Mikill skortur á heimilislæknum Una Sighvatsdóttir skrifar 8. nóvember 2015 12:14 Beðið eftir læknir hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Síðustu ár hefur gengið erfiðlega að manna heimilislækningar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sem viðbrögð við vandanum hefur verið reynt að fylla lausar stöður með almennum læknum, kandídötum og jafnvel fimmta árs læknanemum. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að vandinn fari vaxandi með fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri. „Það hefur ekki verið opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006, en síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 30.000. Þetta eru bara staðreyndir sem ekki er hægt að hlaupast frá," segir Þórarinn. „Og ef við lítum á landsbyggðina þá er að miklu leyti haldið uppi læknisþjónustu þar með farandlæknum. Maður veit dæmi þess að fólk flytur utan af landsbyggðinni í bæinn vegna þess að það er svo mikill óstöðugleiki í læknisþjónustunni. Því miður."Þarf að mennta tvöfalt fleiri heimilislækna Um 30 lækna vantar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svo hún geti sinnt hlutverki sínu. Það eitt að fjölga stöðugildum er þó ekki nóg til að leysa vandann því mennta þarf fleiri til starfans. Fyrirséð er að næstu tíu árin muni allt að 45 sérfræðingar láta af störfum vegna aldurs á höfuðborgarsvæðinu en skortur er á yngri læknum til að fylla í þær stöður. „Það þarf að mennta fleiri. Það eru núna 36 í sérnáminu hérna heima og ég hef nú ekki tölu á því hvað eru margir erlendis, en það gætu verið 15-20. Við þurufm að tvöfalda þessa tölu bara til að halda í við eðlileg afföll á næstu tíu árum," segir Þórarinn. Á fjárlögum næsta árs er framlag til heilsugæslunnar aukið um sem nemur fjórum nýjum læknastöðum. Þórarinn segir það allt of lítið og bendir á að framlagið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sé á raunvirði 9% lægra en fyrir efnahagshrunið 2008. Stoppa þurfi upp í þetta gat á aukafjárlögum svo hún geti staðið undir hlutverki sínu sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins Í millitíðinni sé Landspítalinn nú í miklum mæli að sinna verkefnum sem leysa megi í heilsugæslu. „Maður heyrir það í ræðum svona á tyllidögum að [heilsugæslan] eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn og við heyrum það líka í skoðanakönnunum að fólkið, þjóðin, vill að heilbrigðiskerfið sé bætt. Og þetta er nú, eins og allir vita sem þekkja pýramídann, þetta er grunnurinn. Þarna á að vera hægt að leysa flest mál sem ekki þarf hátækni til. Og við erum tilbúin til þess, við þurfum bara fjármagn til að leyfa okkur að leysa þetta." Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Síðustu ár hefur gengið erfiðlega að manna heimilislækningar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sem viðbrögð við vandanum hefur verið reynt að fylla lausar stöður með almennum læknum, kandídötum og jafnvel fimmta árs læknanemum. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að vandinn fari vaxandi með fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri. „Það hefur ekki verið opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006, en síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 30.000. Þetta eru bara staðreyndir sem ekki er hægt að hlaupast frá," segir Þórarinn. „Og ef við lítum á landsbyggðina þá er að miklu leyti haldið uppi læknisþjónustu þar með farandlæknum. Maður veit dæmi þess að fólk flytur utan af landsbyggðinni í bæinn vegna þess að það er svo mikill óstöðugleiki í læknisþjónustunni. Því miður."Þarf að mennta tvöfalt fleiri heimilislækna Um 30 lækna vantar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svo hún geti sinnt hlutverki sínu. Það eitt að fjölga stöðugildum er þó ekki nóg til að leysa vandann því mennta þarf fleiri til starfans. Fyrirséð er að næstu tíu árin muni allt að 45 sérfræðingar láta af störfum vegna aldurs á höfuðborgarsvæðinu en skortur er á yngri læknum til að fylla í þær stöður. „Það þarf að mennta fleiri. Það eru núna 36 í sérnáminu hérna heima og ég hef nú ekki tölu á því hvað eru margir erlendis, en það gætu verið 15-20. Við þurufm að tvöfalda þessa tölu bara til að halda í við eðlileg afföll á næstu tíu árum," segir Þórarinn. Á fjárlögum næsta árs er framlag til heilsugæslunnar aukið um sem nemur fjórum nýjum læknastöðum. Þórarinn segir það allt of lítið og bendir á að framlagið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sé á raunvirði 9% lægra en fyrir efnahagshrunið 2008. Stoppa þurfi upp í þetta gat á aukafjárlögum svo hún geti staðið undir hlutverki sínu sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins Í millitíðinni sé Landspítalinn nú í miklum mæli að sinna verkefnum sem leysa megi í heilsugæslu. „Maður heyrir það í ræðum svona á tyllidögum að [heilsugæslan] eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn og við heyrum það líka í skoðanakönnunum að fólkið, þjóðin, vill að heilbrigðiskerfið sé bætt. Og þetta er nú, eins og allir vita sem þekkja pýramídann, þetta er grunnurinn. Þarna á að vera hægt að leysa flest mál sem ekki þarf hátækni til. Og við erum tilbúin til þess, við þurfum bara fjármagn til að leyfa okkur að leysa þetta."
Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira