Breytingin í bóknámi 40% Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2015 07:00 Í fyrra voru nemendur yfir 25 ára 17,4 prósent í framhaldsskólum. Í ár eru þeir 15,4 prósent nemenda. Fréttablaðið/Vilhelm Framhaldsskólanemum hefur fækkað um ríflega 1.600 á milli ára. Nemendum sem eru eldri en 25 ára í framhaldsskólum hefur fækkað um 742 og skýrir því brotthvarf þeirra tæplega helming fækkunar. Mesta fækkun eldri nemenda er á bóknámsbraut eða um fjörutíu prósent á einu ári.Oddný Harðardóttir þingmaður SamfylkingarinnarOddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fækkun eldri nemenda í framhaldsskólum alvarlegt mál. Hún segir hana afleiðingu takmarkana í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Í frumvarpinu var ekki gert ráð fyrir nemendum sem eru eldri en 25 ára á bóknámsbrautum í framhaldsskólum. Skólum var aftur á móti ekki bannað að taka inn eldri nemendur ef þeir höfðu pláss fyrir þá. „Skilaboðin til eldri nemenda voru skýr. Ef þið viljið fara á bóknámsbraut þá farið þið á Bifröst, Keili eða HR þar sem þarf að borga hundruð þúsunda fyrir önnina,“ segir Oddný. Á heimasíðum skólanna kemur fram að ein önn kosti 85 til 225 þúsund. Þar fyrir utan þarf fólk að hafa lokið talsverðu námi á framhaldsskólastigi til að fá inngöngu í námið í þessum skólum. Oddný segir það staðreynd að kostnaður og flutningar fæli einhverja frá námi. „Tökum sem dæmi einstæða móður í Fjallabyggð sem hefði getað fyrir breytingu gengið yfir götuna og farið á bóknámsbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Fyrir utan mun hærri skólagjöld þarf viðkomandi að rífa sig upp og flytja með tilheyrandi kostnaði til að ná sér í viðbótarmenntun.“ Oddný segir að verið sé að gera fólki erfitt fyrir. „Við sem þjóð eigum að hvetja fólk til að ná sér í menntun. Þetta er ekki menntastefna sem mér líkar.“Athygli vekur að mesta heildarfækkun framhaldsskólanemenda er á starfs- og listbrautum. Nemendum hefur fækkað um þúsund milli ára eða um tæplega tólf prósent, þrátt fyrir mikla umræðu síðustu ár um skort á iðn- og tæknimenntuðu starfsfólki. Nemendur sem eru eldri en 25 ára skýra eingöngu tæplega þriðjung fækkunar nemenda. Í talnaefni Hagstofu Íslands koma ekki fram sveiflur í árgöngum sem gætu skýrt fækkun framhaldsskólanema milli ára. Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Framhaldsskólanemum hefur fækkað um ríflega 1.600 á milli ára. Nemendum sem eru eldri en 25 ára í framhaldsskólum hefur fækkað um 742 og skýrir því brotthvarf þeirra tæplega helming fækkunar. Mesta fækkun eldri nemenda er á bóknámsbraut eða um fjörutíu prósent á einu ári.Oddný Harðardóttir þingmaður SamfylkingarinnarOddný Harðardóttir, þingmaður Samfylkingar, segir fækkun eldri nemenda í framhaldsskólum alvarlegt mál. Hún segir hana afleiðingu takmarkana í fjárlagafrumvarpinu fyrir 2015. Í frumvarpinu var ekki gert ráð fyrir nemendum sem eru eldri en 25 ára á bóknámsbrautum í framhaldsskólum. Skólum var aftur á móti ekki bannað að taka inn eldri nemendur ef þeir höfðu pláss fyrir þá. „Skilaboðin til eldri nemenda voru skýr. Ef þið viljið fara á bóknámsbraut þá farið þið á Bifröst, Keili eða HR þar sem þarf að borga hundruð þúsunda fyrir önnina,“ segir Oddný. Á heimasíðum skólanna kemur fram að ein önn kosti 85 til 225 þúsund. Þar fyrir utan þarf fólk að hafa lokið talsverðu námi á framhaldsskólastigi til að fá inngöngu í námið í þessum skólum. Oddný segir það staðreynd að kostnaður og flutningar fæli einhverja frá námi. „Tökum sem dæmi einstæða móður í Fjallabyggð sem hefði getað fyrir breytingu gengið yfir götuna og farið á bóknámsbraut í Menntaskólanum á Tröllaskaga. Fyrir utan mun hærri skólagjöld þarf viðkomandi að rífa sig upp og flytja með tilheyrandi kostnaði til að ná sér í viðbótarmenntun.“ Oddný segir að verið sé að gera fólki erfitt fyrir. „Við sem þjóð eigum að hvetja fólk til að ná sér í menntun. Þetta er ekki menntastefna sem mér líkar.“Athygli vekur að mesta heildarfækkun framhaldsskólanemenda er á starfs- og listbrautum. Nemendum hefur fækkað um þúsund milli ára eða um tæplega tólf prósent, þrátt fyrir mikla umræðu síðustu ár um skort á iðn- og tæknimenntuðu starfsfólki. Nemendur sem eru eldri en 25 ára skýra eingöngu tæplega þriðjung fækkunar nemenda. Í talnaefni Hagstofu Íslands koma ekki fram sveiflur í árgöngum sem gætu skýrt fækkun framhaldsskólanema milli ára.
Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira