Borga hönnun á umdeildri Álftaneslóð og íhuga að breyta í útivistarsvæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 17. nóvember 2015 07:00 Áratuga deilur um eignarhald og síðan skipulagsmál hafa staðið um sjávarlóðina Miðskóga 8 á Álftanesi. Vísir/Stefán Garðabær hefur samið við fyrrverandi eigendur lóðarinnar Miðskóga 8 á Álftanesi um greiðslur fyrir hönnunar- og skipulagsvinnu vegna breytinga sem þáverandi bæjarstjórn Álftaness lét gera á lóðinni. „Greiðslan er innt af hendi án nokkurrar viðurkenningar á bótaskyldu Garðabæjar vegna Sveitarfélagsins Álftaness,“ segir í samkomulaginu sem bæjarráð Garðabæjar samþykkti. Það gerir ráð fyrir að lóðareigendurnir fyrrverandi fái 2,5 milljónir króna. Hatrammar deilur voru lengi um umrædda lóð. Ágreiningur var um eignarhald en um og upp úr miðjum síðasta áratug var fyrst og fremst tekist á um hvort Miðskógar 8 væri í raun byggingarlóð. Hún er við sjávarsíðuna framan við einbýlishús Kristjáns Sveinbjörnssonar, sem var forseti bæjarstjórnar Álftaness þegar deilan stóð hæst. Lóðinni var meðal annars breytt í leiksvæði í skipulagi bæjarins um tíma en úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ógilti síðar þá ákvörðun bæjarstjórnarinnar.Miðskógar 8 er sjávarlóð. Fréttablaðið/StefánÍ desember 2008 sagði Kristján af sér sem forseti bæjarstjórnar að kröfu félaga sinna eftir að hann var bendlaður við nafnlausan óhróður um lóðareigandann á spjallsvæði sveitarfélagsins. Upp komst um Kristján með skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við tölvuver Grand Hótels í Reykjavík. Þangað hafði lögregla rakið sendinguna inn á spjallsvæðið. Hann var dæmdur til greiðslu bóta og málskostnaðar í Héraðsdómi Reykjaness og óhróðurinn gerður ómerkur. Miðskógar 8 hafa frá því í árslok 2013 verið í eigu ÍSB fasteigna sem er dótturfélag Íslandsbanka. Á árinu 2012 var lóðin auglýst til sölu á 15 milljónir króna og sögð vera „1.469,6 fermetra sjávarlóð undir einbýlishús á frábærum stað“. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar, bæjarritara í Garðabæ, er enn byggingarréttur á Miðskógum 8. Hins vegar hafi óformlegt samband verið haft við núverandi eiganda með kaup bæjarins á lóðinni í huga, hugsanlega með því að bjóða aðra lóð í skiptum. „Þá höfum við það bara í hendi okkar hvað verður úr með hana – hvort það verði reynt að laga hana betur að landinu eða jafnvel gert þarna opið svæði því það er álitamál hversu heppilegt svæðið er til byggingar, það er að segja hvort landið sé einfaldlega nægjanlegt. Og svo eru þessar hremmingar sem hafa orðið þarna í nágrenninu,“ segir bæjarritarinn.Hús fremst á þessari tölvugerðu mynd, framan við hús fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Álftaness, varð ekki að veruleika. Mynd/EON arkitektar Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira
Garðabær hefur samið við fyrrverandi eigendur lóðarinnar Miðskóga 8 á Álftanesi um greiðslur fyrir hönnunar- og skipulagsvinnu vegna breytinga sem þáverandi bæjarstjórn Álftaness lét gera á lóðinni. „Greiðslan er innt af hendi án nokkurrar viðurkenningar á bótaskyldu Garðabæjar vegna Sveitarfélagsins Álftaness,“ segir í samkomulaginu sem bæjarráð Garðabæjar samþykkti. Það gerir ráð fyrir að lóðareigendurnir fyrrverandi fái 2,5 milljónir króna. Hatrammar deilur voru lengi um umrædda lóð. Ágreiningur var um eignarhald en um og upp úr miðjum síðasta áratug var fyrst og fremst tekist á um hvort Miðskógar 8 væri í raun byggingarlóð. Hún er við sjávarsíðuna framan við einbýlishús Kristjáns Sveinbjörnssonar, sem var forseti bæjarstjórnar Álftaness þegar deilan stóð hæst. Lóðinni var meðal annars breytt í leiksvæði í skipulagi bæjarins um tíma en úrskurðarnefnd skipulags- og byggingarmála ógilti síðar þá ákvörðun bæjarstjórnarinnar.Miðskógar 8 er sjávarlóð. Fréttablaðið/StefánÍ desember 2008 sagði Kristján af sér sem forseti bæjarstjórnar að kröfu félaga sinna eftir að hann var bendlaður við nafnlausan óhróður um lóðareigandann á spjallsvæði sveitarfélagsins. Upp komst um Kristján með skoðun á upptökum úr eftirlitsmyndavélum við tölvuver Grand Hótels í Reykjavík. Þangað hafði lögregla rakið sendinguna inn á spjallsvæðið. Hann var dæmdur til greiðslu bóta og málskostnaðar í Héraðsdómi Reykjaness og óhróðurinn gerður ómerkur. Miðskógar 8 hafa frá því í árslok 2013 verið í eigu ÍSB fasteigna sem er dótturfélag Íslandsbanka. Á árinu 2012 var lóðin auglýst til sölu á 15 milljónir króna og sögð vera „1.469,6 fermetra sjávarlóð undir einbýlishús á frábærum stað“. Að sögn Guðjóns E. Friðrikssonar, bæjarritara í Garðabæ, er enn byggingarréttur á Miðskógum 8. Hins vegar hafi óformlegt samband verið haft við núverandi eiganda með kaup bæjarins á lóðinni í huga, hugsanlega með því að bjóða aðra lóð í skiptum. „Þá höfum við það bara í hendi okkar hvað verður úr með hana – hvort það verði reynt að laga hana betur að landinu eða jafnvel gert þarna opið svæði því það er álitamál hversu heppilegt svæðið er til byggingar, það er að segja hvort landið sé einfaldlega nægjanlegt. Og svo eru þessar hremmingar sem hafa orðið þarna í nágrenninu,“ segir bæjarritarinn.Hús fremst á þessari tölvugerðu mynd, framan við hús fyrrverandi forseta bæjarstjórnar Álftaness, varð ekki að veruleika. Mynd/EON arkitektar
Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Fleiri fréttir „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Sjá meira