Biskup segist verða fyrir ómaklegu og ómálefnalegu vantrausti innan kirkjuráðs Birgir Olgeirsson skrifar 24. október 2015 21:54 Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands Vísir/Anton Agnes M. Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð hafa sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættis liggja. Þetta kom fram í setningarræðu Agnesar á kirkjuþingi í morgun. Agnes sagði í ræðunni að hún telji sig hafa mætt vantrausti í störfum sínum í kirkjuráði sem hún telur ómálefnalegt og ómaklegt. Hún sagði ekki ofsagt að samstarfið í kirkjuráði hafi verið brokkgengt það ár sem liðið er frá því að nýir fulltrúar kirkjuþings voru kosnir í kirkjuráð á síðasta ára. Ein af embættisskyldum biskups Íslands er að leiða störf kirkjuráð og hefur sú skipan mála verið í samræmi við skipulagið í nágrannalöndum Íslands, svo sem Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þau sem skipa kirkjuráð eru Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna, Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna, séra Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra, og séra Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra.Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs „Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs hefur einkennt starfsárið og hafa biskup og kirkjuráð nú sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættisins liggja. Sú vinna mun hefjast fljótlega og vona ég að í kjölfar þeirrar vinnu verði skýrara hvar ábyrgð mála liggur,“ sagði Agnes. Hún sagði ljóst að það verði alltaf þannig að skoðanir séu ólíkar og um þær verður tekist. „Það er eðlilegt og er verkefni okkar allra að tala tillit til annarra og finna farsælar leiðir fyrir þjóðkirkjuna á breytingar tímum.“Gengur ekki að stjórnvald verði sjálfu sér sundurþykkt Agnes sagði það hins vegar varla geta gengið þegar stjórnvald verður sjálfu sér sundurþykkt. „Eins og birtist í máli númer níu hér á kirkjuþingi. Þar eru meðal flutningsmanna fulltrúar úr kirkjuráði, sem vilja þrátt fyrir að þjóðkirkjulögin í heild séu til umfjöllunar í löggjafarnefnd, mæla fyrir því að starfsskyldum biskups Íslands verði nú breytt á þann máta að biskup eigi ekki lengur sæti í kirkjuráði.“ Hún sagði að í þessu máli telji hún birtast það vantraust sem hún hefur mætt í störfum sínum í kirkjuráði. „Ég tel það ómálefnalegt og ómaklegt vantraust sem ég hef þurft að glíma við hingað til og nefni þetta hér því mér finnst mikilvægt að upplýsa kirkjuþing um þessa stöðu mála.“Sundurlyndi ekki það sem þjóðkirkja þarf Agnes sagði það ljúft og skylt að sinna verkefnum kirkjuráðs samhliða öðrum skyldum sínum sem biskup Íslands. Verkefni kirkjuráðs séu í sjálfu sér ekki erfið eða flókin, en langvarandi sundurlyndi hafi slæm áhrif á alla. „Sundurlyndi innan kirkjunnar er ekki það sem þjóðkirkjan þarf á að halda um þessar mundir. Nú þurfum við að standa saman. Það er brýnt að við sem erum í lykilstöðum í kirkjunni og sinnum trúnaðarstörfum fyrir hana leggjum til hliðar ágreining og mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum og einbeitum okkur að því að standa saman um það að koma fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju í viðunandi horf. En fyrst og fremst þurfum við að standa saman í því sameiginlega verkefni okkar að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist hvarvetna í sveit og borg. Það eru gömul sannindi og ný að sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við.“ Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um bann við samviskufrelsi á kirkjuþingi „Ég tel að þetta fljúgi í gegn.