Innlent

Kenna börnunum náungakærleik

Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar
Hátt í hálfa milljón safnaðist í Grundaskóla í gær.
Hátt í hálfa milljón safnaðist í Grundaskóla í gær. Fréttablaðið/Anton Brink
„Með þessu erum við að kenna börnunum náungakærleik líkt og segir til um í aðalnámskrá,“ segir Hrönn Ríkharðsdóttir, skólastjóri Grundaskóla á Akranesi.

Börnin í Grundaskóla stóðu fyrir söfnun fyrir skólabörn í Malaví í gær. Að sögn Hrannar safnaðist hátt í hálfa milljón. Í áraraðir hefur það verið jólasiður hjá skólanum að safna peningum í stað þess að nemendur og starfsfólk gefi hverjir öðrum jólagjafir. „Þetta er í fimmta skiptið sem við erum með markað en fimmtánda árið þar sem við stöndum fyrir söfnun fyrir börn í Malaví.“

Í ár var ákveðin nýbreytni við söfnunina en unglingadeildin hélt úti kaffihúsi þar sem boðið var upp á veitingar og tónlistaratriði.

Yngri börnin voru með markað þar sem þeirra eigið handverk var til sölu. Hrönn segir að skólinn hafi verið fullur af áhugasömu fólki og mikil ánægja var með uppákomuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×