Bónda gengur illa að verjast rjúpnaskyttum Garðar Örn Úlfarsson skrifar 14. nóvember 2015 06:00 Sumir veiðimenn á Öxarfjarðarheiði eru sagðir aka utan vegar og skjóta rjúpur út um bílglugga. Fréttablaðið/Vilhelm „Þetta var orðið eins og á Sýrlandi,“ segir Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lengi hefur varist ásókn rjúpnaveiðimanna sem virða ekki eignarrétt, reglur um rjúpnaveiðidaga eða akstur utanvega. Gunnar segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi hann frétt af tveimur mönnum sem festu bíl sinn inni á Búrfellsheiði. Hann hafi grennslast fyrir og heyrt að þeir væru stórtækir rjúpnaveiðimenn frá Húsavík. „Mér var sagt að þeir væru þekktir fyrir það að fara um allt á bíl og virða hvorki eignarlönd né rjúpnadaga,“ segir Gunnar sem viðurkennir að snúið gæti verið að sanna að mennirnir hafi verið á veiðum. Hins vegar hafi þeir skilið bíl sinn eftir þar sem hann bilaði utanvegar. „Ef bíllinn var utan slóða þá hefði verið hægt að sanna að þeir hafi verið í utanvegaakstri. Og það er miklu meiri sekt við því heldur en að vera tekinn ólöglegur á veiðum,“ segir Gunnar. Hann hringdi í lögregluna og bauðst til að vísa á bílinn. „En daginn eftir hringdi lögreglumaður í mig og sagðist ekki hafa fengið fjárveitingu í þessa ferð.“Sumir veiðimenn aka utan vegar og skjóta út um bílglugga. Fréttablaðið/VilhelmBóndinn rifjar upp dæmi af rjúpnaskyttum sem hann kærði fyrir nokkrum árum. „Ég fékk bréf frá ríkissaksóknara um að málið væri fellt niður vegna þess að sektin væri svo lítil miðað við fyrirhöfnina. Erum við ekki kominn í svolítið skrítið þjóðfélag?“ spyr hann. Langflestir rjúpnaveiðimenn fara að sögn Gunnars eftir reglum. Það séu þó ávallt nokkrir sem svari fullum hálsi ef gerðar eru athugasemdir við ólöglegar veiðar. „Það hefur verið stríð um rjúpnalandið hér uppi á heiðinni í áratugi. Landið er þannig að það er hægt að keyra um allt og menn fara á rjúpu án þess að fara út úr bílnum heldur senda bara hundinn eftir veiðinni,“ segir Gunnar. Um daginn hafi hann hringt í veiðimann sem ekki hirti um að fá leyfi. „Hann sagði mér bara að halda kjafti.“ Hreiðar Hreiðarsson, lögregluvarðstjóri á Húsavík, kveðst ekki þekkja tilvikið sem Gunnar nefnir en segir lögregluna algerlega meðvitaða um slík mál og fara í eftirlitsferðir eins og hægt sé. „En það er kannski einn maður á vakt og það skilar engu,“ bendir hann á. Hreiðar segir veiðivörslu fyrir rjúpnabændur ekki í verkahring lögreglu frekar en við laxveiðiár. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiðigæslu sjálfir, afla sönnunargagna og hreinlega mynda menn við veiðar. Þá geta þeir lagt fram kæru,“ segir Hreiðar. Varðstjórinn tekur undir með Gunnari bónda um framgöngu rjúpnaveiðimanna. „Veiðimenn á þessu svæði austur á Öxarfjarðarheiði haga sér náttúrlega bara eins og barbarar. Sú hegðun þar er alveg stórmerkileg og sér á parti,“ segir Hreiðar og nefnir, eins og Gunnar, veiðar út um bílglugga. „Menn fara á bílum eins og þeir mögulega geta og keyra upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita að rjúpum. Sumir skjóta út um gluggana og fara ekki fimmtíu metra frá bíl. Og þeir sem ætla að fara gangandi til rjúpna snúa bara við því að þeir fá bíl fram úr sér eftir hálftíma labb,“ segir varðstjórinn á Húsavík. Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira
„Þetta var orðið eins og á Sýrlandi,“ segir Gunnar Björnsson, bóndi í Sandfellshaga í Öxarfirði, sem lengi hefur varist ásókn rjúpnaveiðimanna sem virða ekki eignarrétt, reglur um rjúpnaveiðidaga eða akstur utanvega. Gunnar segir að á miðvikudag í síðustu viku hafi hann frétt af tveimur mönnum sem festu bíl sinn inni á Búrfellsheiði. Hann hafi grennslast fyrir og heyrt að þeir væru stórtækir rjúpnaveiðimenn frá Húsavík. „Mér var sagt að þeir væru þekktir fyrir það að fara um allt á bíl og virða hvorki eignarlönd né rjúpnadaga,“ segir Gunnar sem viðurkennir að snúið gæti verið að sanna að mennirnir hafi verið á veiðum. Hins vegar hafi þeir skilið bíl sinn eftir þar sem hann bilaði utanvegar. „Ef bíllinn var utan slóða þá hefði verið hægt að sanna að þeir hafi verið í utanvegaakstri. Og það er miklu meiri sekt við því heldur en að vera tekinn ólöglegur á veiðum,“ segir Gunnar. Hann hringdi í lögregluna og bauðst til að vísa á bílinn. „En daginn eftir hringdi lögreglumaður í mig og sagðist ekki hafa fengið fjárveitingu í þessa ferð.“Sumir veiðimenn aka utan vegar og skjóta út um bílglugga. Fréttablaðið/VilhelmBóndinn rifjar upp dæmi af rjúpnaskyttum sem hann kærði fyrir nokkrum árum. „Ég fékk bréf frá ríkissaksóknara um að málið væri fellt niður vegna þess að sektin væri svo lítil miðað við fyrirhöfnina. Erum við ekki kominn í svolítið skrítið þjóðfélag?“ spyr hann. Langflestir rjúpnaveiðimenn fara að sögn Gunnars eftir reglum. Það séu þó ávallt nokkrir sem svari fullum hálsi ef gerðar eru athugasemdir við ólöglegar veiðar. „Það hefur verið stríð um rjúpnalandið hér uppi á heiðinni í áratugi. Landið er þannig að það er hægt að keyra um allt og menn fara á rjúpu án þess að fara út úr bílnum heldur senda bara hundinn eftir veiðinni,“ segir Gunnar. Um daginn hafi hann hringt í veiðimann sem ekki hirti um að fá leyfi. „Hann sagði mér bara að halda kjafti.“ Hreiðar Hreiðarsson, lögregluvarðstjóri á Húsavík, kveðst ekki þekkja tilvikið sem Gunnar nefnir en segir lögregluna algerlega meðvitaða um slík mál og fara í eftirlitsferðir eins og hægt sé. „En það er kannski einn maður á vakt og það skilar engu,“ bendir hann á. Hreiðar segir veiðivörslu fyrir rjúpnabændur ekki í verkahring lögreglu frekar en við laxveiðiár. „Bændur þurfa að verða sér úti um sína veiðigæslu sjálfir, afla sönnunargagna og hreinlega mynda menn við veiðar. Þá geta þeir lagt fram kæru,“ segir Hreiðar. Varðstjórinn tekur undir með Gunnari bónda um framgöngu rjúpnaveiðimanna. „Veiðimenn á þessu svæði austur á Öxarfjarðarheiði haga sér náttúrlega bara eins og barbarar. Sú hegðun þar er alveg stórmerkileg og sér á parti,“ segir Hreiðar og nefnir, eins og Gunnar, veiðar út um bílglugga. „Menn fara á bílum eins og þeir mögulega geta og keyra upp í hvert gilið á fætur öðru til að leita að rjúpum. Sumir skjóta út um gluggana og fara ekki fimmtíu metra frá bíl. Og þeir sem ætla að fara gangandi til rjúpna snúa bara við því að þeir fá bíl fram úr sér eftir hálftíma labb,“ segir varðstjórinn á Húsavík.
Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Sjá meira