Aðgengi að áfengi og vínmenning Róbert H. Haraldsson skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölustöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómengað vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórnvöld hafa ríka ástæðu til að takmarka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið.Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafalítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vínmenning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menningin. Hins vegar virðast flutningsmenn frumvarpsins líta á vínmenningu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarnadrykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi. Sá sem heldur að tarnadrykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“(hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Sjá meira
Þeir sem vilja sjá áfengi af öllum styrkleikaflokkum í matvöruverslunum, og sem víðast, tala stundum eins og það sé brýnt samfélagslegt verkefni að tryggja að allir hafi sem allra greiðastan aðgang að áfengi á flestum tímum sólarhrings. Bent er á að ÁTVR hafi fjölgað útsölustöðum sínum hratt á undanförnum árum, og lengt útsölutímann, og að næsta rökrétta skrefið sé að gefa sölu áfengis alveg frjálsa þannig að aðgengi stórbatni fyrir tilstilli hinna skilvirku markaðsafla. Borgarfulltrúar í Reykjavík hafa fjallað um mikilvægi þess fyrir borgarbraginn að enginn íbúi þurfi að ganga í meira en fáeinar mínútur í næstu vínbúð. Svona tal á rétt á sér um grunngæði á borð við ómengað vatn, hreint loft, heilsugæslu, menntun og tækifæri til útivistar. Samfélagið, eða stjórnvöld í umboði samfélagsins, á að tryggja fólki sem greiðastan aðgang að slíkum gæðum. En áfengi er ekki grunngæði af því tagi sem enginn á að þurfa að fara á mis við. Áfengi er ávanabindandi og skaðleg munaðarvara sem stjórnvöld hafa ríka ástæðu til að takmarka aðgang að svo lengi sem þau virða frelsi fullveðja einstaklinga til að móta sinn eigin lífsstíl. Núverandi áfengisstefna á Íslandi er góð viðleitni til að virða í senn einstaklingsfrelsi og lýðheilsusjónarmið.Vínmenning og áfengi sem grunngæði Hvernig gat það gerst að jafnvel skynsamt fólk er farið að tala um áfengi eins og einhver grunngæði er tryggja beri öllum greiðan aðgang að á öllum tímum? Fyrir því eru vafalítið margar ástæður en tvær blasa við. Önnur er sú að verslun er að verða stærri og veigameiri þáttur af lífi okkar og hún yfirgnæfir nú fleiri og fleiri svið mannlífsins. Fulltrúar verslunarinnar vilja vitaskuld að neytandinn hafi aðgang að öllum vörum, allan sólarhringinn, og í þeim efnum eru þeir ekki gefnir fyrir fínar aðgreiningar. Það eru miklir verslunarhagsmunir fólgnir í því að telja fólki trú um að áfengi sé ósköp venjuleg neysluvara. Hin ástæðan, sem mér sýnist ekki síður veigamikil, tengist orðinu „vínmenning“. Með því að tala um vínmenningu í staðinn fyrir t.d. drykkjuskap, og með því að gefa sér að vínmenning batni með bættu aðgengi, er auðvelt að læða að fólki þeirri firru að samfélaginu beri að tryggja öllum sem bestan aðgang að áfengi. Er ekki allt sem stuðlar að menningu gott? Í greinargerðinni með áfengisfrumvarpinu sem nú liggur fyrir Alþingi, er hamrað á orðinu „vínmenning“ og þar er m.a. heill kafli undir heitinu „bætt vínmenning“. En hvað skyldi nú vínmenning vera? Samkvæmt greinargerðinni virðist hún annars vegar vera fólgin í því að drekka vín með mat við sem flest tækifæri. Því oftar sem fólk drekki vín með mat því meiri sé menningin. Hins vegar virðast flutningsmenn frumvarpsins líta á vínmenningu sem andstæðu tarnakenndrar drykkju. Vínmenning hefur að þeirra dómi batnað eftir að sala bjórs var leyfð á Íslandi árið 1989 því tarnadrykkja hafi minnkað. Tarnakennd drykkja muni síðan halda áfram að minnka eftir því sem aðgengi að áfengi batni. Engin rök eru færð fyrir þessum fullyrðingum. Sá sem heldur að tarnadrykkja standi í öfugu hlutfalli við aðgengi ætti að gera sér ferð í miðbæinn á föstudags- eða laugardagskvöldi. Sá sem heldur að tarnadrykkja muni hverfa með óheftu aðgengi að áfengi ætti að kynna sér drykkjusiði Breta, Frakka, eða Dana. Frakkar hafa nú um stundir miklar áhyggjur af „le binge drinking“, sem þeir nefna einnig „beuverie express“(hraðdrykkju), og þeir hafa reynt ýmis ráð til að sporna við henni, einkum hjá ungu fólki. Orðalagið „bætt vínmenning“ er ekki annað en klisja sem notuð er til að kasta ryki í augun á fólki, og beina athygli þess frá kjarna málsins: Að stóraukið aðgengi að áfengi eykur til muna bölið sem af því hlýst og að réttnefnd menning er eitthvað sem bætir mannlífið en gerir það ekki verra.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar