Öldruðum boðið í hressandi hjólatúr Erla Björk Gunnarsdóttir skrifar 6. nóvember 2015 07:00 Sesselja og móðir hennar, Gréta Finnbogadóttir, fóru í jómfrúarferðina í fyrradag. Ferðin vakti mikla gleði, hjá þeim sjálfum og öðrum vegfarendum. Mynd/Edda „Svona fáum við tækifæri til byggja brú inn í samfélagið og gera lífið betra,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, sem hefur flutt inn þrjú hjól frá Christiania bikes. Hjólin eru ætluð til hjólatúra með öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum. Hugmyndin kemur frá Danmörku. Þar var maður sem tók upp á því að bjóða eldra fólki í hjólatúra. Túrarnir vöktu svo mikla lukku að Kaupmannahafnarborg fjárfesti í hjólum til að hafa á hjúkrunarheimilum. Nú tæpum þremur árum síðar eru þrjú hundruð hjúkrunarheimili í Danmörku með hjól og sjálfboðaliða sem fara með heimilisfólk í hjólaferðir. „Þannig að við ákváðum að safna fyrir hjólum og þau komu til landsins í fyrradag,“ segir Sesselja glöð í bragði. Hjúkrunarheimilin Grund og Sóltún fá sitt hjólið hvort og svo mun eitt hjól flakka á milli hjúkrunarheimilanna í Kópavogi. Fyrsta verk Sesselju var að fara á hjúkrunarheimilið Roðasali og bjóða móður sinni, 86 ára, í hjólatúr. „Þegar ég bauð henni út að hjóla stukku nokkrar konur á fætur og sögðust verða að sjá það. Það er ekki á hverjum degi sem ég sé konurnar verða svona forvitnar. Ég efast því um að það muni skorta eftirspurn.“ Sesselja er verkefnisstjóri í verkefninu en á hverju hjúkrunarheimili verður hjólastjóri sem sér um bókanir sjálfboðaliða og heimilismanna. „Það geta allir verið með. Það er rafmagn í hjólunum sem hjálpar manni upp brekkur og það er gott jafnvægi á hjólinu. Svo hjólar maður bara rólega, svo það sé hægt að spjalla í leiðinni. Þetta er mjög gefandi starf og yndislegt að sjá hvað það gleður eldra fólkið að komast út og fá smá vind í kinnarnar.“ Sesselja segir skemmtilegt að sjá viðbrögð vegfarenda. „Það voru allir svo glaðir þegar þeir sáu okkur mömmu hjóla um. Maður sá fólk lyftast upp í bílunum af hamingju. Og mamma var líka svo ánægð. Þetta var frískandi fyrir okkur báðar og samverustundin dýrmæt.“ Sesselja ætlar að setja söfnun af stað og panta fimm hjól til viðbótar sem fyrst. Hvert hjól kostar átta hundruð þúsund krónur og því vonar hún að sveitarfélög og stærri samtök gangi til liðs við söfnunina. „Okkur langar að hafa hjól á hverju hjúkrunarheimili á Íslandi. Það er markmiðið. Svo eru fleiri hópar sem hafa áhuga á hjólunum, til dæmis foreldrar fatlaðra barna.“Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða og styrkja söfnun með því að hafa samband á hjolafaerni@hjolafaerni.is. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira
„Svona fáum við tækifæri til byggja brú inn í samfélagið og gera lífið betra,“ segir Sesselja Traustadóttir, framkvæmdastýra Hjólafærni, sem hefur flutt inn þrjú hjól frá Christiania bikes. Hjólin eru ætluð til hjólatúra með öldruðum sem búa á hjúkrunarheimilum. Hugmyndin kemur frá Danmörku. Þar var maður sem tók upp á því að bjóða eldra fólki í hjólatúra. Túrarnir vöktu svo mikla lukku að Kaupmannahafnarborg fjárfesti í hjólum til að hafa á hjúkrunarheimilum. Nú tæpum þremur árum síðar eru þrjú hundruð hjúkrunarheimili í Danmörku með hjól og sjálfboðaliða sem fara með heimilisfólk í hjólaferðir. „Þannig að við ákváðum að safna fyrir hjólum og þau komu til landsins í fyrradag,“ segir Sesselja glöð í bragði. Hjúkrunarheimilin Grund og Sóltún fá sitt hjólið hvort og svo mun eitt hjól flakka á milli hjúkrunarheimilanna í Kópavogi. Fyrsta verk Sesselju var að fara á hjúkrunarheimilið Roðasali og bjóða móður sinni, 86 ára, í hjólatúr. „Þegar ég bauð henni út að hjóla stukku nokkrar konur á fætur og sögðust verða að sjá það. Það er ekki á hverjum degi sem ég sé konurnar verða svona forvitnar. Ég efast því um að það muni skorta eftirspurn.“ Sesselja er verkefnisstjóri í verkefninu en á hverju hjúkrunarheimili verður hjólastjóri sem sér um bókanir sjálfboðaliða og heimilismanna. „Það geta allir verið með. Það er rafmagn í hjólunum sem hjálpar manni upp brekkur og það er gott jafnvægi á hjólinu. Svo hjólar maður bara rólega, svo það sé hægt að spjalla í leiðinni. Þetta er mjög gefandi starf og yndislegt að sjá hvað það gleður eldra fólkið að komast út og fá smá vind í kinnarnar.“ Sesselja segir skemmtilegt að sjá viðbrögð vegfarenda. „Það voru allir svo glaðir þegar þeir sáu okkur mömmu hjóla um. Maður sá fólk lyftast upp í bílunum af hamingju. Og mamma var líka svo ánægð. Þetta var frískandi fyrir okkur báðar og samverustundin dýrmæt.“ Sesselja ætlar að setja söfnun af stað og panta fimm hjól til viðbótar sem fyrst. Hvert hjól kostar átta hundruð þúsund krónur og því vonar hún að sveitarfélög og stærri samtök gangi til liðs við söfnunina. „Okkur langar að hafa hjól á hverju hjúkrunarheimili á Íslandi. Það er markmiðið. Svo eru fleiri hópar sem hafa áhuga á hjólunum, til dæmis foreldrar fatlaðra barna.“Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða og styrkja söfnun með því að hafa samband á hjolafaerni@hjolafaerni.is.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Vaktin: Mikilvæg fundarhöld í Washington Erlent Fékk afa sinn með sér á skólabekk Innlent Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Innlent Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Erlent Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Innlent Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Erlent Fleiri fréttir Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Bleikja strauk út í sjó úr landeldi Fundað um Grænland og Inga vill aðgreina eftir íslenskukunnáttu Dómur MDE hljóti að vera stjórnvöldum alvarlegt umhugsunarefni Á skilorði eftir að hafa kýlt, skallað og bitið konu sína Verði að bregðast við vinsældum meintra iðnaðarmanna á Facebook Baráttan um Samfylkinguna í borginni nálgast suðumark 90 prósentum landsmanna þótti skaupið gott Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Sjá meira