“ 23. október 2015 22:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Agnes M. Sigurðardóttir biskup og kirkjuráð hafa sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættis liggja. Þetta kom fram í setningarræðu Agnesar á kirkjuþingi í morgun. Agnes sagði í ræðunni að hún telji sig hafa mætt vantrausti í störfum sínum í kirkjuráði sem hún telur ómálefnalegt og ómaklegt. Hún sagði ekki ofsagt að samstarfið í kirkjuráði hafi verið brokkgengt það ár sem liðið er frá því að nýir fulltrúar kirkjuþings voru kosnir í kirkjuráð á síðasta ára. Ein af embættisskyldum biskups Íslands er að leiða störf kirkjuráð og hefur sú skipan mála verið í samræmi við skipulagið í nágrannalöndum Íslands, svo sem Finnlandi, Svíþjóð og Þýskalandi. Þau sem skipa kirkjuráð eru Svana Helen Björnsdóttir, fulltrúi leikmanna, Stefán Magnússon, fulltrúi leikmanna, séra Elínborg Gísladóttir, fulltrúi vígðra, og séra Gísli Gunnarsson, fulltrúi vígðra.Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs „Mismunandi skilningur á hlutverki kirkjuráðs hefur einkennt starfsárið og hafa biskup og kirkjuráð nú sammælst um að leita eftir áliti lögfræðinga á því hvar mörk ábyrgðar og hlutverks kirkjuráðs og biskupsembættisins liggja. Sú vinna mun hefjast fljótlega og vona ég að í kjölfar þeirrar vinnu verði skýrara hvar ábyrgð mála liggur,“ sagði Agnes. Hún sagði ljóst að það verði alltaf þannig að skoðanir séu ólíkar og um þær verður tekist. „Það er eðlilegt og er verkefni okkar allra að tala tillit til annarra og finna farsælar leiðir fyrir þjóðkirkjuna á breytingar tímum.“Gengur ekki að stjórnvald verði sjálfu sér sundurþykkt Agnes sagði það hins vegar varla geta gengið þegar stjórnvald verður sjálfu sér sundurþykkt. „Eins og birtist í máli númer níu hér á kirkjuþingi. Þar eru meðal flutningsmanna fulltrúar úr kirkjuráði, sem vilja þrátt fyrir að þjóðkirkjulögin í heild séu til umfjöllunar í löggjafarnefnd, mæla fyrir því að starfsskyldum biskups Íslands verði nú breytt á þann máta að biskup eigi ekki lengur sæti í kirkjuráði.“ Hún sagði að í þessu máli telji hún birtast það vantraust sem hún hefur mætt í störfum sínum í kirkjuráði. „Ég tel það ómálefnalegt og ómaklegt vantraust sem ég hef þurft að glíma við hingað til og nefni þetta hér því mér finnst mikilvægt að upplýsa kirkjuþing um þessa stöðu mála.“Sundurlyndi ekki það sem þjóðkirkja þarf Agnes sagði það ljúft og skylt að sinna verkefnum kirkjuráðs samhliða öðrum skyldum sínum sem biskup Íslands. Verkefni kirkjuráðs séu í sjálfu sér ekki erfið eða flókin, en langvarandi sundurlyndi hafi slæm áhrif á alla. „Sundurlyndi innan kirkjunnar er ekki það sem þjóðkirkjan þarf á að halda um þessar mundir. Nú þurfum við að standa saman. Það er brýnt að við sem erum í lykilstöðum í kirkjunni og sinnum trúnaðarstörfum fyrir hana leggjum til hliðar ágreining og mismunandi skoðanir á hinum ýmsu málum og einbeitum okkur að því að standa saman um það að koma fjárhagslegum samskiptum ríkis og kirkju í viðunandi horf. En fyrst og fremst þurfum við að standa saman í því sameiginlega verkefni okkar að boða fagnaðarerindið um Jesú Krist hvarvetna í sveit og borg. Það eru gömul sannindi og ný að sameinuð stöndum við, en sundruð föllum við.“
Tengdar fréttir Leggja fram tillögu um bann við samviskufrelsi á kirkjuþingi „Ég tel að þetta fljúgi í gegn.“ 23. október 2015 22:23 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Innlent Telja sig vita hvernig maðurinn lést Innlent Fleiri fréttir Telja sig vita hvernig maðurinn lést Nýja göngubrúin yfir Sæbraut fer upp í næstu viku Logi fordæmir ummæli Jóns Gnarr um Vísi Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Sjá meira
Leggja fram tillögu um bann við samviskufrelsi á kirkjuþingi „Ég tel að þetta fljúgi í gegn.“ 23. október 2015 22:23