Segir HSU ekki standa við samninga Sveinn Arnarson skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Skert þjónusta heilsugæslunnar hefur mikil áhrif á búsetuskilyrði í Rangárþingi eystra. Íbúar vilja hafa opið alla daga ársins. Fréttablaðið/Vilhelm Íbúar á Hvolsvelli og nærsveitum eru ósáttir við opnunartíma heilsugæslunnar í bænum. Heilsugæslan var lokuð frá því í júní og þar til nýverið vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem síðan urðu aldrei að veruleika. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, telur einnig heilbrigðisstofnun Suðurlands ekki standa við samninga sem gerðir hafa verið. Á hverju sumri er annaðhvort heilsugæslunni á Hvolsvelli eða á Hellu lokað til að nýta betur mannskap og minnka sumarafleysingar. Í sumar var heilsugæslunni á Hvolsvelli lokað en í stað þess að opnað væri aftur 1. september eins og verið hefur síðustu ár var ekki opnað fyrr en í byrjun vikunnar. Einnig var opnunartíminn styttur og aðeins opið þrjá daga í viku. Ástæður þess að ekki var opnað fyrr en núna í vikunni voru þær að fyrirhugaðar voru framkvæmdir við húsnæði heilsugæslunnar. Í ljós kom að engar framkvæmdir við húsnæðið hafa verið unnar á þessum tíma.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóriHjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSU, segir það ekki hafa komið til af góðu að ekki hafi verið framkvæmt við heilsugæsluna. „Það stóð til að breyta húsnæðinu en við fengum ekki verktaka í þetta. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hvenær við getum farið í þessi verk.“ Ísólfur Gylfi segir tvo verktaka á Hvolsvelli með samninga við Ríkiskaup en Heilbrigðisstofnunin hafi rætt við hvorugan. „Sveitarfélagið er einnig með samning við heilsugæsluna um að starfsmenn geti mætt milli átta og níu á morgnana og sveitarfélagið greiðir fyrir þá þjónustu. Það er ekki verið að standa við þá samninga með því að stytta opnunartímann,“ segir Ísólfur Gylfi. Ísólfur Gylfi minnir á að sveitarfélagið hafi sent frá sér harðorða ályktun um stöðu heilsugæslunnar og þrýstir á Heilbrigðisstofnunina að lengja opnunartímann á ný. Íbúar séu margir hverjir ósáttir við þessa skertu þjónustu sem komi sér verst fyrir þá íbúa sem búa á svæðinu. Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira
Íbúar á Hvolsvelli og nærsveitum eru ósáttir við opnunartíma heilsugæslunnar í bænum. Heilsugæslan var lokuð frá því í júní og þar til nýverið vegna fyrirhugaðra framkvæmda sem síðan urðu aldrei að veruleika. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri Rangárþings eystra, telur einnig heilbrigðisstofnun Suðurlands ekki standa við samninga sem gerðir hafa verið. Á hverju sumri er annaðhvort heilsugæslunni á Hvolsvelli eða á Hellu lokað til að nýta betur mannskap og minnka sumarafleysingar. Í sumar var heilsugæslunni á Hvolsvelli lokað en í stað þess að opnað væri aftur 1. september eins og verið hefur síðustu ár var ekki opnað fyrr en í byrjun vikunnar. Einnig var opnunartíminn styttur og aðeins opið þrjá daga í viku. Ástæður þess að ekki var opnað fyrr en núna í vikunni voru þær að fyrirhugaðar voru framkvæmdir við húsnæði heilsugæslunnar. Í ljós kom að engar framkvæmdir við húsnæðið hafa verið unnar á þessum tíma.Ísólfur Gylfi Pálmason sveitarstjóriHjörtur Kristjánsson, framkvæmdastjóri lækninga á HSU, segir það ekki hafa komið til af góðu að ekki hafi verið framkvæmt við heilsugæsluna. „Það stóð til að breyta húsnæðinu en við fengum ekki verktaka í þetta. Síðan verður tíminn að leiða í ljós hvenær við getum farið í þessi verk.“ Ísólfur Gylfi segir tvo verktaka á Hvolsvelli með samninga við Ríkiskaup en Heilbrigðisstofnunin hafi rætt við hvorugan. „Sveitarfélagið er einnig með samning við heilsugæsluna um að starfsmenn geti mætt milli átta og níu á morgnana og sveitarfélagið greiðir fyrir þá þjónustu. Það er ekki verið að standa við þá samninga með því að stytta opnunartímann,“ segir Ísólfur Gylfi. Ísólfur Gylfi minnir á að sveitarfélagið hafi sent frá sér harðorða ályktun um stöðu heilsugæslunnar og þrýstir á Heilbrigðisstofnunina að lengja opnunartímann á ný. Íbúar séu margir hverjir ósáttir við þessa skertu þjónustu sem komi sér verst fyrir þá íbúa sem búa á svæðinu.
Mest lesið Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Eldur í sendibíl á Miklubraut Innlent Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Erlent Fleiri fréttir Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Sjá meira