Arnþrúður sakar Vísi um fréttafölsun og mútuþægni Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2015 08:47 Arnþrúður skorar á blaðamann Vísis að greina frá því hversu mikið hann fékk greitt fyrir að segja af skoðanakönnun Útvarps Sögu. Vísir „Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka. Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira
„Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka.
Mest lesið Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Innlent Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Innlent Ökumaður bifhjólsins látinn Innlent Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Innlent Ljóstruðu upp um heimilisfang sænska forsætisráðherrans á Strava Erlent Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Innlent Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Innlent Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar Innlent Fleiri fréttir Hlaup er hafið úr Mýrdalsjökli Ökumaður bifhjólsins látinn Dettifoss vélarvana úti á ballarhafi Flugvél snúið við vegna bilunar „Enn ein viðurkenning að það má brjóta á fötluðu fólki“ Ógeðsleg aðkoma að íbúðinni eftir Airbnb-gesti Óska eftir vitnum: Missti stjórn og hafnaði á vegriði Bíða niðurstaðna um magakveisuna á Laugarvatni Dómurinn vonbrigði en virkjunin ekki út úr myndinni Kona á fimmtugsaldri í haldi vegna hnífstunguárásar „Nú verður að hafa hraðar hendur“ Hvammsvirkjun í uppnámi og ókyrrð hjá Play Hæstiréttur hafnar Hvammsvirkjun Inga Sæland með galsa á þingi í nótt „Orðaskiftismetið tikið“ Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Sjá meira