Mikill skortur á heimilislæknum Una Sighvatsdóttir skrifar 8. nóvember 2015 12:14 Beðið eftir læknir hjá heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Síðustu ár hefur gengið erfiðlega að manna heimilislækningar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sem viðbrögð við vandanum hefur verið reynt að fylla lausar stöður með almennum læknum, kandídötum og jafnvel fimmta árs læknanemum. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að vandinn fari vaxandi með fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri. „Það hefur ekki verið opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006, en síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 30.000. Þetta eru bara staðreyndir sem ekki er hægt að hlaupast frá," segir Þórarinn. „Og ef við lítum á landsbyggðina þá er að miklu leyti haldið uppi læknisþjónustu þar með farandlæknum. Maður veit dæmi þess að fólk flytur utan af landsbyggðinni í bæinn vegna þess að það er svo mikill óstöðugleiki í læknisþjónustunni. Því miður."Þarf að mennta tvöfalt fleiri heimilislækna Um 30 lækna vantar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svo hún geti sinnt hlutverki sínu. Það eitt að fjölga stöðugildum er þó ekki nóg til að leysa vandann því mennta þarf fleiri til starfans. Fyrirséð er að næstu tíu árin muni allt að 45 sérfræðingar láta af störfum vegna aldurs á höfuðborgarsvæðinu en skortur er á yngri læknum til að fylla í þær stöður. „Það þarf að mennta fleiri. Það eru núna 36 í sérnáminu hérna heima og ég hef nú ekki tölu á því hvað eru margir erlendis, en það gætu verið 15-20. Við þurufm að tvöfalda þessa tölu bara til að halda í við eðlileg afföll á næstu tíu árum," segir Þórarinn. Á fjárlögum næsta árs er framlag til heilsugæslunnar aukið um sem nemur fjórum nýjum læknastöðum. Þórarinn segir það allt of lítið og bendir á að framlagið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sé á raunvirði 9% lægra en fyrir efnahagshrunið 2008. Stoppa þurfi upp í þetta gat á aukafjárlögum svo hún geti staðið undir hlutverki sínu sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins Í millitíðinni sé Landspítalinn nú í miklum mæli að sinna verkefnum sem leysa megi í heilsugæslu. „Maður heyrir það í ræðum svona á tyllidögum að [heilsugæslan] eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn og við heyrum það líka í skoðanakönnunum að fólkið, þjóðin, vill að heilbrigðiskerfið sé bætt. Og þetta er nú, eins og allir vita sem þekkja pýramídann, þetta er grunnurinn. Þarna á að vera hægt að leysa flest mál sem ekki þarf hátækni til. Og við erum tilbúin til þess, við þurfum bara fjármagn til að leyfa okkur að leysa þetta." Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira
Síðustu ár hefur gengið erfiðlega að manna heimilislækningar á heilsugæslustöðvum, bæði á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi. Sem viðbrögð við vandanum hefur verið reynt að fylla lausar stöður með almennum læknum, kandídötum og jafnvel fimmta árs læknanemum. Þórarinn Ingólfsson, formaður Félags íslenskra heimilislækna, segir að vandinn fari vaxandi með fólksfjölgun og hækkandi meðalaldri. „Það hefur ekki verið opnuð ný heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu síðan árið 2006, en síðan þá hefur þjóðinni fjölgað um 30.000. Þetta eru bara staðreyndir sem ekki er hægt að hlaupast frá," segir Þórarinn. „Og ef við lítum á landsbyggðina þá er að miklu leyti haldið uppi læknisþjónustu þar með farandlæknum. Maður veit dæmi þess að fólk flytur utan af landsbyggðinni í bæinn vegna þess að það er svo mikill óstöðugleiki í læknisþjónustunni. Því miður."Þarf að mennta tvöfalt fleiri heimilislækna Um 30 lækna vantar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins svo hún geti sinnt hlutverki sínu. Það eitt að fjölga stöðugildum er þó ekki nóg til að leysa vandann því mennta þarf fleiri til starfans. Fyrirséð er að næstu tíu árin muni allt að 45 sérfræðingar láta af störfum vegna aldurs á höfuðborgarsvæðinu en skortur er á yngri læknum til að fylla í þær stöður. „Það þarf að mennta fleiri. Það eru núna 36 í sérnáminu hérna heima og ég hef nú ekki tölu á því hvað eru margir erlendis, en það gætu verið 15-20. Við þurufm að tvöfalda þessa tölu bara til að halda í við eðlileg afföll á næstu tíu árum," segir Þórarinn. Á fjárlögum næsta árs er framlag til heilsugæslunnar aukið um sem nemur fjórum nýjum læknastöðum. Þórarinn segir það allt of lítið og bendir á að framlagið til heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu sé á raunvirði 9% lægra en fyrir efnahagshrunið 2008. Stoppa þurfi upp í þetta gat á aukafjárlögum svo hún geti staðið undir hlutverki sínu sem grunnstoð heilbrigðiskerfisins Í millitíðinni sé Landspítalinn nú í miklum mæli að sinna verkefnum sem leysa megi í heilsugæslu. „Maður heyrir það í ræðum svona á tyllidögum að [heilsugæslan] eigi að vera fyrsti viðkomustaðurinn og við heyrum það líka í skoðanakönnunum að fólkið, þjóðin, vill að heilbrigðiskerfið sé bætt. Og þetta er nú, eins og allir vita sem þekkja pýramídann, þetta er grunnurinn. Þarna á að vera hægt að leysa flest mál sem ekki þarf hátækni til. Og við erum tilbúin til þess, við þurfum bara fjármagn til að leyfa okkur að leysa þetta."
Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Sjá meira