Innlent

Litlir fingur leiki ekki með Neyðarkallinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Neyðarkallinn í ár
Neyðarkallinn í ár mynd/landsbjörg
Slysavarnafélaginu Landsbjörg hafa borist ábendingar um það að á einstaka Neyðarkalli er drifskaft sem karlinn heldur á ekki nógu vel límt og getur losnað við lítið átak.

Af þessum sökum hvetur Landsbjörg styrktaraðila sína til þess að gæta að því að litlir fingur leiki sér ekki með Neyðarkallinn „enda enda er hann ekki seldur sem leikfang heldur lyklakippa,“ eins og segir í tilkynningu.

Þá segir jafnframt að komi til þess að kallinn missi drifskaftið geti eigendur haft samband við skrifstofu Landsbjargar og fengið nýjan kall í skiptum fyrir þann sem missti.

Sala á Neyðarkallinum hófst í seinustu viku og var í fullum gangi um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×