Útvarp Saga í mál við netverja Jakob Bjarnar skrifar 15. október 2015 17:12 Arnþrúður ætlar ekki að sitja lengur undir geipi netverja og hefur fengið harðsnúinn lögmann til að vakta internetið og horfa eftir hugsanlegum meiðyrðum í sinn garð og sinna. Sævar Þór Jónsson lögmaður greinir frá því í pistli á Eyjunni að hann vakti nú internetið og skoði sérstaklega ummæli sem fallið hafa um Útvarp Sögu og þá sem að þeirri útvarpsstöð standa. Sævar Þór hefur gert þetta með það fyrir augum að sækja þá til saka sem gerst hafa sekir við brot á hegningarlögum með því þá að hafa látið ærumeiðandi ummæli falla.Sama hversu grjótharðir menn eru við lyklaborðið, þeir ættu að hugsa sig um tvisvar vilji þeir víkja ókvæðisorðum að Útvarpi S0gu, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni.„Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti. Það á ekki að líðast í lýðræðisríki að fólk þurfi að sitja undir persónulegum árásum á opinberum vettvangi eins og internetinu og þurfa að þola særandi og ærumeiðandi ummæli ítrekað,“ segir lögmaðurinn í pistlinum. „Það er partur af eðlilegum samskiptum að hver og einn íhugi framgöngu sína og hvaða áhrif orð geta haft á fólk þegar talað er um persónu þess og ekki síst hvaða áhrif það getur haft á fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Skiptir engu hvort um opinbera persónu sé að ræða eða ekki, aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Sævar Þór í pistli sínum. Ekki tókst að ná tali af lögmanninum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þá inna hann eftir því hvort hann væri kominn með marga á skrá sem mega búast við því að hann sæki til saka. En, þeir sem eru grjótharðir á bak við lyklaborðið og vilja tjá sig með ofsafengnum hætti um Útvarp Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og helstu stjörnu stöðvarinnar, Pétur Gunnlaugsson, ættu að hugsa sig um tvisvar, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Sævar Þór Jónsson lögmaður greinir frá því í pistli á Eyjunni að hann vakti nú internetið og skoði sérstaklega ummæli sem fallið hafa um Útvarp Sögu og þá sem að þeirri útvarpsstöð standa. Sævar Þór hefur gert þetta með það fyrir augum að sækja þá til saka sem gerst hafa sekir við brot á hegningarlögum með því þá að hafa látið ærumeiðandi ummæli falla.Sama hversu grjótharðir menn eru við lyklaborðið, þeir ættu að hugsa sig um tvisvar vilji þeir víkja ókvæðisorðum að Útvarpi S0gu, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni.„Stjórnendur útvarpsstöðvarinnar Útvarps Sögu hafa falið mér að sækja þá til ábyrgðar sem harðast hafa gengið fram gegn persónum þeirra með óvægnum og ómálefnalegum hætti. Það á ekki að líðast í lýðræðisríki að fólk þurfi að sitja undir persónulegum árásum á opinberum vettvangi eins og internetinu og þurfa að þola særandi og ærumeiðandi ummæli ítrekað,“ segir lögmaðurinn í pistlinum. „Það er partur af eðlilegum samskiptum að hver og einn íhugi framgöngu sína og hvaða áhrif orð geta haft á fólk þegar talað er um persónu þess og ekki síst hvaða áhrif það getur haft á fjölskyldur þeirra og aðstandendur. Skiptir engu hvort um opinbera persónu sé að ræða eða ekki, aðgát skal höfð í nærveru sálar,“ segir Sævar Þór í pistli sínum. Ekki tókst að ná tali af lögmanninum, þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir og þá inna hann eftir því hvort hann væri kominn með marga á skrá sem mega búast við því að hann sæki til saka. En, þeir sem eru grjótharðir á bak við lyklaborðið og vilja tjá sig með ofsafengnum hætti um Útvarp Sögu, Arnþrúði Karlsdóttur útvarpsstjóra og helstu stjörnu stöðvarinnar, Pétur Gunnlaugsson, ættu að hugsa sig um tvisvar, því Sævar Þór gæti verið á vaktinni.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Erlent Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Erlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira