Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 17:45 Aron gefur hér skipanir. Vísir/getty Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Sjáðu æðiskast Gueye sem fékk rautt fyrir að slá liðsfélaga Enski boltinn United afþakkaði glórulausa gjöf Gueye Enski boltinn Hareide með krabbamein í heila Fótbolti Notuðu mynd af röngum manni þegar þeir minntust Jota og bróður hans Fótbolti McGregor rýfur þögnina: Sá eigin dauðdaga og fann guð Sport Aron spilaði með Woltemade en sá ekki fyrir að hann yrði svona góður Enski boltinn Pep skammast sín og biðst afsökunar Enski boltinn Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Heimir um Ísland: „Finnst vanta aðeins kjöt á beinin“ Fótbolti Hamilton líður ömurlega á versta tímabili ferilsins Formúla 1 Fleiri fréttir „Búið að vera stórt markmið hjá mér“ Alexandra kölluð inn í HM-hópinn Íslendingaliðið heldur í við toppliðið eftir risasigur Orri skoraði sex í stórsigri Haukur bjó til tíu mörk í hörkuleik á móti meisturunum Fæstir mæta á heimaleiki Íslandsmeistaranna en flestir í KA-húsið Stelpurnar okkar á HM með flottan sigur í farteskinu Gísli Þorgeir framlengir til 2030: „Ótrúlega mikilvægur hluti af liðinu okkar“ Magdeburg fékk fimmtán mörk frá Íslendingunum Óðinn markahæstur og fullkomin byrjun Kadetten hélt áfram Allt í miklum blóma á Hlíðarenda síðan Arnór Snær kom heim Þjálfun eða ekki? | Guðmundur kominn heim og íhugar næstu skref Upprunalega eintakið af þýska skildinum í höndum þjófa Ólíklegt að Danir komist aftur á verðlaunapall Donni markahæstur gegn lærisveinum Arnórs Stjarnan slátraði meisturunum Tumi Steinn duglegur að dreifa en það dugði ekki Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn „Hefðum klárlega viljað fá aðeins meira út úr þessari viku“ Elísa meidd fyrir HM og Alexandra með til Færeyja Þarf að græja pössun Tvíburasysturnar sameinaðar á ný eftir meira en áratug Ætlar að búa til gleðikokteil á skrifstofu HSÍ „Hlustið á leikmennina“ Veikindi í landsliðshópnum: „Þær segja að þetta sé mér að kenna“ Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45