Innlent

Ísland fyrir EFTA-dómstólinn fyrir að innleiða ekki tilskipanir

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Fjögur mál fara fyrir EFTA-dómstólinn.
Fjögur mál fara fyrir EFTA-dómstólinn. Mynd/EFTA
Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, hefur komist að þeirri niðurstöðu að Ísland hafi gerst brotlegt við að innleiða ekki fjóra EES-tilskipanir.

ESA hefur beint málunum fjórum til EFTA-dómstólsins.

Um er að ræða tvær tilskipanir er varða lyfja- og sjúklingaöryggi. Þriðja tilskipun varðar útblástur gróðurhúsalofttegunda og sú fjórða varðar höfundarrétt.

Ísland hefði átt að innleiða tilskipanirnar á tímabilinu júní til september.

Þann ellefta mars árið 2014 lagði ríkisstjórnin fram Evrópustefnu sína þar sem fast er á kveðið um eftirlit og framkvæmd EES-samningsins. Þar segir meðal annars: „Með hliðsjón af stefnumörkun er sterk hagsmunagæsla í tengslum við þróun regluverks EES afar mikilvæg.“

Í aðgerðaáætlun sem fylgir Evrópustefnu ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að stjórnvöld skuli vinna að því að stytta innleiðingartíma tilskipana og vinna að innleiðingu þeirra með skilvirkari hætti.

Í frammistöðumati ESA á þessu ári kemur fram að Ísland stæði sig einna verst en þó hefur innleiðingarhallinn dregist saman frá árinu 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×