Aron: Ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. nóvember 2015 17:45 Aron gefur hér skipanir. Vísir/getty Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum. Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Ísland vann frábæran sigur á heims-, Evrópu- og Ólympíumeisturum Frakka, 25-23, í Gulldeildinni, æfingamóti sem fer fram í Noregi, í dag. Íslensku strákarnir spiluðu virkilega vel og þá sérstaklega í vörninni en Frakkar skoruðu aðeins átta mörk í seinni hálfleiknum gegn 12 hjá Íslandi. Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari, var að vonum ánægður þegar Vísir heyrði í honum hljóðið eftir leikinn. „Ég er mjög ánægður að klára þetta með sigri, það er alltaf erfitt að spila við Frakka. Það er líka ánægjulegt að sjá stígandann í varnarleiknum hjá okkur og samvinnan í honum varð alltaf betri eftir því sem leið á leikinn,“ sagði Aron en Ísland hefur aðeins tapað einum af síðustu fimm leikjum sínum gegn Frakklandi. Aron var skiljanlega sáttur með frammistöðu nafna síns, Rafns Eðvarðssonar, í seinni hálfleik en Hafnfirðingurinn varði þá 10 skot af 18, eða 55,6% þeirra skota sem hann fékk á sig. „Aron varði líka mjög vel í markinu í seinni hálfleiknum þar sem vörnin var mjög sterk. Þetta var fínt,“ sagði Aron sem fannst samvinna Tandra Más Konráðssonar og Guðmundar Hólmars Helgasonar í miðri vörn Íslands betri en í sigrinum á Noregi á fimmtudaginn. „Við áttum í erfiðleikum í byrjun leiks og það kannski smá ákefð og að öll blokkin væri að vinna betur saman en í seinni hálfleiknum var mikil vinna í vörninni og stígandi í varnarleiknum. „Það er mjög erfitt að spila á móti Frökkum því þeir eru svo líkamlega sterkir og fljótir á fótunum margir hverjir. Vinnan maður gegn manni er gríðarlega erfið en mér fannst strákarnir leysa þetta mjög vel, sérstaklega í seinni hálfleik.“Aron er líflegur á hliðarlínunni.Vísir/gettyFrakkar leiddu með tveimur mörkum í hálfleik, 15-13, en Ísland átti frábæran kafla um miðbik seinni hálfleiks þegar liðið breytti stöðunni úr 16-18 í 22-19. En hvað var það sem gekk svona vel á þessum kafla að mati landsliðsþjálfarans? „Varnarleikurinn og markvarslan virkuðu vel og svo fengum við hraðaupphlaup. Sóknarleikurinn var líka góður þar sem Aron (Pálmarsson) og Kári (Kristjánsson) unnu vel saman,“ sagði Aron en sóknarleikur íslenska liðsins hikstaði aðeins á lokakaflanum, og þá sérstaklega eftir að Thierry Omeyer kom í mark Frakka. En Rúnar Kárason var hvergi banginn og skoraði þrjú síðustu mörk Íslands sem skipti sköpum. „Þetta hefði kannski átt að vera öruggara en hann varði vel, enda frábær markvörður. Það var mjög sterkt að vinna þennan leik,“ sagði Aron. Íslenska liðið mætir Guðmundi Guðmundssyni og lærisveinum hans í danska landsliðinu í síðasta leik sínum á mótinu á morgun. Aron segir að Ísland eigi erfiðan leik fyrir höndum en Danir hafa úr gríðarlegum stórum hópi góðra leikmanna að velja og dreifa álaginu vel. „Nú þurfum við aðeins að jafna okkur og endurheimtin er mikilvæg fyrir morgundaginn. Danir eru að spila á mjög mörgum leikmönnum á meðan við höfum misst menn í meiðsli. Arnar Freyr (Arnarson) meiddist á æfingu í gær og svo tognaði Theodór (Sigurbjörnsson) á nára í upphitun. „Danir spila á mörgum leikmönnum og það vantar þeim vel að spila þrjá leiki á svona stuttum tíma. Við þurfum að halda áfram að vinna í okkar málum og þá sérstaklega í varnarleiknum. Það er gríðarlega mikilvægt að við skilum okkur til baka gegn Dönum því þeir keyra grimmt í bakið á liðum,“ sagði Aron Kristjánsson að lokum.
Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45 Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Alonso látinn fara frá Real Madrid Fótbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Alfreð hafði betur gegn Degi í troðfullu húsi Íslenski læknirinn hjá sænska landsliðinu bjartsýnn á að Palicka verði með Hafnaði Val og fer heim til Eyja Markvörður Svía á sjúkrahús eftir að hafa verið skotinn niður „Fáum fullt af svörum um helgina“ Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Frakkland 25-23 | Frábær sigur á heims- og Evrópumeisturunum Ísland vann frábæran tveggja marka sigur, 25-23, á heims- og Evrópumeisturum Frakka í Gulldeildinni, æfingamóti í Noregi, í dag. 7. nóvember 2015 16:45