Körfubolti

Áttatíu stiga sigur Keflavíkur

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Magnús Þór skoraði 17 af 136 stigum Keflavíkur.
Magnús Þór skoraði 17 af 136 stigum Keflavíkur. vísir/daníel
Keflavík átti greiða leið í 16-liða úrslitin Powerade-bikars karla en í dag vann liðið 80 stiga risasigur á KV, 56-136, í íþróttahúsi Kennaraháskólans.

Topplið Domino's deildarinnar hafði eins og tölurnar gefa til kynna gríðarlega yfirburði í leiknum og leiddi með 39 stigum í hálfleik, 28-67.

Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflavíkur, gat leyft sér að hvíla lykilmenn en allir leikmenn liðsins léku í 10 mínútur eða meira í dag.

Earl Brown var stigahæstur í liði Keflvíkinga með 36 stig en hann tók einnig níu fráköst. Magnús Þór Gunnarsson og Ragnar Gerald Albertsson komu næstir með 17 stig hvor.

Allir leikmenn sem voru á skýrslu hjá Keflavík komust á blað nema Reggie Dupree sem reyndi ekki skot á þeim 20 mínútum sem hann spilaði í dag.

Heiðar Valur Bergmann var stigahæstur í liði KV með 16 stig en Kjartan Atli Kjartansson og Reynar Kári Bjarnason komu næstir með 15 stig hvor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×