Ungliðar komu, sáu og sigruðu á landsfundi Heimir Már Pétursson skrifar 25. október 2015 22:03 Forysta Sjálfstæðisflokksins fékk rússneska kosningu á landsfundi flokksins í dag eða yfir níutíu prósent atkvæða. Nýkjörinn ritari segir flokkinn hafa staðfest á fundinum að hann treysti ungu fólki til ábyrgðarstarfa. Það er óhætt að segja að nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fengið glæsilega kosningu á landsfundinum og að unga fólkið hafi komið, séð og sigrað. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður flokksins með 96 prósentum atkvæða sem er besta kosning sem hann hefur fengið í formannsembættið í þau fimm skipti sem hann hefur verið í framboði. Ólöf Nordal sem nú tekur í annað sinn við varaformennskunni fékk enn glæsilegri kosningu eða 96,7 prósent atkvæða. Óvæntasta uppákoman á landsfundinum var hins vegar óvænt framboð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti ritara. Eftir að hún bauð sig fram í gær dróg Guðlaugur Þór Þórðarson framboð sitt til endurkjörs til baka nokkrum klukkustundum síðar. „Það er best fyrir flokkinn minn, fyrir flokkinn okkar, þegar ungur öflugur frambjóðandi býður sig fram í embætti ritara að ég stigi til hliðar og styðji það framboð og ég vona að við gerum það öll,“ sagði Guðlaugur áður en kosningar um embætti hófust í flokknum í dag. Það var engu að síður spenna í loftinu þegar úrslit um kosninganna lágu fyrir, þar sem Áslaug Arna hlaut 91,9 prósent atkvæða. „Kæru vinir. Í gær spurði ég ykkur hvort Sjálfstæðisflokkurinn meinti það þegar hann segðist hlusta á og treysta ungu fólki. Nú stend ég hér og spurningunni hefur verið svarað,“ sagði Áslaug Arna þegar hún ávarpaði fundinn eftir að úrslit lágu fyrir. Í viðtali við fréttastofu sagðist hún telja sig geta breikkað ásýnd forystu flokksins í augum kjósenda en hún er tæplega 25 ára gömul laganemi. Hverjir vissu af þessu framboði, voru þetta samantekin ráð hjá ungliðum? Þetta virtist koma fólki svolítið á óvart. „Þetta voru ekki samantekin ráð hjá ungliðum. Þetta var bara mín einstaklingsákvörðun sem ég tók í gær,“ segir Áslaug Arna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra kallaði eftir því í framboðsræðu sinni til varaformanns á landsfundinum að ungt fólk yrði kallað til starfa og fékk því ósk sína uppfyllta. „Þetta kom öllum mjög mikið á óvart. En ég held að þetta muni efla Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum verið að kalla eftir ungu fólki. Þessi fundur hefur ekki hvað síst snúist um unga fólkið. Þau hafa verið einstaklega kraftmikil og skemmtileg á þessum fundi,“ segir Ólöf Nordal. Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Forysta Sjálfstæðisflokksins fékk rússneska kosningu á landsfundi flokksins í dag eða yfir níutíu prósent atkvæða. Nýkjörinn ritari segir flokkinn hafa staðfest á fundinum að hann treysti ungu fólki til ábyrgðarstarfa. Það er óhætt að segja að nýkjörin forysta Sjálfstæðisflokksins hafi fengið glæsilega kosningu á landsfundinum og að unga fólkið hafi komið, séð og sigrað. Bjarni Benediktsson var endurkjörinn formaður flokksins með 96 prósentum atkvæða sem er besta kosning sem hann hefur fengið í formannsembættið í þau fimm skipti sem hann hefur verið í framboði. Ólöf Nordal sem nú tekur í annað sinn við varaformennskunni fékk enn glæsilegri kosningu eða 96,7 prósent atkvæða. Óvæntasta uppákoman á landsfundinum var hins vegar óvænt framboð Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur í embætti ritara. Eftir að hún bauð sig fram í gær dróg Guðlaugur Þór Þórðarson framboð sitt til endurkjörs til baka nokkrum klukkustundum síðar. „Það er best fyrir flokkinn minn, fyrir flokkinn okkar, þegar ungur öflugur frambjóðandi býður sig fram í embætti ritara að ég stigi til hliðar og styðji það framboð og ég vona að við gerum það öll,“ sagði Guðlaugur áður en kosningar um embætti hófust í flokknum í dag. Það var engu að síður spenna í loftinu þegar úrslit um kosninganna lágu fyrir, þar sem Áslaug Arna hlaut 91,9 prósent atkvæða. „Kæru vinir. Í gær spurði ég ykkur hvort Sjálfstæðisflokkurinn meinti það þegar hann segðist hlusta á og treysta ungu fólki. Nú stend ég hér og spurningunni hefur verið svarað,“ sagði Áslaug Arna þegar hún ávarpaði fundinn eftir að úrslit lágu fyrir. Í viðtali við fréttastofu sagðist hún telja sig geta breikkað ásýnd forystu flokksins í augum kjósenda en hún er tæplega 25 ára gömul laganemi. Hverjir vissu af þessu framboði, voru þetta samantekin ráð hjá ungliðum? Þetta virtist koma fólki svolítið á óvart. „Þetta voru ekki samantekin ráð hjá ungliðum. Þetta var bara mín einstaklingsákvörðun sem ég tók í gær,“ segir Áslaug Arna. Ólöf Nordal innanríkisráðherra kallaði eftir því í framboðsræðu sinni til varaformanns á landsfundinum að ungt fólk yrði kallað til starfa og fékk því ósk sína uppfyllta. „Þetta kom öllum mjög mikið á óvart. En ég held að þetta muni efla Sjálfstæðisflokkinn. Við höfum verið að kalla eftir ungu fólki. Þessi fundur hefur ekki hvað síst snúist um unga fólkið. Þau hafa verið einstaklega kraftmikil og skemmtileg á þessum fundi,“ segir Ólöf Nordal.
Tengdar fréttir Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45 Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53 Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01 Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00 Mest lesið Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Innlent Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Erlent Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Innlent Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Innlent „Algjört þjófstart á sumrinu“ Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent Fleiri fréttir Vilja aðra tillögu í stað Völugötu sem átti að koma í stað Bjargargötu „Algjört þjófstart á sumrinu“ Úlfari var boðin staða lögreglustjóra á Austurlandi Yfirmaður herafla NATO á Íslandi Hestamenn láta tæpa hálfa milljón stöðva sig Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Lögreglustjórafélagið fjallar um starfslok Úlfars Enn þjarmað að Flokki fólksins vegna styrkjamálsins Hægir verulega á fjölgun erlendra ríkisborgara Borgin rukkar hestamenn og þeir hætta við reiðina Kaupa frekar gervigreindartónlist í þætti en frumsamið efni Laupur stelur senunni í Árbæjarlaug Bein útsending: Ísland og Norðurslóðir í nýjum heimi – Ógnir og öryggi, áskoranir og tækifæri Kona réðst á pizzusendil sem vildi fá símann sinn aftur Enn einn skjálftinn austan við Grímsey Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Sjá meira
Ungar konur til áhrifa: Sópuðu til sín nokkrum mikilvægustu embættunum Tvær konur, yngri en 25 ára, fengu helstu áhrifaembætti innan Sjálfstæðisflokksins og Vinstri grænna um helgina 25. október 2015 09:45
Ungir sjálfstæðismenn leggjast gegn Stjórnstöð ferðamála Hópurinn leggur fram fjölda tillagna svo flokkurinn geti orðið raunhæfur valkostur fyrir ungt fólk. 23. október 2015 12:53
Heitar umræður á landsfundi: „Hver er þessi Ari Edwald?“ Landsfundur felldi tillögu um að afnema alla tolla á næstu fjórum árum. 25. október 2015 12:01
Sjálfstæðisflokkur aldrei minni fyrir landsfund Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag. Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir hneykslismál ráðherra geta haft áhrif á fylgi flokksiins. Tilhneiging sé til að fylgi stjórnmálaflokka aukist skömmu eftir lands 23. október 2015 10:00