Kirkjan er ávöxtur vináttu og trúar Bjarni Karlsson og Gregory Aikins skrifar 31. október 2015 07:00 Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarni Karlsson Mest lesið Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason Skoðun Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Línurnar skýrast Jóhanna Sigurðardóttir Fastir pennar Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Lesum í sporin! Steingrímur J. Sigfússon Skoðun Þegar skoðanir drepa samtalið Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Meirihluti telur Ísland á réttri leið Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Við sem þetta ritum höfum lengi verið vinir. Við höfum ræktað með okkur sérstaka vináttu sem okkur langar að deila með öðru fólki. Um árabil hittumst við hvern þriðjudagsmorgun kl. 10 til að lesa Biblíuna, biðja saman og eiga gott samtal með það að markmiði að veita hvor öðrum aðhald til að lifa ósviknu andlegu lífi. Það hefur orðið reynsla okkar að sú einfalda iðkun sem fólgin er í daglegum Biblíulestri og bæn ásamt vikulegu trúnaðarsamtali geri okkur betri en ella. Biblíulestur gefur þekkingu á Guði og mönnum, bænin veitir frið og öryggi og trúnaðarsamtalið skilur mann eftir með þá vissu að það sé í lagi að vera maður sjálfur. Við finnum öll að tímarnir eru að breytast. Kristið fólk í landinu skynjar örar breytingar í ytri þáttum og upplifir jafnvel kirkjuna sína í vörn. Við sem þetta ritum óttumst ekki þær breytingar sem nú ganga yfir. Við sjáum fyrir okkur kirkju Jesú Krists lifa og dafna í fjölmenningarþjóðfélaginu. Við trúum því að fjölmenningin sé hluti af Guðs góðu sköpun og að hann vilji að kristið fólk vandi sig við að lifa í heiminum eins og hann er. Almannarýmið er og verður vettvangur kristinnar kirkju. Um leið og þrengt er að hefðbundnu kirkjustarfi með margvíslegu móti skapast ný tækifæri til að lifa trúna í daglegu lífi og bera Jesú Kristi vitni. Kristin kirkja er ekki háð peningum, húsum eða embættum, hún er fjöldahreyfing þeirra sem vilja vera vinir og nemendur Jesú. Hann fæddist sem fátækur flóttamaður og var á endanum yfirgefinn af öllum. Sigur hans er sigur yfir ranglæti og einsemd og góða fréttin er sú að réttlæti og vinátta stendur öllum til boða í hans nafni. Kirkja Jesú er lífræn. Það merkir að hún vex innan frá, líkt og fræ sem sáð er í jörð eða grein á tré. Hún er ekki árangur af markaðssetningu heldur ávöxtur vináttu og trúar. Hún er ekki skipulag sem komið er á heldur atburður, fólk á ferð með góðar fréttir og veislu í farangrinum.
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar