Samningur við besta spítala Bandaríkjanna Nadine Yaghi skrifar 5. nóvember 2015 07:00 Leikurinn Sidekick er einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu aðgengilega til að ná fram varanlegum lífsstílsbreytingum. Visir/Anton Brink „Mér fannst vanta nýjar leiðir til þess að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma áður en skaðinn er skeður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og einn stofnandi íslensk-sænska fyrirtækisins Sidekick Health. Á dögunum gerði Massachussetts General-spítalinn í Boston samning við fyrirtækið um að nota heilsueflandi leik fyrirtækisins, Sidekick, til rannsóknar á lífsstílsinngripi fyrir sjúklinga sína. Þá er fyrirtækið einnig í samstafi við sérfræðinga í háskólunum MIT og Harvard í Boston. „Spítalinn hefur margoft verið valinn besti spítali Bandaríkjanna og því er það mikill heiður fyrir starfsfólk Sidekick að hafa verið valið til þessa verks,“ segir Tryggvi og útskýrir að um ræði leikjavædda heilsueflingu sem fólk geti hlaðið niður á síma og spjaldtölvur. Tryggvi útskýrir að Sidekick sé einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu skemmtilega og aðgengilega til að ná fram varanleagum lífsstílsbreytingum. „Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar, svo sem áunnin sykursýki og hjarta-og æðasjúkdómar, valda 86 prósentum af dauðsföllum í Evrópu. Langstærsti útgjaldaliðurinn hjá heilbrigðiskerfinu í dag fer í að bregðast við vandanum eftir að skaðinn er skeður og er þessi lausn sett fram til þess að fyrirbyggja sjúkdómana áður.“ Þá segir Tryggvi að aðferðafræði Sidekick-lausnarinnar byggist á sterkum vísindagrunni. „Til dæmis eru þrjár doktorsrannsóknir í gangi núna í tengslum við lausnina. Rannsóknirnar eru í samstarfi við aðila frá Háskóla Íslands, Landspítalanum, Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Harvard og MIT.“ Hann segir lausnina einnig nýtast fyrirtækjum sem vilji bæta heilsu starfsmanna sinna. Starfsmenn fá þá aðgang að snjallsímalausn Sidekick sem meðal annars inniheldur heilsutengda leiki og keppni milli starfsmanna. Sæmundur Oddsson læknir er annar stofnandi Sidekick ásamt Tryggva, en fyrirtækið var stofnað árið 2013. „Sæmundur var þá læknir í Svíþjóð á einu stærsta sjúkrahúsi í Evrópu og fann fyrir því hve mikið vantaði lausnir til að fyrirbyggja og meðhöndla lífsstílstengda kvilla.“ Hjá fyrirtækinu starfa ellefu manns, meðal annars læknar, sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, verkfræðingar og forritarar. „Þetta er ótrúlega öflugt teymi og þess vegna höfum við náð svona langt.“ Sidekick hefur þegar fengið fjármögnun upp á nokkur hundruð milljónir króna í gegnum erlenda fjárfestingu og styrki, meðal annars frá Tækniþróunarsjóði. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Mér fannst vanta nýjar leiðir til þess að fyrirbyggja lífsstílstengda sjúkdóma áður en skaðinn er skeður,“ segir Tryggvi Þorgeirsson læknir, lýðheilsufræðingur og einn stofnandi íslensk-sænska fyrirtækisins Sidekick Health. Á dögunum gerði Massachussetts General-spítalinn í Boston samning við fyrirtækið um að nota heilsueflandi leik fyrirtækisins, Sidekick, til rannsóknar á lífsstílsinngripi fyrir sjúklinga sína. Þá er fyrirtækið einnig í samstafi við sérfræðinga í háskólunum MIT og Harvard í Boston. „Spítalinn hefur margoft verið valinn besti spítali Bandaríkjanna og því er það mikill heiður fyrir starfsfólk Sidekick að hafa verið valið til þessa verks,“ segir Tryggvi og útskýrir að um ræði leikjavædda heilsueflingu sem fólk geti hlaðið niður á síma og spjaldtölvur. Tryggvi útskýrir að Sidekick sé einföld leikjavædd lausn sem gerir heilsueflingu skemmtilega og aðgengilega til að ná fram varanleagum lífsstílsbreytingum. „Langvinnir lífsstílstengdir sjúkdómar, svo sem áunnin sykursýki og hjarta-og æðasjúkdómar, valda 86 prósentum af dauðsföllum í Evrópu. Langstærsti útgjaldaliðurinn hjá heilbrigðiskerfinu í dag fer í að bregðast við vandanum eftir að skaðinn er skeður og er þessi lausn sett fram til þess að fyrirbyggja sjúkdómana áður.“ Þá segir Tryggvi að aðferðafræði Sidekick-lausnarinnar byggist á sterkum vísindagrunni. „Til dæmis eru þrjár doktorsrannsóknir í gangi núna í tengslum við lausnina. Rannsóknirnar eru í samstarfi við aðila frá Háskóla Íslands, Landspítalanum, Karolinska Institutet í Stokkhólmi, Harvard og MIT.“ Hann segir lausnina einnig nýtast fyrirtækjum sem vilji bæta heilsu starfsmanna sinna. Starfsmenn fá þá aðgang að snjallsímalausn Sidekick sem meðal annars inniheldur heilsutengda leiki og keppni milli starfsmanna. Sæmundur Oddsson læknir er annar stofnandi Sidekick ásamt Tryggva, en fyrirtækið var stofnað árið 2013. „Sæmundur var þá læknir í Svíþjóð á einu stærsta sjúkrahúsi í Evrópu og fann fyrir því hve mikið vantaði lausnir til að fyrirbyggja og meðhöndla lífsstílstengda kvilla.“ Hjá fyrirtækinu starfa ellefu manns, meðal annars læknar, sálfræðingur, lýðheilsufræðingur, verkfræðingar og forritarar. „Þetta er ótrúlega öflugt teymi og þess vegna höfum við náð svona langt.“ Sidekick hefur þegar fengið fjármögnun upp á nokkur hundruð milljónir króna í gegnum erlenda fjárfestingu og styrki, meðal annars frá Tækniþróunarsjóði.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira