Innlent

Lögregla á Akureyri hafði afskipti af ölvaðri tólf ára stúlku

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt.
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt. Vísir/Pjetur
Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt og hafði afskipti af ölvuðum unglingum í gærkvöld og nótt.

Á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að lögreglan hafi leysti upp unglingasamkvæmi á Eyrinni í gærkvöld og í kjölfarið haft afskipti af ölvaðri stúlku sem hélt á landabrúsa sem hún hafði verið að drekka úr.

„Sú reyndist vera 12 ára gömul og var í gistingu hjá ættingjum á Akureyri en foreldrar hennar voru erlendis. Höfð voru afskipti af 6 öðrum ungmennum í og við miðbæ Akureyrar en þau reyndust öll vera ölvuð. Þau eru á aldrinum 14-16 ára. Ein stúlka reyndi að sparka og bíta í lögreglumennina.

Auk þess að vera ölvuð voru þau úti eftir að útvistartímanum lauk. Foreldrar þeirra voru látin sækja börnin og barnaverndaryfirvöldum gert viðvart.“

Við vildum geta sagt ykkur aðeins gleðilegri fréttir en því miður. Lögreglan á Akureyri hafði í nógu að snúast í nótt...

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Saturday, 14 November 2015

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×