Innlent

Tvöfalt fleiri ferðir verða farnar til Tenerife

Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar
Vikulega verða í boði 750 sæti fyrir farþega til Tenerife.
Vikulega verða í boði 750 sæti fyrir farþega til Tenerife. vísir
Í byrjun næsta árs verður pláss fyrir 750 farþega í viku til Tenerife og 550 til Kanaríeyja. Um er að ræða um tvöfalt meira framboð á ferðum en á sama tíma í ár.

Þetta kemur fram á vefnum Turisti.is.

Aukninguna má rekja til þess að 200 sæta þota á vegum flugfélagsins WOW hefur frá því í mars flogið alla laugardaga til Tenerife. Eftir áramót bætast við ferðir á þriðjudögum.

Því verða vikulega í boði 750 sæti til Tenerife og þar af 400 á vegum WOW.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×