Breytingin í bóknámi 40% Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Í fyrra voru nemendur yfir 25 ára 17,4 prósent í framhaldsskólum. Í ár eru þeir 15,4 prósent nemenda. Fréttablaðið/Vilhelm Framhaldsskólanemum hefur fækkað um ríflega 1.600 á milli ára. Nemendum sem eru eldri en 25 ára í framhaldsskólum hefur fækkað um 742 og skýrir því brotthvarf þeirra tæplega helming fækkunar. Mesta fækkun eldri nemenda er á bóknámsbraut eða um fjörutíu prósent á einu ári.Oddný Harðardóttir þingmaður SamfylkingarinnarOddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fækkun eldri nemenda í framhaldsskólum alvarlegt mál. Hún segir hana afleiðingu takmarkana í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Í frumvarpinu var ekki gert ráð fyrir nemendum sem eru eldri en 25 ára á bóknámsbrautum í framhaldsskólum. Skólum var aftur á móti ekki bannað að taka inn eldri nemendur ef þeir höfðu pláss fyrir þá. „Skilaboðin til eldri nemenda voru skýr. Ef þið viljið fara á bóknámsbraut þá farið þið á Bifröst, Keili eða HR þar sem þarf að borga hundruð þúsunda fyrir önnina,“ segir Oddný. Á heimasíðum skólanna kemur fram að ein önn kosti 85 til 225 þúsund. Þar fyrir utan þarf fólk að hafa lokið talsverðu námi á framhaldsskólastigi til að fá inngöngu í námið í þessum skólum. Oddný segir það staðreynd að kostnaður og flutningar fæli einhverja frá námi. „Tökum sem dæmi einstæða móður í Fjallabyggð sem hefði getað fyrir breytingu gengið yfir götuna og farið á bóknámsbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Fyrir utan mun hærri skólagjöld þarf viðkomandi að rífa sig upp og flytja með tilheyrandi kostnaði til að ná sér í viðbótarmenntun.“ Oddný segir að verið sé að gera fólki erfitt fyrir. „Við sem þjóð eigum að hvetja fólk til að ná sér í menntun. Þetta er ekki menntastefna sem mér líkar.“Athygli vekur að mesta heildarfækkun framhaldsskólanemenda er á starfs- og listbrautum. Nemendum hefur fækkað um þúsund milli ára eða um tæplega tólf prósent, þrátt fyrir mikla umræðu síðustu ár um skort á iðn- og tæknimenntuðu starfsfólki. Nemendur sem eru eldri en 25 ára skýra eingöngu tæplega þriðjung fækkunar nemenda. Í talnaefni Hagstofu Íslands koma ekki fram sveiflur í árgöngum sem gætu skýrt fækkun framhaldsskólanema milli ára. Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira
Framhaldsskólanemum hefur fækkað um ríflega 1.600 á milli ára. Nemendum sem eru eldri en 25 ára í framhaldsskólum hefur fækkað um 742 og skýrir því brotthvarf þeirra tæplega helming fækkunar. Mesta fækkun eldri nemenda er á bóknámsbraut eða um fjörutíu prósent á einu ári.Oddný Harðardóttir þingmaður SamfylkingarinnarOddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fækkun eldri nemenda í framhaldsskólum alvarlegt mál. Hún segir hana afleiðingu takmarkana í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Í frumvarpinu var ekki gert ráð fyrir nemendum sem eru eldri en 25 ára á bóknámsbrautum í framhaldsskólum. Skólum var aftur á móti ekki bannað að taka inn eldri nemendur ef þeir höfðu pláss fyrir þá. „Skilaboðin til eldri nemenda voru skýr. Ef þið viljið fara á bóknámsbraut þá farið þið á Bifröst, Keili eða HR þar sem þarf að borga hundruð þúsunda fyrir önnina,“ segir Oddný. Á heimasíðum skólanna kemur fram að ein önn kosti 85 til 225 þúsund. Þar fyrir utan þarf fólk að hafa lokið talsverðu námi á framhaldsskólastigi til að fá inngöngu í námið í þessum skólum. Oddný segir það staðreynd að kostnaður og flutningar fæli einhverja frá námi. „Tökum sem dæmi einstæða móður í Fjallabyggð sem hefði getað fyrir breytingu gengið yfir götuna og farið á bóknámsbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Fyrir utan mun hærri skólagjöld þarf viðkomandi að rífa sig upp og flytja með tilheyrandi kostnaði til að ná sér í viðbótarmenntun.“ Oddný segir að verið sé að gera fólki erfitt fyrir. „Við sem þjóð eigum að hvetja fólk til að ná sér í menntun. Þetta er ekki menntastefna sem mér líkar.“Athygli vekur að mesta heildarfækkun framhaldsskólanemenda er á starfs- og listbrautum. Nemendum hefur fækkað um þúsund milli ára eða um tæplega tólf prósent, þrátt fyrir mikla umræðu síðustu ár um skort á iðn- og tæknimenntuðu starfsfólki. Nemendur sem eru eldri en 25 ára skýra eingöngu tæplega þriðjung fækkunar nemenda. Í talnaefni Hagstofu Íslands koma ekki fram sveiflur í árgöngum sem gætu skýrt fækkun framhaldsskólanema milli ára.
Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn Sjá meira