Pálína: Við erum allar á sama aldri, hættu þessu Tómas Þór Þórðarson skrifar 19. nóvember 2015 12:00 Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan. Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Stelpurnar okkar í kvennalandsliðinu í körfubolta hefja leik í undankeppni EM 2017 á laugardaginn þegar þær mæta firnasterku liði Ungverja í Miskolc. Þær eiga einnig leik framundan gegn öðru mjög góðu liði, Slóvakíu, en bæði Ungverjar og Slóvakar voru með á síðasta Evrópumóti. „Fyrst og fremst erum við spenntar og þakklátar fyrir að fá að taka þátt í þessu. Við höfum ekki fengið að fara í svona mót í langan tíma þannig við erum spenntar,“ segir Pálína Gunnlaugsdóttir, einn af lykilmönnum íslenska liðsins, í samtali við Vísi. Bæði Ungverjar og Slóvakar eru með hávaxnari lið en Ísland eins og þau eru nú flest. Í liði Ungverja er stelpa upp á 208 cm þannig varnarleikurinn þarf að vera öflugur.Pálína á æfingu kvennalandsliðsins í vikunni.vísir/stefán„Við þurfum að einblína á vörnina og spá í hvað við ætlum að gera á móti þessum stóru stelpum sem við erum að fara að spila við,“ segir Pálína. „Ég hef alltaf sagt að maður þarf ekki að vera hár til að taka fráköst og ég held að ég sé sönnun fyrir því. Með baráttu og vilja eru þessu liði allir vegir færir.“ Stelpurnar hafa tekið þátt í C-deild Evrópumótsins undanfarin ár og Smáþjóðaleikunum en fá nú að mæta tveimur af sterkustu þjóðum Evrópu í undankeppni EM 2017. „Við erum búnar að vera á þessum litlu mótum en nú horfðum við á strákana gera gríðarlega flotta hluti í sumar. Við erum ótrúlega spenntar að fá að takast á við verðug verkefni,“ segir Pálína sem þráir að eiga „Ég er kominn heim“-stund eins og karlalandsliðið í Berlín. „Algjörlega. Þetta er ein stærsta stund á íþróttaferli þessara stráka og það yrði algjör draumur fyrir okkur stelpurnar að gera slíkt hið sama,“ segir hún. Þrátt fyrir að vera aðeins 28 ára gömul er þessi magnaði leikmaður og mikli reynslubolti aldursforsetinn í liðinu. „Mér líður ekki þannig, alls ekki. Við erum allar á sama aldrinum. Hættu þessu, maður,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir hlægjandi að lokum. Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að neðan.
Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00 Mest lesið Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Körfubolti „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ Körfubolti „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Birkir Bjarnason leggur skóna á hilluna Fótbolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir EM í dag: Helgin frá helvíti Erfitt að sofa og vera einn með eigin hugsunum Ísland með verstu þriggja stiga nýtinguna á EM „Hlýtur eitthvað skrýtið að hafa átt sér stað í höfði þessara einstaklinga“ KKÍ kvartar til FIBA vegna dómgæslunnar Besta sætið um Tryggva: „Hafði aldrei heyrt um Eið Smára, Jón Arnór eða Óla Stef“ Bara ofurstjörnur úr NBA með hærra framlag en Tryggvi á EM Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins „Fannst tækifærið vera tekið af okkur“ „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ „Bíður í átta ár eftir svona móti og þetta eru vinnubrögðin“ Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ „Hjartað rifið úr okkur“ „Þetta er bara gullfallegt“ Einkunnir á móti Póllandi: Tryggvi í tröllaham og nóg af töffurum í liðinu Myndasyrpa: Stuðningsmenn Íslands glaðir og ekki búnir að gefast upp Ísraelar lögðu Frakka og lyftu sér á toppinn Uppgjör: Pólland - Ísland 84-75 | Tækifærið á sigrinum hrifsað af Íslandi Íslendingar hita upp í Katowice Belgarnir espuðu upp Doncic og hann svaraði með stórleik EM í dag með Jóni Arnóri: „Við þurfum smá fokk it mode“ „Ein besta manneskja sem ég hef kynnst“ Myndasyrpa: Stúkan blá í svekkjandi tapi Loyd kreisti fram sigur fyrir Pólland EM í dag: Fimm mínútna martröð Doncic og félagar í brasi Skýrsla Vals: Illt í sálinni „Hentar okkur illa að minnka hraðann og verja forskot“ Sjá meira
Fjórar systur á leið með landsliðinu til Ungverjalands Íslenska kvennalandsliðið í körfubolta flaug í morgun út til Ungverjalands þar sem liðið mætir heimastúlkum á laugardaginn í fyrsta leik í undankeppni EM. 19. nóvember 2015 06:00