Íslenskt efnahagslíf kemst í „allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu“ en verið hefur um langt skeið Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 16:50 Már Guðmundsson, seðlabankastjóri, og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag. vísir/gva „Heilt yfir eins og ég tel að muni koma í ljós bæði í þessari kynningu og smám saman eftir því sem tímanum vindur fram að þá erum við með þessum aðgerðum að komast í allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu heldur en íslenskt efnahagslíf hefur búið við um langt skeið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir umfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í vegna uppgjöra föllnu bankanna. Bjarni sagði að um væri að ræða stærstu efnahagsgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildaráhrif þeirra eru gríðarleg. Þau væru slík að erfitt væri að finna samlíkingu úr fortíðinni. Aðgerðirnar fela það í sér að slitabú föllnu bankanna fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, greiða til þeirra svokallað stöðugleikaframlag og fara svo í gegnum nauðasamninga. Alls nema aðgerðirnar 856 milljörðum króna en 500 milljarðar króna renna beint eða óbeint í ríkissjóð. Seðlabankinn hefur samþykkt að veita slitastjórnum föllnu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftum og kvaðst Bjarni ætla að styðja þá niðurstöðu. Þegar hann hefði tilkynnt það eftir formlegum leiðum myndi málið fara áfram til slitastjórna sem þyrftu svo að ljúka gerð nauðasamninga og fara fyrir dómstóla. „Því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til þess að taka til meðhöndlunar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar, sem reyndar hvert um sig ef við værum að horfa á gjaldþrot myndi rata á lista yfir 10 stærstu gjaldþrot bandarískrar fyrirtækjasögu. Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir því að það verði viðbótarfrestir þó ekki væri nema til þess að dómstólar fái hæfilegan og sanngjarnan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu.“ Tengdar fréttir Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Heilt yfir eins og ég tel að muni koma í ljós bæði í þessari kynningu og smám saman eftir því sem tímanum vindur fram að þá erum við með þessum aðgerðum að komast í allt aðra og eftirsóknarverðari stöðu heldur en íslenskt efnahagslíf hefur búið við um langt skeið,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, á blaðamannafundi í dag þar sem farið var yfir umfang þeirra aðgerða sem ráðist verður í vegna uppgjöra föllnu bankanna. Bjarni sagði að um væri að ræða stærstu efnahagsgerðir sem ráðist hefur verið í hér á landi en heildaráhrif þeirra eru gríðarleg. Þau væru slík að erfitt væri að finna samlíkingu úr fortíðinni. Aðgerðirnar fela það í sér að slitabú föllnu bankanna fallast á stöðugleikaskilyrði stjórnvalda, greiða til þeirra svokallað stöðugleikaframlag og fara svo í gegnum nauðasamninga. Alls nema aðgerðirnar 856 milljörðum króna en 500 milljarðar króna renna beint eða óbeint í ríkissjóð. Seðlabankinn hefur samþykkt að veita slitastjórnum föllnu bankanna undanþágu frá gjaldeyrishöftum og kvaðst Bjarni ætla að styðja þá niðurstöðu. Þegar hann hefði tilkynnt það eftir formlegum leiðum myndi málið fara áfram til slitastjórna sem þyrftu svo að ljúka gerð nauðasamninga og fara fyrir dómstóla. „Því er ekki að neita að við höfum nokkrar áhyggjur af því á þessari stundu að dómstólarnir verði settir í talsverða tímaþröng til þess að taka til meðhöndlunar og afgreiðslu þessi stærstu slitabú Íslandssögunnar, sem reyndar hvert um sig ef við værum að horfa á gjaldþrot myndi rata á lista yfir 10 stærstu gjaldþrot bandarískrar fyrirtækjasögu. Af þeirri ástæðu er gert ráð fyrir því að það verði viðbótarfrestir þó ekki væri nema til þess að dómstólar fái hæfilegan og sanngjarnan tíma til að vinna sitt verk eftir að slitabúin hafa komist að sinni niðurstöðu.“
Tengdar fréttir Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46 Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09 Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Um 500 milljarðar renna í ríkissjóð í gegnum stöðugleikaframlag Greiðslur sem renna munu beint eða óbeint í ríkissjóð vegna stöðugleikaframlags föllnu bankanna nema nærri 500 milljörðum. 28. október 2015 15:46
Uppgjör slitabúanna á að hafa jákvæð áhrif á gjaldeyrisforðann Gert er ráð fyrir að slitabúin afhendi eignir sem metnar séu á 379 milljarða króna. 28. október 2015 16:09
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent