Innlent

Hálka eða hálkublettir víða um land

atli ísleifsson skrifar
Keyrum varlega.
Keyrum varlega. Vísir/GVA
Hálka eða hálkublettir eru nú víða um land. Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að hálkublettir séu á Hellisheiði og í Þrengslum og snjóþekja á Suðurstrandavegi og Krýsuvíkurvegi.

„Á Vesturlandi og Vestfjörðum er hálka eða hálkublettir á flestum leiðum en snjóþekja á Fróðárheiði,  Laxárdalsheiði, Kleifaheiði og Hrafnseyrarheiði.

Vegir á Norðurlandi vestra eru með hálku eða hálkublettum.  Á Norðausturlandi éljagangur eða snjókoma fyrir austan Eyjafjörð og snjóþekja á vegum austur að Jökulsá á Fjöllum en þar fyrir austan er hálka eða hálkublettir.

Á Austurlandi er hálka á flestum fjallvegum en snjóþekja á Vatnsskarði eystra. Hálka er einnig á Borgarfjarðarvegi. Greiðfært er með ströndinni frá Reyðarfirði í Höfn en þar fyrir sunnan er eitthvað um hálkubletti eða hálku,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×