Arnþrúður sakar Vísi um fréttafölsun og mútuþægni Jakob Bjarnar skrifar 27. október 2015 08:47 Arnþrúður skorar á blaðamann Vísis að greina frá því hversu mikið hann fékk greitt fyrir að segja af skoðanakönnun Útvarps Sögu. Vísir „Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka. Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
„Ágætu lesendur á Visir.is, það var bortist inná heimasíðu Útvarps Sögu í kvöld og sömuleiðis var brotist inná facebooksíðu stöðvarinnar og þessi spurning sett inn,“ segir Arnþrúður Karlsdóttir útvarpsstjóri á Útvarpi Sögu í athugasemd á Vísi. Vísir greindi frá því skömmu undir miðnætti í gær að á vef útvarpsstöðvarinnar væri að finna skoðanakönnun þar sem spurt er: „Er Arnþrúður Karlsdóttir fyllibytta?“ Í fréttinni er jafnframt greint frá því að spurningin vísi til umdeildrar könnunar Útvarps Sögu þar sem spurt var: „Treystir þú Bubba Morthens?“ Í fréttinni er ekki gert ráð fyrir öðru en hún sé sett fram af Útvarpi Sögu, þó sérkennileg megi heita.Hver greiddi blaðamanni Vísis?Athugsemd sína setur Arnþrúður inn í nótt um klukkan þrjú og hún lætur ekki staðar numið við að upplýsa um aðkomu tölvuþrjótanna heldur sakar hún blaðamann Vísis um að eiga hlut í máli, að hann hafi verið í slagtogi með tölvuþrjótunum og gott betur, að hann hafi þegið mútur:Arnþrúður og lögmaður hennar, sem ætlar að ná í skottið á þeim netverjum sem láta ærumeiðandi ummæli falla um sig og Útvarp Sögu.„Hún er því ekki á vegum Útvarps Sögu. Það mekilega er að á sama tíma í kvöld og þessi "frétt" var sett inn á visi.is þá var brotist inná lykilorðið á fb.síðu okkar. Þetta er greinilega fyrirfram undirbúin "frétt" hjá Vísi og skora ég á blaðamanninn, Bjarka Ármannsson að segja okkur hinum hvað hann fékk mikið greitt fyrir að gera þetta og hver greiddi honum. Ég hef skilning á að blaðamenn þurfi að verða sér útí um aukavinnu en það er almennt gerð sú krafa að sú aukavinna sé heiðarlega unnin. Með kveðju Arnþrúður Karlsdóttir“Ærumeiðandi ummæliKolbeinn Tumi Daðason, aðstoðarritstjóri 365 miðla, segir þessar ásakanir vart svaraverðar þó alvarlegar megi heita og hljóti að flokkast sem ærumeiðingar. En, þær hljóti reyndar að dæma sig sjálfar, svo fráleitar eru þær.Útvarpsstjórinn fer mikinn í athugasemd sinni.Skoðanakannanir Útvarps Sögu hafa verið umdeildar og var talsvert fjallað um könnunina „Treystir þú Bubba Morthens?“ í fjölmiðlum og greindi Arnþrúður frá því í ítarlegu viðtali við Vísi að tölvuþrjótar hefðu átt við könnunina, rúmlega 40 þúsund atkvæði bárust, flest streymdu þau inn á síðustu metrunum og þá með svarinu „Já“. Þeirri „niðurstöðu“ var svo snúið við á dularfullan hátt og var þá megnið þeirrar „skoðunar“ að ekki mætti treysta Bubba. Vísir hefur einnig greint frá því að Arnþrúður Karlsdóttir hefur ráðið lögmann Sævar Þór Jónsson til að vakta netið og safna saman ummælum um sig og Útvarp Sögu sem meðal annars hafa fallið á athugasemdakerfum fjölmiðla og samskiptamiðlum sem mega flokkast sem meiðyrði, þá með það fyrir augum að sækja viðkomandi til saka.
Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent