Útvarp Saga í mál við netverja Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2015 17:12 Arnþrúður ætlar ekki að sitja lengur undir geipi netverja og hefur fengið harðsnúinn lögmann til að vakta internetið og horfa eftir hugsanlegum meiðyrðum í sinn garð og sinna. Sævar Þór Jónsson lögmaður greinir frá því í pistli á Eyjunni að hann vakti nú internetið og skoði sérstaklega ummæli sem fallið hafa um Útvarp Sögu og þá sem að þeirri útvarpsstöð standa. Sævar Þór hefur gert þetta með það fyrir augum að sækja þá til saka sem gerst hafa sekir við brot á hegningarlögum með því þá að hafa látið ærumeiðandi ummæli falla.Sama hversu grjótharðir menn eru við lyklaborðið, þeir ættu að hugsa sig um tvisvar vilji þeir víkja ókvæðisorðum að Útvarpi S0gu, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni.„Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti. Það á ekki að líðast í lýðræðisríki að fólk þurfi að sitja undir persónulegum árásum á opinberum vettvangi eins og internetinu og þurfa að þola særandi og ærumeiðandi ummæli ítrekað,“ segir lögmaðurinn í pistlinum. „Það er partur af eðlilegum samskiptum að hver og einn íhugi framgöngu sína og hvaða áhrif orð geta haft á fólk þegar talað er um persónu þess og ekki síst hvaða áhrif það getur haft á fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Skiptir engu hvort um opinbera persónu sé að ræða eða ekki, aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Sævar Þór í pistli sínum. Ekki tókst að ná tali af lögmanninum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þá inna hann eftir því hvort hann væri kominn með marga á skrá sem mega búast við því að hann sæki til saka. En, þeir sem eru grjótharðir á bak við lyklaborðið og vilja tjá sig með ofsafengnum hætti um Útvarp Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og helstu stjörnu stöðvarinnar, Pétur Gunnlaugsson, ættu að hugsa sig um tvisvar, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni. Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður greinir frá því í pistli á Eyjunni að hann vakti nú internetið og skoði sérstaklega ummæli sem fallið hafa um Útvarp Sögu og þá sem að þeirri útvarpsstöð standa. Sævar Þór hefur gert þetta með það fyrir augum að sækja þá til saka sem gerst hafa sekir við brot á hegningarlögum með því þá að hafa látið ærumeiðandi ummæli falla.Sama hversu grjótharðir menn eru við lyklaborðið, þeir ættu að hugsa sig um tvisvar vilji þeir víkja ókvæðisorðum að Útvarpi S0gu, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni.„Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti. Það á ekki að líðast í lýðræðisríki að fólk þurfi að sitja undir persónulegum árásum á opinberum vettvangi eins og internetinu og þurfa að þola særandi og ærumeiðandi ummæli ítrekað,“ segir lögmaðurinn í pistlinum. „Það er partur af eðlilegum samskiptum að hver og einn íhugi framgöngu sína og hvaða áhrif orð geta haft á fólk þegar talað er um persónu þess og ekki síst hvaða áhrif það getur haft á fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Skiptir engu hvort um opinbera persónu sé að ræða eða ekki, aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Sævar Þór í pistli sínum. Ekki tókst að ná tali af lögmanninum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þá inna hann eftir því hvort hann væri kominn með marga á skrá sem mega búast við því að hann sæki til saka. En, þeir sem eru grjótharðir á bak við lyklaborðið og vilja tjá sig með ofsafengnum hætti um Útvarp Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og helstu stjörnu stöðvarinnar, Pétur Gunnlaugsson, ættu að hugsa sig um tvisvar, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni.
Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps Erlent Fleiri fréttir Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Sjá meira