Innlent

Forsætisráðherra Bretlands í einkaviðtali í fréttum Stöðvar 2 í kvöld

Hrund Þórsdóttir skrifar
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld ræðir fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Í fréttum Stöðvar 2 í kvöld ræðir fréttamaðurinn Heimir Már Pétursson við David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
Samskipti Íslendinga og Breta hafa verið flókin í gegnum aldirnar og mikið hefur reynt á þau vegna Icesavedeilunnar. David Cameron forsætisráðherra Bretlands, sem nú er staddur hér á landi, segir þjóðirnar þó eiga ríkra sameiginlegra hagsmuna að gæta, og að samskiptin geti dýpkað þrátt fyrir erfiðleika undanfarin ár. Þetta kemur fram í einkaviðtali við Cameron, sem sýnt verður í fréttum Stöðvar 2 klukkan 18.30. Þar ræðir Heimir Már Pétursson einnig möguleika á lagningu sæstrengs milli landanna við Cameron, sem kveðst styðja þá hugmynd. Fréttir Stöðvar 2 eru, eins og alltaf, í opinni dagskrá.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×