„Ef þessi hnullungur hefði lent í hausnum á einhverjum þá hefði hann ekkert verið til frásagnar“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. nóvember 2015 10:29 Eiður Arnarsson, bassaleikari, sagði á Facebook-síðu sinni frá heldur óskemmtilegu atviki sem hann varð vitni að í vikunni við Rauðarárstíg: „Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk yfir götuna og var komin á gangstéttina vestan megin á Rauðarárstígnum þegar kvað við mjög hávær sprenging í húsagrunni austan megin. Horfði því næst á hnefastóran grjóthnullung lenda úr töluverðri hæð ofan á jeppa á miðri götunni, nkl þar sem ég hafði gengið yfir ca 5 sekúndum áður. Bíllinn minn og amk tveir aðrir litu út eins og þeim hefði verið ekið í gegnum blöndu af moldroki og gosmekki.“ Eiður var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði að augljóslega hefði verið að sprengja fyrir húsgrunni á svæðinu. Hann sagði tilviljun bara hafa ráðið því að enginn slasaðist eða hreinlega dó. „Ef þessi hnullungur hefði lent í hausnum á einhverjum þá hefði hann ekkert verið til frásagnar,“ sagði Eiður. Aðspurður hvort að bílarnir hefðu skemmst mikið sagði hann: „Ég er ekki viss en bílstjórinn á jeppanum sem fékk hnullunginn ofan á sig hann náttúrulega stoppaði og um leið og byrjaði að öskra og æpa eðlilega. Það sá held ég mjög lítið á honum [bílnum] að vísu sem er ótrúlegt en sennilega til marks um vel smíðaðan bíl. En ef blessaður maðurinn hefði verið á blæjubíl í góðu veðri þá hefði hann ekki getað skoðað eitt eða neitt frekar.“ Drullu og sandi rigndi yfir bíl Eyþórs og sagði hann að það hefði tekið um korter að strjúka mestu drulluna af bílnum. Hann hafi ekki strax áttað sig á hvað atvikið var alvarlegt. „Ég kveikti ekki almennilega á þessu fyrr en leið á daginn og ákvað að setja þetta á Facebook til að fá einhver viðbrögð því ég hafði heyrt eitthvað þarna á staðnum að þetta hefði líka gerst einum eða tveimur dögum áður. Þá afsakaði verktakinn sig með því að þetta væri bara ryk úr gúmmímottum sem hafð farið þarna yfir en það er ennþá gríðarlega mikið ryk í gúmmímottunum,“ sagði Eiður. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Lenti í magnaðri uppákomu í dag. Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk...Posted by Eiður Arnarsson on Tuesday, 3 November 2015 Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
Eiður Arnarsson, bassaleikari, sagði á Facebook-síðu sinni frá heldur óskemmtilegu atviki sem hann varð vitni að í vikunni við Rauðarárstíg: „Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk yfir götuna og var komin á gangstéttina vestan megin á Rauðarárstígnum þegar kvað við mjög hávær sprenging í húsagrunni austan megin. Horfði því næst á hnefastóran grjóthnullung lenda úr töluverðri hæð ofan á jeppa á miðri götunni, nkl þar sem ég hafði gengið yfir ca 5 sekúndum áður. Bíllinn minn og amk tveir aðrir litu út eins og þeim hefði verið ekið í gegnum blöndu af moldroki og gosmekki.“ Eiður var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun og sagði að augljóslega hefði verið að sprengja fyrir húsgrunni á svæðinu. Hann sagði tilviljun bara hafa ráðið því að enginn slasaðist eða hreinlega dó. „Ef þessi hnullungur hefði lent í hausnum á einhverjum þá hefði hann ekkert verið til frásagnar,“ sagði Eiður. Aðspurður hvort að bílarnir hefðu skemmst mikið sagði hann: „Ég er ekki viss en bílstjórinn á jeppanum sem fékk hnullunginn ofan á sig hann náttúrulega stoppaði og um leið og byrjaði að öskra og æpa eðlilega. Það sá held ég mjög lítið á honum [bílnum] að vísu sem er ótrúlegt en sennilega til marks um vel smíðaðan bíl. En ef blessaður maðurinn hefði verið á blæjubíl í góðu veðri þá hefði hann ekki getað skoðað eitt eða neitt frekar.“ Drullu og sandi rigndi yfir bíl Eyþórs og sagði hann að það hefði tekið um korter að strjúka mestu drulluna af bílnum. Hann hafi ekki strax áttað sig á hvað atvikið var alvarlegt. „Ég kveikti ekki almennilega á þessu fyrr en leið á daginn og ákvað að setja þetta á Facebook til að fá einhver viðbrögð því ég hafði heyrt eitthvað þarna á staðnum að þetta hefði líka gerst einum eða tveimur dögum áður. Þá afsakaði verktakinn sig með því að þetta væri bara ryk úr gúmmímottum sem hafð farið þarna yfir en það er ennþá gríðarlega mikið ryk í gúmmímottunum,“ sagði Eiður. Viðtalið við hann má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér að ofan.Lenti í magnaðri uppákomu í dag. Lagði bílnum mínum við Rauðarástíg, hinum megin við götuna á móti Gallerí Fold. Gekk...Posted by Eiður Arnarsson on Tuesday, 3 November 2015
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira