Efast að erlendir geislafræðingar hafi næga menntun Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 31. október 2015 13:14 Vísir/VIlhelm Formaður félags geislafræðinga segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa til á Landspítalanum séu með menntun við hæfi. Hún segist undrast að spítalinn hafi leitað út fyrir landsteinanna þegar til staðar séu hæfir einstaklingar með mikla reynslu. Stöð 2 greindi frá því í gær að sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verði ekki endurráðnir á spítalann, heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.Sjá einnig: Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir. Mikill skortur hefur verið á geislafræðingum undanfarið og lítil endurnýjun í stéttinni. Landspítalinn auglýsti í sumar eftir geislafræðingum í útlöndum og fengu konurnar þær svör að búið væri að ráða erlenda einstaklinga í þeirra stöður. „Þetta vekur náttúrulega furðu okkar og okkur finnst að þarna sé um að ræða mjög hæft fólk með langa starfsreynslu og hefur staðið sig vel í vinnu. Að þeir séu ekki ráðnir aftur til vinnu heldur teknir útlendingar,“ segir Katrín Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Katrín segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa séu með menntun við hæfi. „Við viljum fá að vita með útlendingana, hvernig menntun þeirra er háttað. Eftir því sem við heyrum þá eru þarna innan um fólk frá löndum þar sem að menntunarstig er á allt öðru stigi heldur en á Íslandi. Mögulega alveg hægt að einhverjir geti verið með það en það er ólíklegt að það sé með það.“ Félagið telur í raun ólíklegt að þau séu hæf til starfsins. „Já, samkvæmt okkar skilningi á lögum þá má koma fólk hér að vinna sem er einu menntunarstigi neðar en menntun í landinu og þá erum við að tala um varðandi að það sé frítt flæði innan Evrópu. En þú mátt ekki fara neðar en það. Mér finnst mjög líklegt að, eða allavega er það alveg möguleiki, að fólk þarna sé neðar en það.“En þarf fólk ekki að vera tilbúið til þess að takast á við afleiðingar þess að segja upp störfum? „Jújú. Maður verður að vera tilbúinn til að gera það, en þarna eru laus störf og það er verið að ráða annað fólk. Maður getur ekki séð að það sé hagur samfélagsins að ganga fram hjá þessu fólki,“ sagði Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira
Formaður félags geislafræðinga segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa til á Landspítalanum séu með menntun við hæfi. Hún segist undrast að spítalinn hafi leitað út fyrir landsteinanna þegar til staðar séu hæfir einstaklingar með mikla reynslu. Stöð 2 greindi frá því í gær að sex geislafræðingar með áratuga reynslu, sem sögðu upp hjá Landspítalanum í verkfallinu í vor en sóttu aftur um vinnu eftir að gengið var frá kjarasamningum, verði ekki endurráðnir á spítalann, heldur verða erlendir starfsmenn ráðnir í þeirra stað.Sjá einnig: Geislafræðingar með áratuga reynslu ekki endurráðnir. Mikill skortur hefur verið á geislafræðingum undanfarið og lítil endurnýjun í stéttinni. Landspítalinn auglýsti í sumar eftir geislafræðingum í útlöndum og fengu konurnar þær svör að búið væri að ráða erlenda einstaklinga í þeirra stöður. „Þetta vekur náttúrulega furðu okkar og okkur finnst að þarna sé um að ræða mjög hæft fólk með langa starfsreynslu og hefur staðið sig vel í vinnu. Að þeir séu ekki ráðnir aftur til vinnu heldur teknir útlendingar,“ segir Katrín Katrín Sigurðardóttir, formaður félags geislafræðinga. Katrín segist efast um að þeir erlendu geislafræðingar sem ráðnir hafa verið til starfa séu með menntun við hæfi. „Við viljum fá að vita með útlendingana, hvernig menntun þeirra er háttað. Eftir því sem við heyrum þá eru þarna innan um fólk frá löndum þar sem að menntunarstig er á allt öðru stigi heldur en á Íslandi. Mögulega alveg hægt að einhverjir geti verið með það en það er ólíklegt að það sé með það.“ Félagið telur í raun ólíklegt að þau séu hæf til starfsins. „Já, samkvæmt okkar skilningi á lögum þá má koma fólk hér að vinna sem er einu menntunarstigi neðar en menntun í landinu og þá erum við að tala um varðandi að það sé frítt flæði innan Evrópu. En þú mátt ekki fara neðar en það. Mér finnst mjög líklegt að, eða allavega er það alveg möguleiki, að fólk þarna sé neðar en það.“En þarf fólk ekki að vera tilbúið til þess að takast á við afleiðingar þess að segja upp störfum? „Jújú. Maður verður að vera tilbúinn til að gera það, en þarna eru laus störf og það er verið að ráða annað fólk. Maður getur ekki séð að það sé hagur samfélagsins að ganga fram hjá þessu fólki,“ sagði Katrín Sigurðardóttir formaður Félags geislafræðinga.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Fleiri fréttir Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði Sjá meira