Stefán Jón Hafstein horfir til Bessastaða Jakob Bjarnar skrifar 13. október 2015 15:51 „Ég hef vissulega mínar hugmyndir og skilgreint erindi sem ég tel að gæti gagnast á þessum vettvangi, en hvort fólk hefur áhuga á því sama, eða mér persónulega til þeirra verka, er bara órætt mál að mestu,“ segir Stefán Jón Forsetakosningar eru á næsta ári og horfa nú ýmsir til Bessastaða þó enginn hafi enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. Enda erfitt um vik þegar sitjandi forseti neitar að setja um fyrirætlanir sínar, sitt hvað er að fara fram gegn sitjandi forseta eða bjóða sig fram ætli hann að fara frá. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki að greina frá því hvað hann ætlar sér fyrr en um áramót. Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, er enn þeirra sem hefur verið nefndur sem kandídat í forsetaframboð, og hann virðist heitur, volgur í það minnsta, í samtali við Vísi. „Ég hef fengið dálítið af ábendingum og hvatningu frá í sumar og ákvað að sinni að ákveða ekkert - af eða á. Það er mikilvægara að fá umræðuna um hlutverk forseta á gott skrið áður en kemur að slíkum ákvörðunum. Ég hef vissulega mínar hugmyndir og skilgreint erindi sem ég tel að gæti gagnast á þessum vettvangi, en hvort fólk hefur áhuga á því sama, eða mér persónulega til þeirra verka, er bara órætt mál að mestu,“ segir Stefán Jón.Er að hugsa málið Hann hefur opnað sérstaka síðu á Facebook, Hlutverk forseta, þar sem hann kallar eftir umræðum um embættið og hvað það sé sem þjóðin væntir frá forsetanum. Óhjákvæmilega vaknar þá sú spurning hvort Stefán Jón sjálfur stefni á framboð. „Ég hugsa málið eins og margir hafa beðið mig um. En það er langt í kosningar og um nóg að tala varðandi forseta og hlutverk hans, þess vegna opna ég þennan vettvang,“ segir Stefán Jón.Vettvangur til að ræða embættið Stefán Jón segist hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón telur upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu og hann hefur sett fram spurningalista, einskonar könnun, til að fá fólk til að velta fyrir sér hlutverki forseta á næsta kjörtímabili áður en við persónugerum kjörið. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ segir Stefán Jón. Tengdar fréttir Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Forseti Íslands segir að margir vilji að hann bjóði sig fram á nýjan leik. 11. október 2015 12:45 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Forsetakosningar eru á næsta ári og horfa nú ýmsir til Bessastaða þó enginn hafi enn lýst því yfir að hann ætli að bjóða sig fram. Enda erfitt um vik þegar sitjandi forseti neitar að setja um fyrirætlanir sínar, sitt hvað er að fara fram gegn sitjandi forseta eða bjóða sig fram ætli hann að fara frá. Ólafur Ragnar Grímsson forseti ætlar ekki að greina frá því hvað hann ætlar sér fyrr en um áramót. Stefán Jón Hafstein, sem nú starfar hjá Þróunarsamvinnustofnun Íslands, er enn þeirra sem hefur verið nefndur sem kandídat í forsetaframboð, og hann virðist heitur, volgur í það minnsta, í samtali við Vísi. „Ég hef fengið dálítið af ábendingum og hvatningu frá í sumar og ákvað að sinni að ákveða ekkert - af eða á. Það er mikilvægara að fá umræðuna um hlutverk forseta á gott skrið áður en kemur að slíkum ákvörðunum. Ég hef vissulega mínar hugmyndir og skilgreint erindi sem ég tel að gæti gagnast á þessum vettvangi, en hvort fólk hefur áhuga á því sama, eða mér persónulega til þeirra verka, er bara órætt mál að mestu,“ segir Stefán Jón.Er að hugsa málið Hann hefur opnað sérstaka síðu á Facebook, Hlutverk forseta, þar sem hann kallar eftir umræðum um embættið og hvað það sé sem þjóðin væntir frá forsetanum. Óhjákvæmilega vaknar þá sú spurning hvort Stefán Jón sjálfur stefni á framboð. „Ég hugsa málið eins og margir hafa beðið mig um. En það er langt í kosningar og um nóg að tala varðandi forseta og hlutverk hans, þess vegna opna ég þennan vettvang,“ segir Stefán Jón.Vettvangur til að ræða embættið Stefán Jón segist hafa ákveðið að leggja gott til þó ekki væri meira og taka frumkvæði að því að hafa „umræðuna á okkar forsendum - okkar sem ráðum í raun ferð um forsetakjör. Svo er bara að sjá til hvers það leiðir, en nýir tímar bjóða upp á ný vinnubrögð og nýtt fólk.“ Stefán Jón telur upplagt að virkja möguleika samfélagsmiðlanna til umræðu og hann hefur sett fram spurningalista, einskonar könnun, til að fá fólk til að velta fyrir sér hlutverki forseta á næsta kjörtímabili áður en við persónugerum kjörið. „Hvað viljum við með embættið? Það er spennandi að nýta svona vettvang til lýðræðislegra tilrauna. Nú færum við umræðuna á annan reit en verið hefur að undanförnu, að mínu mati er kominn tími til að breyta... í þessu efni eins og svo mörgu,“ segir Stefán Jón.
Tengdar fréttir Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Forseti Íslands segir að margir vilji að hann bjóði sig fram á nýjan leik. 11. október 2015 12:45 Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26 Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49 Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Ólafur Ragnar ekki búinn að ákveða hvort hann bjóði sig fram aftur Forseti Íslands segir að margir vilji að hann bjóði sig fram á nýjan leik. 11. október 2015 12:45
Óljós yfirlýsing forseta Ólafur Ragnar Grímsson gaf í skyn í setningarræðu sinni að hann væri að setja Alþingi í síðasta sinn. 8. september 2015 11:26
Er Ólafur Ragnar Grímsson virkilega að hætta? Ráðvillt fólk á Facebook rýnir í orð forseta Íslands eins og spámiðlar í innyfli dýra og reynir að átta sig á því hvort Ólafur Ragnar Grímsson hafi í raun verið að boða brotthvarf sitt eða ekki? 8. september 2015 12:49