né rjúpnadaga,“ segir Gunnar sem viðurkennir að snúið gæti verið að sanna að mennirnir hafi verið á veiðum. Hins vegar hafi þeir skilið bíl sinn eftir þar sem hann bilaði utanvegar. „Ef bíllinn var utan slóða þá hefði verið hægt að sanna að þeir hafi verið í utanvegaakstri. Og það er miklu meiri sekt við því heldur en að vera tekinn ólöglegur á veiðum,“ segir Gunnar. Hann hringdi í lögregluna og bauðst til að vísa á bílinn. „En daginn eftir hringdi lögreglumaður í mig og sagðist ekki hafa fengið fjárveitingu í þessa ferð.“Sumir veiðimenn aka utan vegar og skjóta út um bílglugga. Fréttablaðið/VilhelmBóndinn rifjar upp dæmi af rjúpnaskyttum sem hann kærði fyrir nokkrum árum. „Ég fékk bréf frá ríkissaksóknara um að málið væri fellt niður vegna þess að sektin væri svo lítil miðað við fyrirhöfnina. Erum við ekki kominn í svolítið skrítið þjóðfélag?“ spyr hann. Langflestir rjúpnaveiðimenn fara að sögn Gunnars eftir reglum. Það séu þó ávallt nokkrir sem svari fullum hálsi ef gerðar eru athugasemdir við ólöglegar veiðar. „Það hefur verið stríð um rjúpnalandið hér uppi á heiðinni í áratugi. Landið er þannig að það er hægt að keyra um allt og menn fara á rjúpu án þess að fara út úr bílnum heldur senda bara hundinn eftir veiðinni,“ segir Gunnar. Um daginn hafi hann hringt í veiðimann sem ekki hirti um að fá leyfi. „Hann sagði mér bara að halda kjafti.“ Hreiðar Hreiðarsson, lögregluvarðstjóri á Húsavík, kveðst ekki þekkja tilvikið sem Gunnar nefnir en segir lögregluna algerlega meðvitaða um slík mál og fara í eftirlitsferðir eins og hægt sé. „En það er kannski einn maður á vakt og það skilar engu,“ bendir hann á. Hreiðar segir veiðivörslu fyrir rjúpnabændur ekki í verkahring lögreglu frekar en við laxveiðiár. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiðigæslu sjálfir, afla sönnunargagna og hreinlega mynda menn við veiðar. Þá geta þeir lagt fram kæru,“ segir Hreiðar. Varðstjórinn tekur undir með Gunnari bónda um framgöngu rjúpnaveiðimanna. „Veiðimenn á þessu svæði austur á Öxarfjarðarheiði haga sér náttúrlega bara eins og barbarar. Sú hegðun þar er alveg stórmerkileg og sér á parti,“ segir Hreiðar og nefnir, eins og Gunnar, veiðar út um bílglugga. „Menn fara á bílum eins og þeir mögulega geta og keyra upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita að rjúpum. Sumir skjóta út um gluggana og fara ekki fimmtíu metra frá bíl. Og þeir sem ætla að fara gangandi til rjúpna snúa bara við því að þeir fá bíl fram úr sér eftir hálftíma labb,“ segir varðstjórinn á Húsavík.
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira