Innlent

Lögreglan leitar að gluggagægi sem beraði sig í miðborginni

Vísir/Pjetur
Lögreglan leitar nú manns, sem beraði kynfæri sín fyrir utan glugga á íbúð í fjölbýlishúsi í miðborginni um klukkan hálf tvö í nótt. Íbúi þar tilkynnti lögreglunni um athæfi mannsins, en hann var hrofinn þegar lögreglu bar að.

Þá handtók lögreglan ungan karlmann , sem öskraði hástöfum á bílastæði við fjölbýlishús í Austurborginni í nótt. Hann var í annarlegu ástandi og ekki viðræðuhæfur þannig að hann var hýstur í fangageymnslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×