Hætt við arðgreiðslur frá Ísavía til ríkisins Heimir Már Pétursson skrifar 3. nóvember 2015 13:25 Björn Óli Hauksson, forstjóri Ísavía. Í fjárlögum var gert ráð fyrir arðgreiðslu frá Ísavía upp á 750 milljónir en hún er felld niður í fjáraukalagafrumvarpi. Ekkert verður af arðgreiðslu Ísavía upp á 750 milljónir króna til ríkissjóðs á þessu ári sem m.a. voru réttlættar með auknum framlögum til viðhalds flugvalla í innanlandsflugi við gerð fjárlaga þessa árs. Í frumvarpi til fjáraukalaga er fallist á tillögu stjórnar Ísavía um að fallið verði frá arðgreiðslunni. Við gerð fjárlaga þessa árs kom inn breytingartillga frá stjórnarflokkunum um aukin framlög til viðhalds flugvalla í innanlandsflugi upp á 500 milljónir króna. Þar sem ekki má samkvæmt evrópureglum nota tekjur af alþjóaðflugvellinum á Keflavíkurflugvelli til uppbyggingar og viðhalds flugvalla í innanlandsflugi, var fundin leið til að láta Ísavía standa undir framlögunum með óbeinum hætti. Það var gert með því að gera kröfu um arðgreiðslu frá Ísavía sem rekur alla flugvelli landsins. Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 750 milljónum króna í arð frá félaginu. Mikil og hröð uppbygging á sér nú stað á Keflavíkurflugvelli vegna vaxandi umferðar um flugvöllinn. Á aðalfundi Ísavía hinn 20. mars lagði stjórn félagsins til að ekki yrði greiddur út arður til ríkissjóðs á þessu ári. Þegar fjáraukalagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var lagt fram um helgina kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir þessari arðgreiðslu. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía segir fjármálaráðherra hafði því fallist á tillögu stjórnar félagsins um að nýta fjármuninina til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. „þetta eru 70 til 90 milljarða fjárfestingar sem verið er að fara í á Keflavíkurflugvelli. Til þess að hægt sé að fara í þær sjálfbært með tekjum Keflavíkurflugvallar er mikilvægt að þessi ákvörðun hafi verið tekin,“ segir Guðni. Framundan sé enn meiri vöxtur í ferðaþjónustunni sem muni skila auknum gjaldeyristekjum upp á þrjú til fjögur hundruð milljarða og því sé uppbyggingin á Keflavíkurflugvelli mjög mikilvæg. Það liggur mikið við. Með þessari miklu fjölgun farþega sem verið hefur undanfarin ár er orðin mikil þörf á að byggja upp húsnæði og innviði í Keflavík. Það er mikilvægt að nýta þessa fjármuni í þá metnaðarfullu uppbyggingar sem er framundan,“ segir Guðni. Engu að síður fari umtalsvert fjármagn til viðhalds flugvalla í innanlandsflugi eða 546 milljónir samkvæmt áætlunum. Það fé fari til endurnýjunar slitlags á flugbrautum og viðhalds og endurnýjunar á aðflugsbúnaði. Meðal verkefna sem gert var ráð fyrir að farið yrði í samkvæmt fjárlögum var stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Guðni segir þær framkvæmdir að miklu leyti ráðast af efni sem falli til við gerð Vaðlaheiðaganga.Hvar stendur það mál í dag, hvenær telja men að þær framkvæmdir geti byrjað? „Það er óljóst ennþá hvenær þær geti nákvæmlega hafist. En En það er að minnsta kosti búið að eyrnarmerkja fé í byrjunina á þeim og það verður þá fært yfir á næsta ár,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira
Ekkert verður af arðgreiðslu Ísavía upp á 750 milljónir króna til ríkissjóðs á þessu ári sem m.a. voru réttlættar með auknum framlögum til viðhalds flugvalla í innanlandsflugi við gerð fjárlaga þessa árs. Í frumvarpi til fjáraukalaga er fallist á tillögu stjórnar Ísavía um að fallið verði frá arðgreiðslunni. Við gerð fjárlaga þessa árs kom inn breytingartillga frá stjórnarflokkunum um aukin framlög til viðhalds flugvalla í innanlandsflugi upp á 500 milljónir króna. Þar sem ekki má samkvæmt evrópureglum nota tekjur af alþjóaðflugvellinum á Keflavíkurflugvelli til uppbyggingar og viðhalds flugvalla í innanlandsflugi, var fundin leið til að láta Ísavía standa undir framlögunum með óbeinum hætti. Það var gert með því að gera kröfu um arðgreiðslu frá Ísavía sem rekur alla flugvelli landsins. Við afgreiðslu fjárlaga þessa árs var gert ráð fyrir 750 milljónum króna í arð frá félaginu. Mikil og hröð uppbygging á sér nú stað á Keflavíkurflugvelli vegna vaxandi umferðar um flugvöllinn. Á aðalfundi Ísavía hinn 20. mars lagði stjórn félagsins til að ekki yrði greiddur út arður til ríkissjóðs á þessu ári. Þegar fjáraukalagafrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var lagt fram um helgina kom í ljós að ekki var gert ráð fyrir þessari arðgreiðslu. Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Ísavía segir fjármálaráðherra hafði því fallist á tillögu stjórnar félagsins um að nýta fjármuninina til uppbyggingar á Keflavíkurflugvelli. „þetta eru 70 til 90 milljarða fjárfestingar sem verið er að fara í á Keflavíkurflugvelli. Til þess að hægt sé að fara í þær sjálfbært með tekjum Keflavíkurflugvallar er mikilvægt að þessi ákvörðun hafi verið tekin,“ segir Guðni. Framundan sé enn meiri vöxtur í ferðaþjónustunni sem muni skila auknum gjaldeyristekjum upp á þrjú til fjögur hundruð milljarða og því sé uppbyggingin á Keflavíkurflugvelli mjög mikilvæg. Það liggur mikið við. Með þessari miklu fjölgun farþega sem verið hefur undanfarin ár er orðin mikil þörf á að byggja upp húsnæði og innviði í Keflavík. Það er mikilvægt að nýta þessa fjármuni í þá metnaðarfullu uppbyggingar sem er framundan,“ segir Guðni. Engu að síður fari umtalsvert fjármagn til viðhalds flugvalla í innanlandsflugi eða 546 milljónir samkvæmt áætlunum. Það fé fari til endurnýjunar slitlags á flugbrautum og viðhalds og endurnýjunar á aðflugsbúnaði. Meðal verkefna sem gert var ráð fyrir að farið yrði í samkvæmt fjárlögum var stækkun flughlaðs á Akureyrarflugvelli. Guðni segir þær framkvæmdir að miklu leyti ráðast af efni sem falli til við gerð Vaðlaheiðaganga.Hvar stendur það mál í dag, hvenær telja men að þær framkvæmdir geti byrjað? „Það er óljóst ennþá hvenær þær geti nákvæmlega hafist. En En það er að minnsta kosti búið að eyrnarmerkja fé í byrjunina á þeim og það verður þá fært yfir á næsta ár,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Erlent Fleiri fréttir Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Sjá meira