Sonur Illuga vaknaði við þjóf inni í svefnherberginu Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 23. október 2015 09:40 Illugi Jökulsson rithöfundur átti viðburðaríka nótt. Myndin af innbrotsþjófinum er sviðsett. Vísir/Getty/GVA Illugi Jökulsson lenti í því óþægilega atviki að innbrotsþjófur braust inn á heimili hans í nótt. Atvikið var sérstaklega óþægilegt fyrir son rithöfundarins þar sem hann vaknaði upp við að maðurinn sat inni hjá honum og rausaði. Frá þessu greinir Illugi á Facebook síðu sinni. Hann segir í samtali við Vísi málið hafa farið betur en á horfðist. „Enginn var í hættu staddur sem er nú fyrir mestu en auðvitað var það óþægilegt fyrir son minn að vakna upp við það að einhver sé að þvælast inni á heimilinu,“ segir Illugi. Hann segir manninn hafa verið drukkinn en af heimilinu hurfu tölva og sími. Illugi hringdi í símann sinn eftir að hann varð var við að tölvuna og símann vantaði og svaraði innbrotsþjófurinn. „Ég hringdi bara í símann og hann svaraði fljótlega,“ útskýrir Illugi. Þeir mæltu sér mót rétt fyrir sex og skilaði maðurinn mununum. „Hann sagði að vinur sinn hefði verið með sér og að hann hefði tekið þetta en hann hefði síðan náð munum af honum.“Varð var við Fisk og lagði á flótta „Þá sagði hann mér að hann hefði bara verið í leit að partíi en hrökklast út undan látunum í hundinum og kettinum. Sérstaklega hefði rauði hundurinn verið með læti. Við eigum hins vegar engan hund. Hér er varðkötturinn Fiskur sem innbrotsmaðurinn óttaðist svo mjög að honum fannst hann vera rauður hundur,“ skrifaði Illugi í Facebook færslunni og birtir mynd af kettinum sínum. Færsluna má sjá hér að neðan. Illugi segir að þrátt fyrir að sonurinn hafi vaknað upp við frekar óþægilegar aðstæður þá hafi innbrotsþjófurinn kvatt hann kurteisislega og komið vel fram. „Hann var afskaplega kurteis við drenginn.“ Lögregla kom á staðinn í kjölfarið. Illugi segist afar ánægður með viðbrögð lögreglu. „Ég er afskaplega ánægður með viðmót lögreglunnar og vinnubrögð,“ segir Illugi sem var hinn allra rólegasti í morgunsárið. Innbrotsþjófur dúkkaði upp á heimili mínu í morgunsárið. Drengurinn vaknaði við að maður sat inni hjá honum og rausaði....Posted by Illugi Jökulsson on Friday, October 23, 2015 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira
Illugi Jökulsson lenti í því óþægilega atviki að innbrotsþjófur braust inn á heimili hans í nótt. Atvikið var sérstaklega óþægilegt fyrir son rithöfundarins þar sem hann vaknaði upp við að maðurinn sat inni hjá honum og rausaði. Frá þessu greinir Illugi á Facebook síðu sinni. Hann segir í samtali við Vísi málið hafa farið betur en á horfðist. „Enginn var í hættu staddur sem er nú fyrir mestu en auðvitað var það óþægilegt fyrir son minn að vakna upp við það að einhver sé að þvælast inni á heimilinu,“ segir Illugi. Hann segir manninn hafa verið drukkinn en af heimilinu hurfu tölva og sími. Illugi hringdi í símann sinn eftir að hann varð var við að tölvuna og símann vantaði og svaraði innbrotsþjófurinn. „Ég hringdi bara í símann og hann svaraði fljótlega,“ útskýrir Illugi. Þeir mæltu sér mót rétt fyrir sex og skilaði maðurinn mununum. „Hann sagði að vinur sinn hefði verið með sér og að hann hefði tekið þetta en hann hefði síðan náð munum af honum.“Varð var við Fisk og lagði á flótta „Þá sagði hann mér að hann hefði bara verið í leit að partíi en hrökklast út undan látunum í hundinum og kettinum. Sérstaklega hefði rauði hundurinn verið með læti. Við eigum hins vegar engan hund. Hér er varðkötturinn Fiskur sem innbrotsmaðurinn óttaðist svo mjög að honum fannst hann vera rauður hundur,“ skrifaði Illugi í Facebook færslunni og birtir mynd af kettinum sínum. Færsluna má sjá hér að neðan. Illugi segir að þrátt fyrir að sonurinn hafi vaknað upp við frekar óþægilegar aðstæður þá hafi innbrotsþjófurinn kvatt hann kurteisislega og komið vel fram. „Hann var afskaplega kurteis við drenginn.“ Lögregla kom á staðinn í kjölfarið. Illugi segist afar ánægður með viðbrögð lögreglu. „Ég er afskaplega ánægður með viðmót lögreglunnar og vinnubrögð,“ segir Illugi sem var hinn allra rólegasti í morgunsárið. Innbrotsþjófur dúkkaði upp á heimili mínu í morgunsárið. Drengurinn vaknaði við að maður sat inni hjá honum og rausaði....Posted by Illugi Jökulsson on Friday, October 23, 2015
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fleiri fréttir Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Sjá meira