Innlent

Draga vélarvana bát til hafnar á Húsavík

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Gert er ráð fyrir að komið verði til hafnar um þrjúleytið í dag.
Gert er ráð fyrir að komið verði til hafnar um þrjúleytið í dag. Vísir/Pjetur
Þrjátíu tonna stálbátur varð vélarvana á Skjálfanda í morgun eftir að hann fékk í skrúfuna og var björgunarsveitin Garðar á Húsavík kölluð út um klukkan 10.

Gott veður er á svæðinu og var því lítil hætta talin á ferðum en björgunarsveitarmenn fóru á staðinn á Atlantic 75, harðbotna báti sveitarinnar, og eru þeir nú að draga vélarvana bátinn til hafnar á Húsavík.

Að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Landsbjörgu gengur ferðin hægt en gert er ráð fyrir að komið verði til hafnar um þrjúleytið í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×