Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds í póstkassa og skrifstofugámi

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu hefur haft í nógu að snúast í dag. Vísir/stefán
Slökkvilið var kallað út í tvígang í Breiðholti í kvöld vegna elds í póstkassa annars vegar og í gámi við skrifstofuhús hins vegar. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðinu eru allar líkur á að um íkveikjur hafi verið að ræða en þó teljast málin ótengd.

Stigagangur fylltist af reyk þegar eldur kviknaði í póstkassanum um klukkan sjö í kvöld. Slökkvilið hefur reykræst ganginn.

Þá hefur óvanalega mikið verið að gera hjá slökkviliðinu í dag í sjúkraflutningum en sjúkraflutningamenn hafa farið í um fimmtíu verkefni nú klukkan átta að kvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×