Innlent

Slökkvilið kallað út vegna elds í Hellisheiðarvirkjun

Gissur Sigurðsson skrifar
vísir/gva
Mikill viðbúnaður var hjá slökkviliði í nótt eftir að tilkynnt var um eld í Hellisheiðarvirkjun upp úr klukkan tvö. Slökkvilið voru send frá Selfossi, Hveragerði og Reykjavík.

Brátt kom í ljós að eldurinn logaði í dæluhúsi austan við aðalbygginguna og var hann staðbundinn í rafmótor  við dælu þar inni. Slökkvistarf gekk vel en tjónið hefur ekki verið metið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×