Kína verður aldrei stærsta hagkerfi heims Lars Christensen skrifar 28. október 2015 09:45 Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Mest lesið Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar Skoðun Steinunn GG hefur það sem mestu skiptir Sverrir Þórisson skrifar Skoðun Við erum að missa klefann Arnar Ingi Ingason skrifar Skoðun Framtíð íslenskunnar í alþjóðlegan heimi Alaina Bush skrifar Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun 4% – varúðarviðmið sem byggist á vísindum Lísa Anne Libungan skrifar Skoðun Tölum Breiðholtið upp Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Að leiðast er ekki alltaf leiðinlegt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Loftslagsáhætta er öryggismál Jóhann Páll Jóhannsson,Johan Rockström skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er fjölbreytt borg Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Hversdagurinn er ævintýri Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Lærdómur frá Grænlandi um fæðuöryggi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Ísland–Kanada Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð þróun í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar Sjá meira
Því verður ekki á móti mælt að efnahagsþróun Kína síðustu 30 ár hefur verið glæsileg. En það eru góðar ástæður fyrir því að hagvöxtur í Kína verður mun lægri næstu 30 ár en síðustu 30 ár.Ekki fleiri auðveldir kostir Það er vel þekkt staðreynd að tekjulág lönd hafa tilhneigingu til að vaxa hraðar en tekjuhá lönd. Ein helsta ástæðan fyrir þessu jöfnunarferli er flutningur á þekkingu og tækni frá hátekjulöndum. Að jafnaði er vandamálið hjá fátækum löndum ekki skortur á vinnuafli heldur skortur á fjármagni, tækni og kunnáttu. Þegar fjármagn og tækniþekking eru flutt frá hátekjulöndum til lágtekjulanda flyst því hagvöxturinn með. Þetta er að miklu leyti það sem við höfum séð í Kína á síðustu 30 árum. En í framtíðinni verður möguleikinn á að vinna upp muninn minni og það mun hægja á vextinum.Fjárfestingar í stað einkaneyslu Yfirvöld í Kína hafa á undanförnum 30 árum haft hagvaxtarstefnu sem hefur ýtt verulega undir fjárfestingar. Þannig hafa fjárfestingar lengi verið um 40 prósent af vergri landsframleiðslu. Þetta er mun hærra hlutfall en í nokkru öðru landi sem er á sama þróunarstigi og Kína. Á því leikur enginn vafi að þessi hagvaxtarstefna hefur verið árangursrík hvað varðar það að auka verga landsframleiðslu, en það má vissulega efast um „gæði“ þessa vaxtar. Þannig hefur vöxtur á einkaneyslu stöðugt verið minni en vöxtur fjárfestinga og vergrar landsframleiðslu. Það eru hins vegar sífellt fleiri vísbendingar um verulega offjárfestingu og slæmar fjárfestingar, og nú tala kínversk yfirvöld býsna opinskátt um að þau vilji koma jafnvægi á hagvöxtinn þannig að hann verði neytendum til meiri hagsbóta. Slíku jafnvægi ber að fagna, en áhrifin verða að öllum líkindum einnig minni auðsöfnun, og þar af leiðandi mun hægja verulega á framleiðniaukningu á næstu árum í Kína.Verður gömul þjóð en ekki rík En mesta áskorunin fyrir kínverska hagkerfið gæti reynst vera hinar mjög svo neikvæðu lýðfræðilegu horfur í Kína. Mesti lýðfræðilegi þrjóturinn er vafalaust hin illræmda einbirnisstefna kínverska kommúnistaflokksins, sem hefur dregið verulega úr fólksfjölgun. Staðan er reyndar þannig að Kínverjum mun fara sífellt fækkandi á komandi áratugum. Þetta þýðir líka að útlit er fyrir minnkandi vinnuafl í Kína og það mun í auknum mæli draga úr kínverskum hagvexti á næstu áratugum.Í átt að samdrætti eftir 30 ár Vísbendingar eru um að hagvöxtur í Kína hafi þegar fallið niður í um sex prósent, úr tíu prósentum fyrir aðeins örfáum árum, og að hinn þríþætti „mótvindur“ í formi minni munar til að jafna, minni fjárfestingar og neikvæðrar lýðfræði muni draga enn frekar úr hagvexti á næstu áratugum, og það er veruleg hætta á að einkum hinar neikvæðu lýðfræðihorfur muni leiða til neikvæðs hagvaxtar í Kína innan næstu þrjátíu ára.
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stóra sameiginlega sýnin um betra borgarsvæði – og Suðurlandsbraut Arnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði orsök fátæktar einstaklinga og fjölskyldna – Hugmynd að lausn við bráðavanda Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Eru fjáröflunarherferðir KÍ, Mottumars og Bleika slaufan, siðferðilega réttlætanlegar? Einar Páll Svavarsson skrifar