Hermann: Vona að Logi þurfi ekki að spila svona í vetur Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. október 2015 11:15 Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti leikmaður Njarðvíkur þegar liðið lagði Snæfell með ellefu stiga mun á sunnudagskvöldið í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Logi átti þó erfitt með skotin fyrir utan og hitti aðeins úr tveimur af fimmtán þriggja stiga tilraunum sínum. Hann er í öðruvísi hlutverki en áður vegna meiðsla Stefan Bonneau og þarf nú að stýra sóknarleik Njarðvíkur sem leikstjórnandi.Sjá einnig:Körfuboltakvöld: Keflavík verður alltaf Keflavík Það eru sérfræðingar Dominos-Körfuboltakvölds ekki ánægðir með, en þeim fannst Logi vera að reyna of erfiða hluti gegn Snæfelli og hreinlega vera í stöðu sem þreytir hann fyrr. „Þetta er ekki leikurinn hans loga. Leikurinn hans Loga er að koma „af pikkum“ og taka skot. Hann er einn besti leikmaðurinn í að nýta sér hindranir liðsfélaga sinna. Þarna er hann að gera alltof mikið. Þetta dregur bara af honum,“ sagði Hermann Hauksson í gærkvöldi og Kristinn Friðriksson bætti við: „Þó þetta sé opið skot er þetta ekki hans leikur. Hann er miklu betri að koma hraður „af pikki“ og annað hvort keyra inn að körfunni eða stökkva upp.“ Hermann hélt áfram: „Ég vona að þetta sé ekki sá leikur sem hann þarf að spila í vetur. Ég vona að það verði breyting á þessu hjá Njarðvík. Ég vil sjá Loga í allt öðruvísi stöðu þar sem hann nýtist betur,“ sagði hann og Kristinn fór svo langt að kenna slakri frammistöðu Njarðvíkurliðsins um þessa taktík. „Þeir eru að lenda í vandræðum á móti Snæfellsliði sem var lélegt þegar á reyndi. Þeir lenda í basli út af þessu, held ég. Logi er að klappa boltanum full mikið þarna. Eru þeir ekki með kerfi? Hvað er að frétta?“ sagði Kristinn Friðriksson.Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira
Landsliðsmaðurinn Logi Gunnarsson var stigahæsti leikmaður Njarðvíkur þegar liðið lagði Snæfell með ellefu stiga mun á sunnudagskvöldið í annarri umferð Dominos-deildarinnar. Logi átti þó erfitt með skotin fyrir utan og hitti aðeins úr tveimur af fimmtán þriggja stiga tilraunum sínum. Hann er í öðruvísi hlutverki en áður vegna meiðsla Stefan Bonneau og þarf nú að stýra sóknarleik Njarðvíkur sem leikstjórnandi.Sjá einnig:Körfuboltakvöld: Keflavík verður alltaf Keflavík Það eru sérfræðingar Dominos-Körfuboltakvölds ekki ánægðir með, en þeim fannst Logi vera að reyna of erfiða hluti gegn Snæfelli og hreinlega vera í stöðu sem þreytir hann fyrr. „Þetta er ekki leikurinn hans loga. Leikurinn hans Loga er að koma „af pikkum“ og taka skot. Hann er einn besti leikmaðurinn í að nýta sér hindranir liðsfélaga sinna. Þarna er hann að gera alltof mikið. Þetta dregur bara af honum,“ sagði Hermann Hauksson í gærkvöldi og Kristinn Friðriksson bætti við: „Þó þetta sé opið skot er þetta ekki hans leikur. Hann er miklu betri að koma hraður „af pikki“ og annað hvort keyra inn að körfunni eða stökkva upp.“ Hermann hélt áfram: „Ég vona að þetta sé ekki sá leikur sem hann þarf að spila í vetur. Ég vona að það verði breyting á þessu hjá Njarðvík. Ég vil sjá Loga í allt öðruvísi stöðu þar sem hann nýtist betur,“ sagði hann og Kristinn fór svo langt að kenna slakri frammistöðu Njarðvíkurliðsins um þessa taktík. „Þeir eru að lenda í vandræðum á móti Snæfellsliði sem var lélegt þegar á reyndi. Þeir lenda í basli út af þessu, held ég. Logi er að klappa boltanum full mikið þarna. Eru þeir ekki með kerfi? Hvað er að frétta?“ sagði Kristinn Friðriksson.Alla umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Körfubolti Svona var drátturinn í Meistaradeild Evrópu Fótbolti „Ég biðst afsökunar“ Körfubolti Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice Körfubolti Fantasýn ræðir framtíð Wirtz: Blóðugur upp fyrir haus að pumpa í hann lífi Enski boltinn Amorim gagnrýndur fyrir að horfa ekki á vítakeppnina Enski boltinn Neyðarleg tölfræði Onana í vítakeppninni Enski boltinn Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Körfubolti „Þetta var sjokk fyrir hann“ Körfubolti Fantasýn: Varar fólk við Richarlison Enski boltinn Fleiri fréttir Frakkar fóru létt með Belgana Skýrsla Henrys: Tækifærið rann strákunum úr greipum EM í dag: Hvar er konsertmeistarinn? „Ef hann fer inn í teig fær hann villu en við fáum lítið“ „Ég biðst afsökunar“ „Verðum að geta skotið betur“ Einkunnir á móti Ísrael: Máttum ekki við svona hauskúpuleik hjá Martin Myndasyrpa: Íslendingapartý tók yfir Katowice „Það er alltaf raunhæft að stefna á sigur“ Uppgjörið: Ísland - Ísrael 71-83 | Skotin duttu ekki og EM byrjar á tapi Sjáðu glaða Íslendinga hita upp í Katowice „Við erum bara að hugsa um körfubolta“ Íslendingapartý í Katowice „Þetta var sjokk fyrir hann“ Æfðu miðjuskotin: Síðasta æfing strákanna fyrir stóru stundina í myndum Söknuður af æskufélaganum: „Áttum að vera gömlu karlarnir“ Finnar byrjuðu EM á naumum sigri í Norðurlandaslag „Margir tittir í þessum hópi og máttum ekki við því að missa stóran mann“ Setji skugga á fyrsta leik að hann sé við Ísrael EM í dag: Ætli Katowice sé enn versta borg í heimi og leðurjakki í hitabylgju Svona var EM-Pallborðið Myndir: Áfallalaus æfing fyrir utan að Hilmar fékk bolta í punginn Strákarnir ekki fengið neinar hótanir Gætt af Interpol og sagt að fela fána fyrir leikinn við Ísland Tryggvi setti „að moka skít“ í annað sætið Nýliðarnir sömdu við danska stelpu með Íslandstengingu Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Tap í síðasta leik fyrir EM „Lukkudýrið“ í mál við félagið ÍR-ingar sækja Grikkja á Álftanesið: „Sannkallaðar gleðifréttir“ Sjá meira