Átta lönd í samstarf um öryggismál Svavar Hávarðsson skrifar 31. október 2015 07:00 Hagsmunir Íslands eru augljósir þegar kemur að samstarfi við leit og björgun - enda er LHG ekki búin til að takast á við stórslys á svæðinu. mynd/lhg Ísland og hin sjö aðildarríki Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægis þess. Forsvarsmenn strandgæslu þjóðanna átta, og þeirra á meðal forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, komu saman í New London í Bandaríkjunum í vikunni til að ljúka við samkomulagið sem var undirritað í gær. Að samtökunum standa auk Íslands, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð – eða yfirvöld í aðildarlöndunum sem annast landamæravörslu til sjávar, leit og björgun, viðbrögð við umhverfisslysum, fiskveiðigæslu og varnir og öryggismál til sjávar.Ásgrímur L. ÁsgrímssonÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að viðræður hafi staðið yfir í um þrjú ár. Kjarni samstarfsins er leit og björgun og samræming viðbragða við neyðarástandi sem getur skapast. Spurður hvort hugmyndir um alþjóðlega björgunarmiðstöð á Íslandi tengist samtökunum segir Ásgrímur ekki beina tengingu þar á milli. Hins vegar hafi hugmyndirnar verið kynntar fyrir aðildarþjóðunum og hvaða vinna er í gangi hér heima. Erlendir fréttaskýrendur gera mikið úr því að stofnun samtakanna náði ekki fram að ganga í fyrra vegna andstöðu kanadískra yfirvalda við þátttöku Rússlands vegna átakanna í Úkraínu. Á þeim tíma fóru Kanadamenn með formennsku í Norðurskautsráðinu sem nú er í höndum Bandaríkjanna. Þar er tekið til þess að strandgæsla flestra ríkjanna tengjast herjum landanna beint. Því hafi verið fundinn farvegur fyrir samskipti á milli ríkja sem standa í viðkvæmum deilum – og vísað beint til stirðra samskipta Rússa við alþjóðasamfélagið á síðustu misserum, enda geri samkomulagið ráð fyrir því að yfirmenn strandgæslu ríkjanna fundi á hverju ári. Fyrir er samningur á vettvangi Norðurskautsráðsins um leit og björgun á norðurslóðum frá 2011. The Arctic Coast Guard Forum er sagt setja meira kjöt á bein þess samnings þótt starfið verði ekki á vettvangi Norðurskautsráðsins. Hins vegar verður formennska samtakanna í takt við formennsku Norðurskautsráðsins – sem Bandaríkin fara með næstu tvö árin. Á næstunni verður fastsett hvaða þjóð gerir hvað – en haft er eftir yfirmanni bandarísku strandgæslunnar (U.S. Coast Guard) Paul Zukunft aðmírál í frétt CBC News, að fyrsta björgunaræfing landanna átta gæti jafnvel verið haldin svo snemma sem strax á næsta ári. Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Ísland og hin sjö aðildarríki Norðurskautsráðsins undirrituðu í gær samning um víðtækt samstarf um leit og björgun á norðurskautssvæðinu. Samtökin, The Arctic Coast Guard Forum, eru sögð mikilvægt skref í átt til alþjóðlegrar samvinnu á svæðinu og undirstriki framtíðarmikilvægis þess. Forsvarsmenn strandgæslu þjóðanna átta, og þeirra á meðal forstjóri Landhelgisgæslunnar, Georg Lárusson, komu saman í New London í Bandaríkjunum í vikunni til að ljúka við samkomulagið sem var undirritað í gær. Að samtökunum standa auk Íslands, Bandaríkin, Rússland, Kanada, Danmörk, Finnland, Noregur og Svíþjóð – eða yfirvöld í aðildarlöndunum sem annast landamæravörslu til sjávar, leit og björgun, viðbrögð við umhverfisslysum, fiskveiðigæslu og varnir og öryggismál til sjávar.Ásgrímur L. ÁsgrímssonÁsgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs hjá Landhelgisgæslunni, segir að viðræður hafi staðið yfir í um þrjú ár. Kjarni samstarfsins er leit og björgun og samræming viðbragða við neyðarástandi sem getur skapast. Spurður hvort hugmyndir um alþjóðlega björgunarmiðstöð á Íslandi tengist samtökunum segir Ásgrímur ekki beina tengingu þar á milli. Hins vegar hafi hugmyndirnar verið kynntar fyrir aðildarþjóðunum og hvaða vinna er í gangi hér heima. Erlendir fréttaskýrendur gera mikið úr því að stofnun samtakanna náði ekki fram að ganga í fyrra vegna andstöðu kanadískra yfirvalda við þátttöku Rússlands vegna átakanna í Úkraínu. Á þeim tíma fóru Kanadamenn með formennsku í Norðurskautsráðinu sem nú er í höndum Bandaríkjanna. Þar er tekið til þess að strandgæsla flestra ríkjanna tengjast herjum landanna beint. Því hafi verið fundinn farvegur fyrir samskipti á milli ríkja sem standa í viðkvæmum deilum – og vísað beint til stirðra samskipta Rússa við alþjóðasamfélagið á síðustu misserum, enda geri samkomulagið ráð fyrir því að yfirmenn strandgæslu ríkjanna fundi á hverju ári. Fyrir er samningur á vettvangi Norðurskautsráðsins um leit og björgun á norðurslóðum frá 2011. The Arctic Coast Guard Forum er sagt setja meira kjöt á bein þess samnings þótt starfið verði ekki á vettvangi Norðurskautsráðsins. Hins vegar verður formennska samtakanna í takt við formennsku Norðurskautsráðsins – sem Bandaríkin fara með næstu tvö árin. Á næstunni verður fastsett hvaða þjóð gerir hvað – en haft er eftir yfirmanni bandarísku strandgæslunnar (U.S. Coast Guard) Paul Zukunft aðmírál í frétt CBC News, að fyrsta björgunaræfing landanna átta gæti jafnvel verið haldin svo snemma sem strax á næsta ári.
Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Erlent Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Innlent Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Innlent Haraldur Briem er látinn Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði